Árni & Kinsky leikstýra myndbandinu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 22. apríl 2015 09:00 Of Monsters and Men nýtur mikilla vinsælda víða. Hér má sjá sveitina á sviði í Ástralíu. nordicphotos/getty Mikil viðhöfn var þegar myndbandið við lagið Crystals með hljómsveitinni Of Monsters and Men var tekið upp um helgina hér á landi. Mikil leynd hefur hvílt yfir því hvernig tökum var háttað og sagðist fjöldi fólks sem kom að tökunum ekki geta tjáð sig um málið. Á Instagram-síðu sveitarinnar var birt mynd af orðsendingu til þeirra sem störfuðu við gerð myndbandsins og þeir beðnir að deila ekki myndum af tökustað. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var stærstur hluti myndbandsins tekinn upp í upptökuveri Saga Film við Laugaveg. Þar var komið upp sviðsmynd sem leit út eins og eins konar gangverk sem hljómsveitin lék innan í. Starfsmenn sem unnu að gerð myndbandsins fengu ekki að vita hvernig sviðsmyndin átti að birtast í myndbandinu sjálfu, né hvert heildarkonsept myndbandsins væri. Heimildir Fréttablaðsins herma einnig að mikil möl hafi verið notuð við gerð myndbandsins og hafi lítil grafa verið notuð til þess að flytja mölina inn í myndverið.Tvíeykið Árni & Kinsky sér um leikstjórn myndbandsins. Árni og Kinsky eru þeir Stefán Árni Þorgeirsson og Sigurður Kjartansson, fyrrverandi meðlimir hljómsveitarinnar Gus Gus. Þeir hafa leikstýrt myndböndum ensku sveitanna Placebo, The Editors og Florence and the Machine. Þeir hafa einnig leikstýrt fjölda myndbanda fyrir Sigur Rós og gerðu nýjasta myndband írska söngvarans Damiens Rice. Auk leikstjóranna tveggja hafði fyrirtækið True North aðkomu að gerð myndbandsins. Stílistinn Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir vann einnig við gerð þess. Hrafnhildur hefur mikla reynslu af stíliseringu og starfar í tískugeiranum, fyrir fyrirtækið JÖR. Auk þess var nokkur fjöldi bandarískra starfsmanna staddur hér á landi í tengslum við upptökurnar. Þegar mest var mátti telja um fjörutíu manns í myndverinu og ljóst að lítið var til sparað við gerð myndbandsins, enda Of Monsters and Men heimsþekkt hljómsveit sem nýtur mikilla vinsælda víða.Hér að neðan má sjá nokkur myndbönd sem tvíeykið Árni & Kinsky gerði. Tónlist Mest lesið Diane Keaton er látin Lífið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Fleiri fréttir Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Mikil viðhöfn var þegar myndbandið við lagið Crystals með hljómsveitinni Of Monsters and Men var tekið upp um helgina hér á landi. Mikil leynd hefur hvílt yfir því hvernig tökum var háttað og sagðist fjöldi fólks sem kom að tökunum ekki geta tjáð sig um málið. Á Instagram-síðu sveitarinnar var birt mynd af orðsendingu til þeirra sem störfuðu við gerð myndbandsins og þeir beðnir að deila ekki myndum af tökustað. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var stærstur hluti myndbandsins tekinn upp í upptökuveri Saga Film við Laugaveg. Þar var komið upp sviðsmynd sem leit út eins og eins konar gangverk sem hljómsveitin lék innan í. Starfsmenn sem unnu að gerð myndbandsins fengu ekki að vita hvernig sviðsmyndin átti að birtast í myndbandinu sjálfu, né hvert heildarkonsept myndbandsins væri. Heimildir Fréttablaðsins herma einnig að mikil möl hafi verið notuð við gerð myndbandsins og hafi lítil grafa verið notuð til þess að flytja mölina inn í myndverið.Tvíeykið Árni & Kinsky sér um leikstjórn myndbandsins. Árni og Kinsky eru þeir Stefán Árni Þorgeirsson og Sigurður Kjartansson, fyrrverandi meðlimir hljómsveitarinnar Gus Gus. Þeir hafa leikstýrt myndböndum ensku sveitanna Placebo, The Editors og Florence and the Machine. Þeir hafa einnig leikstýrt fjölda myndbanda fyrir Sigur Rós og gerðu nýjasta myndband írska söngvarans Damiens Rice. Auk leikstjóranna tveggja hafði fyrirtækið True North aðkomu að gerð myndbandsins. Stílistinn Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir vann einnig við gerð þess. Hrafnhildur hefur mikla reynslu af stíliseringu og starfar í tískugeiranum, fyrir fyrirtækið JÖR. Auk þess var nokkur fjöldi bandarískra starfsmanna staddur hér á landi í tengslum við upptökurnar. Þegar mest var mátti telja um fjörutíu manns í myndverinu og ljóst að lítið var til sparað við gerð myndbandsins, enda Of Monsters and Men heimsþekkt hljómsveit sem nýtur mikilla vinsælda víða.Hér að neðan má sjá nokkur myndbönd sem tvíeykið Árni & Kinsky gerði.
Tónlist Mest lesið Diane Keaton er látin Lífið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Fleiri fréttir Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira