Rétta verður hlut tekjulægstu hópa Óli Kristján Ármannsson skrifar 22. apríl 2015 07:00 Yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna Starfsgreinasambandsins hefur samþykkt verkfallsaðgerðir sem hefjast 30. þessa mánaðar og fara svo stigvaxandi þar til að ótímabundinni vinnustöðvun kemur 26. maí næstkomandi. Þá fer í auknum mæli að gæta áhrifa yfirstandandi verkfallsaðgerða aðildarfélaga Bandalags háskólamanna. Krafan um að lægstu laun í landinu hækki er skiljanleg og eðlileg. Að hér skuli fólki boðið upp á laun í kring um 200 þúsund krónur á mánuði er bara ekki boðlegt. Hér hefur almenn verðþróun og stóraukinn kostnaður við húsnæði verið með þeim hætti að það sér hver maður að það er reikningsdæmi sem ekki gengur upp að halda hér heimili á lágmarkslaunum. Skipting kökunnar að öðru leyti og hver sé eðlilegur launamunur á milli stétta er svo umdeilanlegra. En líklega eru þeir vandfundnir hóparnir sem ekki finnst þeir eiga inni einhverja kjarabót og leiðréttingu, hvort heldur sem er út af kaupmáttarskerðingu síðustu ára eða mati á launaþróun annarra stétta. Ljóst er að hér þarf að mæta kröfunni um mannsæmandi kjör, en um leið vill enginn sjá fara af stað hringekju verðbólgu og vaxtapíningar sem varað hefur verið við fari launahækkanir fram úr því sem atvinnulífið getur staðið undir. Himinn og haf er hins vegar á milli þess sem stéttarfélög fara fram á og þess sem viðsemjendur þeirra, hvort heldur sem það eru fyrirtæki á almennum markaði eða hið opinbera, eru tilbúnir til að greiða. Enda deilurnar í illleysanlegum hnút, allar á borði ríkissáttasemjara og verkfallsaðgerðir hafnar. Þá er kannski eðlilegt að hið opinbera horfi til þeirrar þróunar sem á sér stað á almennum markaði í stað þess að leiða launaþróun í landinu, sem sumir segja, með réttu eða röngu, að sé rót þeirrar ólgu sem nú er við að fást. Læknar fengu vissulega hækkun. Og kennarar líka, en með skipulagsbreytingum sem gera að verkum að ekki nægir að horfa á prósentuhækkunina eina. Þannig getur dregið úr yfirvinnu þótt grunnlaun hækki. Sú alvarlega staða sem upp er komin hlýtur hins vegar að kalla á aðkomu allra að lausn deilunnar. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum, sem vissulega gætu bætt hag einhverra, virðast eitthvað láta á sér standa. Þá er spurning hvort slíkar aðgerðir eru nógu áþreifanlegar fyrir allan fjöldann eða nógu skjótvirkar til að liðka fyrir samningum. Ríkinu ætti hins vegar að vera í lófa lagið að auka persónuafslátt fólks duglega og færa til skattþrep þannig að endurspegli betur þann veruleika sem launafólk býr við. Að fólk skuli færast upp um skattþrep þótt hilli undir 400 þúsund krónur í launum er náttúrlega bara skrítið. Með skýrri yfirlýsingu um tímasettar aðgerðir, sem ljóst er að myndu hlutfallslega nýtast þeim best sem lægstar hafa tekjurnar, til dæmis frá og með næsta hausti, sýndi hið opinbera lit og gæti mögulega liðkað fyrir því að samningar næðust, svona að því gefnu að markmiðið sé að rétta hlut þeirra sem verst standa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna Starfsgreinasambandsins hefur samþykkt verkfallsaðgerðir sem hefjast 30. þessa mánaðar og fara svo stigvaxandi þar til að ótímabundinni vinnustöðvun kemur 26. maí næstkomandi. Þá fer í auknum mæli að gæta áhrifa yfirstandandi verkfallsaðgerða aðildarfélaga Bandalags háskólamanna. Krafan um að lægstu laun í landinu hækki er skiljanleg og eðlileg. Að hér skuli fólki boðið upp á laun í kring um 200 þúsund krónur á mánuði er bara ekki boðlegt. Hér hefur almenn verðþróun og stóraukinn kostnaður við húsnæði verið með þeim hætti að það sér hver maður að það er reikningsdæmi sem ekki gengur upp að halda hér heimili á lágmarkslaunum. Skipting kökunnar að öðru leyti og hver sé eðlilegur launamunur á milli stétta er svo umdeilanlegra. En líklega eru þeir vandfundnir hóparnir sem ekki finnst þeir eiga inni einhverja kjarabót og leiðréttingu, hvort heldur sem er út af kaupmáttarskerðingu síðustu ára eða mati á launaþróun annarra stétta. Ljóst er að hér þarf að mæta kröfunni um mannsæmandi kjör, en um leið vill enginn sjá fara af stað hringekju verðbólgu og vaxtapíningar sem varað hefur verið við fari launahækkanir fram úr því sem atvinnulífið getur staðið undir. Himinn og haf er hins vegar á milli þess sem stéttarfélög fara fram á og þess sem viðsemjendur þeirra, hvort heldur sem það eru fyrirtæki á almennum markaði eða hið opinbera, eru tilbúnir til að greiða. Enda deilurnar í illleysanlegum hnút, allar á borði ríkissáttasemjara og verkfallsaðgerðir hafnar. Þá er kannski eðlilegt að hið opinbera horfi til þeirrar þróunar sem á sér stað á almennum markaði í stað þess að leiða launaþróun í landinu, sem sumir segja, með réttu eða röngu, að sé rót þeirrar ólgu sem nú er við að fást. Læknar fengu vissulega hækkun. Og kennarar líka, en með skipulagsbreytingum sem gera að verkum að ekki nægir að horfa á prósentuhækkunina eina. Þannig getur dregið úr yfirvinnu þótt grunnlaun hækki. Sú alvarlega staða sem upp er komin hlýtur hins vegar að kalla á aðkomu allra að lausn deilunnar. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum, sem vissulega gætu bætt hag einhverra, virðast eitthvað láta á sér standa. Þá er spurning hvort slíkar aðgerðir eru nógu áþreifanlegar fyrir allan fjöldann eða nógu skjótvirkar til að liðka fyrir samningum. Ríkinu ætti hins vegar að vera í lófa lagið að auka persónuafslátt fólks duglega og færa til skattþrep þannig að endurspegli betur þann veruleika sem launafólk býr við. Að fólk skuli færast upp um skattþrep þótt hilli undir 400 þúsund krónur í launum er náttúrlega bara skrítið. Með skýrri yfirlýsingu um tímasettar aðgerðir, sem ljóst er að myndu hlutfallslega nýtast þeim best sem lægstar hafa tekjurnar, til dæmis frá og með næsta hausti, sýndi hið opinbera lit og gæti mögulega liðkað fyrir því að samningar næðust, svona að því gefnu að markmiðið sé að rétta hlut þeirra sem verst standa.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun