Fyrirsjánlegt, en kom samt á óvart Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 21. apríl 2015 07:00 Sú staða sem upp er komin á vinnumarkaði hefði ekki átt að koma neinum á óvart. Í kjölfar hrunsins tóku fjölmargar stéttir á sig kaupmáttarskerðingu þar sem allir þyrftu að leggja sitt af mörkum til að endurreisa íslenskt efnahagslíf. Við skulum ekki gleyma því að það varð hrun, er líklega þreyttasta klisja íslenskrar pólitíkur, en... við skulum ekki gleyma því að hér varð hrun. Ekki endilega til að barma okkur yfir því að ástandið sé ekki alveg eins gott og það gæti verið, hvað þá að berja okkur á brjóst fyrir hve vel endurreisn efnahagslífsins hefur gengið. Nei, við skulum ekki gleyma því að hér varð hrun svo við skiljum betur kröfur launafólks um kauphækkanir. Deilur á vinnumarkaði eru á milli tveggja aðila; þeirra sem fá laun fyrir vinnu sína og þeirra sem greiða launin. Ríkið kemur beint að ákveðnum samningum sem launagreiðandi, en þar að auki hefur það hlutverk í því að koma að ýmsum aðgerðum sem geta bætt stöðu launafólks. Það er því einboðið að ríkið sé þátttakandi í kjaraviðræðum. Þetta vissi Bjarni Benediktsson þegar hann var í stjórnarandstöðu. Hann gagnrýndi í september 2012 ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir það að hafa, með aðgerðum sínum, grafið undan kjarasamningum. „Raunar er það langur listi loforða sem bæði samtök atvinnulífsins og ASÍ telja að enn sé óuppfylltur af stjórnvalda hálfu. Þetta skapar þær alvarlegu aðstæður að forsendur samninganna geti verið í uppnámi,“ sagði Bjarni þá á þingi. Hann gerir sér því fulla grein fyrir því hvaða hlutverk ríkisvaldið hefur. Hefðin hefur hins vegar verið sú að aðilar ná saman um grunn að samningi og þá kemur ríkisvaldið inn í viðræður með sértækum, sem og almennum, aðgerðum. Krafa stjórnarandstöðunnar nú um að ríkisstjórnin stígi fram og grípi til stórtækra aðgerða til að leysa þann hnút sem kjaradeilur eru í er því ekki sanngjörn. Í það minnsta má færa rök fyrir því að stjórnarandstaðan hefði ekki gert slíkt, sæti hún nú í stjórn. Það breytir því ekki að hægt og rólega er allt að sigla í enn meiri hnút, svo þéttriðinn að færustu skátar og netagerðarmenn þessa lands gætu átt í vandræðum með að leysa hann. Ekki bætir úr skák að nú þegar hefur verið samið við nokkrar stéttir, svo sem lækna og kennara. Þjóðarheill var sögð réttlæta háar launahækkanir lækna, en er hún minni þegar kemur að sjúkarliðum, eða hjúkrunarfræðingum? Og á verkafólk síður skilið launahækkun en kennarar? Þetta er gríðarlega flókin staða, en fjármálaráðherra og kollegum hans í ríkisstjórninni hefði átt að vera fullkunnugt um að hún væri í kortunum. Hins vegar er Bjarna nokkur vorkunn. Það er ekki sjálfsagt að ráðherra stígi fram núna og leysi deiluna með loforðum um há fjárútlát. Flókið? Já, og ef svarsins var að vænta í þessum leiðara verður að valda vonbrigðum. Enda ekki fjármálaráðherra sem hamrar á lyklaborðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Sú staða sem upp er komin á vinnumarkaði hefði ekki átt að koma neinum á óvart. Í kjölfar hrunsins tóku fjölmargar stéttir á sig kaupmáttarskerðingu þar sem allir þyrftu að leggja sitt af mörkum til að endurreisa íslenskt efnahagslíf. Við skulum ekki gleyma því að það varð hrun, er líklega þreyttasta klisja íslenskrar pólitíkur, en... við skulum ekki gleyma því að hér varð hrun. Ekki endilega til að barma okkur yfir því að ástandið sé ekki alveg eins gott og það gæti verið, hvað þá að berja okkur á brjóst fyrir hve vel endurreisn efnahagslífsins hefur gengið. Nei, við skulum ekki gleyma því að hér varð hrun svo við skiljum betur kröfur launafólks um kauphækkanir. Deilur á vinnumarkaði eru á milli tveggja aðila; þeirra sem fá laun fyrir vinnu sína og þeirra sem greiða launin. Ríkið kemur beint að ákveðnum samningum sem launagreiðandi, en þar að auki hefur það hlutverk í því að koma að ýmsum aðgerðum sem geta bætt stöðu launafólks. Það er því einboðið að ríkið sé þátttakandi í kjaraviðræðum. Þetta vissi Bjarni Benediktsson þegar hann var í stjórnarandstöðu. Hann gagnrýndi í september 2012 ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir það að hafa, með aðgerðum sínum, grafið undan kjarasamningum. „Raunar er það langur listi loforða sem bæði samtök atvinnulífsins og ASÍ telja að enn sé óuppfylltur af stjórnvalda hálfu. Þetta skapar þær alvarlegu aðstæður að forsendur samninganna geti verið í uppnámi,“ sagði Bjarni þá á þingi. Hann gerir sér því fulla grein fyrir því hvaða hlutverk ríkisvaldið hefur. Hefðin hefur hins vegar verið sú að aðilar ná saman um grunn að samningi og þá kemur ríkisvaldið inn í viðræður með sértækum, sem og almennum, aðgerðum. Krafa stjórnarandstöðunnar nú um að ríkisstjórnin stígi fram og grípi til stórtækra aðgerða til að leysa þann hnút sem kjaradeilur eru í er því ekki sanngjörn. Í það minnsta má færa rök fyrir því að stjórnarandstaðan hefði ekki gert slíkt, sæti hún nú í stjórn. Það breytir því ekki að hægt og rólega er allt að sigla í enn meiri hnút, svo þéttriðinn að færustu skátar og netagerðarmenn þessa lands gætu átt í vandræðum með að leysa hann. Ekki bætir úr skák að nú þegar hefur verið samið við nokkrar stéttir, svo sem lækna og kennara. Þjóðarheill var sögð réttlæta háar launahækkanir lækna, en er hún minni þegar kemur að sjúkarliðum, eða hjúkrunarfræðingum? Og á verkafólk síður skilið launahækkun en kennarar? Þetta er gríðarlega flókin staða, en fjármálaráðherra og kollegum hans í ríkisstjórninni hefði átt að vera fullkunnugt um að hún væri í kortunum. Hins vegar er Bjarna nokkur vorkunn. Það er ekki sjálfsagt að ráðherra stígi fram núna og leysi deiluna með loforðum um há fjárútlát. Flókið? Já, og ef svarsins var að vænta í þessum leiðara verður að valda vonbrigðum. Enda ekki fjármálaráðherra sem hamrar á lyklaborðið.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun