Lífið

Flytja snjó úr Bláfjöllum í bæinn fyrir brettaiðkun

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
Wiktoria Ginter vill auka veg og virðingu snjóbrettaíþróttarinnar.
Wiktoria Ginter vill auka veg og virðingu snjóbrettaíþróttarinnar.
Heimasíðan snowboard.is var opnuð fyrir skemmstu, en tilgangur hennar er að koma til móts við þá sem ekki hafa efni á því að stunda snjóbrettaíþróttina og gera hana þannig aðgengilega fyrir sem flesta.

Til þess að gera þetta mögulegt ætla aðstandendur síðunnar að halda nokkra viðburði í samstarfi við fyrirtæki og aðila sem vilja styrkja málefnið.

„Planið er að flytja snjó úr Bláfjöllum, þar sem líklega verður ekki snjór í bænum, og gera brautir og palla,“ segir Wiktoria Ginter, ein af skipuleggjendum, um fyrsta viðburðinn sem haldinn verður á Arnarhóli þann 23. apríl klukkan 12. Allir eru velkomnir sem hafa áhuga á að prófa snjóbretti og kynna sér íþróttina.

„Þarna verða brettakennarar að leiðbeina, tónlist og matur. Þetta verður eins og stór fjölskyldupiknikk,“ segir hún og hlær. Wiktoria segir marga viðburði vera í bígerð, og nefnir þá meðal annars fría brettakennslu í Bláfjöllum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.