Nýjasta stjarna Íslands kynntist kærastanum á Tinder Sigga Dögg skrifar 17. apríl 2015 09:12 "Ég er með svo mikla fullkomnunaráráttu og því vil ég ekki senda neitt frá mér fyrr en það er hundrað prósent tilbúið,“ segir Alda Vísir/Villi og einkasafn Alda Dís Arnardóttir er fyrst og fremst söngkona. Hún þjálfar röddina og frítíminn fer í æfingar. Hér er ekki slegið slöku við því draumar skulu verða að veruleika. Slíkt gerðist einmitt síðastliðið sunnudagskvöld þegar Alda Dís vann Ísland Got Talent með lagið Chandelier með söngkonunni Sia. Sjálf segist Alda vera hrifin af ballöðum og eru fyrirmyndirnar „helst kraftmiklir söngvarar eins og Celine Dion og Michael Bublé, það væru draumadúettar,“ segir Alda dreymin. Það er aðeins ein leið til að láta drauma sína rætast og það er að elta þá. Alda segir það hafa tekið sig smá tíma að vinna í sig kjark til að þora að verða söngkona. Hún hefur sungið frá blautu barnsbeini og man ekki eftir sér öðruvísi „en með hárbursta í hönd gólandi inni í herbergi og bróðir minn að banka á dyrnar að biðja mig um að hafa hljóð,“ rifjar hún upp hlæjandi. Söngurinn hefur því alltaf togað í þessa stúlku sem fluttist eftir að grunnskóla lauk frá Hellissandi til Reykjavíkur. „Ég sé það núna hvað ég var ung þegar ég flutti en mér fannst það ekki þá, mér fannst það bara alveg eðlilegt,“ segir hún og þakkar það einmitt góðum stuðningi frá fjölskyldunni og bæjarfélaginu á Hellissandi. Hún á ekki von á því að leiðin liggi aftur vestur þótt hjartað slái enn þar. „Ég kann vel við mig í Reykjavík, hér er allt miklu stærra en heima og maður er ekkert að pæla í næsta manni,“ segir Alda. Hún hefur fest rætur í póstnúmeri miðbæjarins og sér ekki fyrir sér að færa sig um set á næstunni enda sé nálægð við kaffihús afskaplega þægileg.Baklandið skiptir máli Að loknum grunnskóla lá leiðin í Kvennaskólann þar sem hún var í leikfélaginu og eignaðist góða vini. Að loknu stúdentsprófi kíkti hún við í eitt ár í Háskóla Íslands og fór þá fyrst í tannlækninn og svo í viðskiptafræðina. „Ég á auðvelt með að læra og fannst ég verða að vera skynsöm og hafa eitthvert nám til viðbótar við sönginn. Það var ekki nóg að vera bara söngkona,“ segir Alda sem gat þó ekki snúið hjartanu sem þráði að standa á sviði og baða sig í björtum ljósum og stórum áhorfendaskara. Það var ekki langt liðið á námið þegar hjarta og heili fóru að takast alvarlega á og nú þurfti að taka ákvörðun um næstu skref. „Mamma og pabbi sáu að mér leið ekkert of vel í náminu, mér fannst félagslífið æðislegt og kynntist fullt af frábæru fólki en námið höfðaði ekki til mín,“ segir Alda sem ákvað að láta slag standa og reyna fyrir sér í söng. Það var svo vinkona hennar sem hvatti hana áfram til þess að skrá sig í Ísland Got Talent. „Ég var ekki viss um að ég væri nægjanlega góð til að taka þátt í svona keppni. Kannski kæmi bara í ljós að ég væri bara ekkert góð og þá myndi þetta skemma meira fyrir mér en að hjálpa,“ segir Alda sem segir gott bakland nauðsynlegt þegar elta eigi draumana. „Það sem hafði stöðvað mig var í raun lítið sjálfstraust. Ég trúði því ekki að ég gæti þetta þó að ég þráði ekkert meira en einmitt sönginn,“ segir Alda sem segir sjálfstraust og trú á eigin getu vera lykilinn að allri velgengni. Þetta er þó ekki bara innbyggður hæfileiki bætir Alda við. „Ég æfi mig rosalega mikið og ég myndi segja að mesti hlutinn af þessu séu æfingar og að æfingin skapi meistarann.“Við upptökur á myndbandi fyrir úrslitaþátt Ísland got talentVísir/EinkaeiguSelma er fyrirmyndin Alda starfar á leikskólanum Laufásborg og segir hún krakkana hafa verið mjög glaða með sigurinn. „Þau voru svo ánægð þegar þau tóku á móti mér í vinnunni,“ segir Alda og geislar og það er greinilegt að börnin færa henni mikla gleði. Hún segir leikskólann vera frábæran vinnustað og að hún hafi upplifað mikinn stuðning þaðan og skilning sérstaklega nú í ævintýrinu sem Ísland Got Talent hefur verið. „Þetta er algjör draumur og bara eitt stórt ævintýri að vera í viðtölum og myndatökum, þetta er alveg það sem ég hef þráð,“ segir Alda sem greinilega ætlar sér stóra hluti með sönginn. „Mig dreymir um að syngja í Hörpu og bara eiginlega úti um allt,“ segir Alda sem segist einnig vera til í að feta í fótspor fyrirmynda sinna og fara í Eurovision. „Það er náttúrulega stærsti draumurinn að komast í þá keppni en ég féll alveg fyrir keppninni þegar Selma söng All Out of Luck.“ Selma Björnsdóttir var einmitt einn af dómurunum í Ísland Got Talent og var hún í sérstöku uppáhaldi hjá Öldu. „Hún er ein af mínum helstu fyrirmyndum og alla endurgjöf frá henni reyndi ég að nýta mér og læra af,“ segir Alda sem bætir við hún hafi fengið stjörnur í augun við að hitta Selmu. Þá neitar hún því ekki að dúett með Jóni Jónssyni myndi vera magnaður, enda „er hann svo með þetta hann Jón, hann veit alveg hvað hann er að gera og gerir allt svo vel,“ segir Alda dreymin. Sjálf hefur Alda lært á píanó og semur sína eigin tónlist. „Draumurinn er að flytja frumflutt efni og jafnvel syngja með einhverjum af þátttakendunum úr keppninni,“ segir Alda sem segir marga hafa hjálpað sér að bæta eigin rödd en að frumsamda efnið sé enn persónulegt. „Ég er með svo mikla fullkomnunaráráttu og því vil ég ekki senda neitt frá mér fyrr en það er hundrað prósent tilbúið,“ segir Alda sem áttar sig jafnframt á því að þetta sé ekki endilega henni til framdráttar. Hún hefur notið stuðnings fyrrverandi og núverandi söngkennara auk meðlima sveitaballahljómsveitarinnar sem hún tilheyrir.Vísir/VilliÁstin blómstrar Alda er í sambúð með Ásgeiri Vísi en þau kynntust í haust á stefnumótasmáforritinu Tinder. Alda segir hann vera mjög stuðningsríkan kærasta en að hún syngi þó ekki þegar hann sé heima. „Við búum svo smátt að ég get ekki sungið alveg í botni nema ég sé ein því ég fer alveg alla leið með sönginn og það geta verið svolítil læti,“ segir Alda og brosir. Hana dreymir um að sigra Ísland með söng og koma fram hvar sem er og hvenær sem er. „Ég vil vinna við þetta og sé fyrir mér alls kyns útfærslur á því, bæði með hljómsveitum, í söngleikjum á sviði leikhúsanna, í einsöng eða í samstarfi við aðra tónlistarmenn,“ segir Alda sem setur stefnuna hátt. Uppáhaldssöngleikirnir hennar eru Litla hryllingsbúðin og Bugsy Malone en draumahlutverkið væri Elphaba í Wicked. „Ég væri alveg til í að prófa mig áfram á sviði, það kannski kemur seinna,“ bætir Alda við. Hún er þó ekki ókunnug sviðinu og er í uppfærslu söngskólans síns á Gullna hliðinu sem var frumsýnt í Iðnó í gærkvöldi. Þar leikur hún sjálfan kölska í ögn djörfum búningi sem hún segir vera utan hennar þægindaramma. Það er margt á döfinni hjá okkar flottu konu sem hefur sungið sig inn í hjörtu landsmanna og hver veit nema við munum næst kjósa hana til að taka þátt í Eurovision. Eurovision Ísland Got Talent Lífið Tengdar fréttir Myndaveisla frá úrslitakvöldi Ísland Got Talent Sex atriði börðust um sigurinn í keppninni. 15. apríl 2015 14:15 Alda Dís: Tilfinning sem ég get ekki lýst „Ég hugsaði bara að ég trúði ekki að ég væri hérna,“ segir Alda Dís Arnardóttir um það hvað hún hugsaði þegar tilkynnt var um sigurvegara Ísland got Talent. 12. apríl 2015 22:30 Alda Dís sigurvegari Ísland Got Talent Söng lagið Chandelier með Sia í sinni eigin útgáfu. 12. apríl 2015 21:07 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Fleiri fréttir Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Sjá meira
Alda Dís Arnardóttir er fyrst og fremst söngkona. Hún þjálfar röddina og frítíminn fer í æfingar. Hér er ekki slegið slöku við því draumar skulu verða að veruleika. Slíkt gerðist einmitt síðastliðið sunnudagskvöld þegar Alda Dís vann Ísland Got Talent með lagið Chandelier með söngkonunni Sia. Sjálf segist Alda vera hrifin af ballöðum og eru fyrirmyndirnar „helst kraftmiklir söngvarar eins og Celine Dion og Michael Bublé, það væru draumadúettar,“ segir Alda dreymin. Það er aðeins ein leið til að láta drauma sína rætast og það er að elta þá. Alda segir það hafa tekið sig smá tíma að vinna í sig kjark til að þora að verða söngkona. Hún hefur sungið frá blautu barnsbeini og man ekki eftir sér öðruvísi „en með hárbursta í hönd gólandi inni í herbergi og bróðir minn að banka á dyrnar að biðja mig um að hafa hljóð,“ rifjar hún upp hlæjandi. Söngurinn hefur því alltaf togað í þessa stúlku sem fluttist eftir að grunnskóla lauk frá Hellissandi til Reykjavíkur. „Ég sé það núna hvað ég var ung þegar ég flutti en mér fannst það ekki þá, mér fannst það bara alveg eðlilegt,“ segir hún og þakkar það einmitt góðum stuðningi frá fjölskyldunni og bæjarfélaginu á Hellissandi. Hún á ekki von á því að leiðin liggi aftur vestur þótt hjartað slái enn þar. „Ég kann vel við mig í Reykjavík, hér er allt miklu stærra en heima og maður er ekkert að pæla í næsta manni,“ segir Alda. Hún hefur fest rætur í póstnúmeri miðbæjarins og sér ekki fyrir sér að færa sig um set á næstunni enda sé nálægð við kaffihús afskaplega þægileg.Baklandið skiptir máli Að loknum grunnskóla lá leiðin í Kvennaskólann þar sem hún var í leikfélaginu og eignaðist góða vini. Að loknu stúdentsprófi kíkti hún við í eitt ár í Háskóla Íslands og fór þá fyrst í tannlækninn og svo í viðskiptafræðina. „Ég á auðvelt með að læra og fannst ég verða að vera skynsöm og hafa eitthvert nám til viðbótar við sönginn. Það var ekki nóg að vera bara söngkona,“ segir Alda sem gat þó ekki snúið hjartanu sem þráði að standa á sviði og baða sig í björtum ljósum og stórum áhorfendaskara. Það var ekki langt liðið á námið þegar hjarta og heili fóru að takast alvarlega á og nú þurfti að taka ákvörðun um næstu skref. „Mamma og pabbi sáu að mér leið ekkert of vel í náminu, mér fannst félagslífið æðislegt og kynntist fullt af frábæru fólki en námið höfðaði ekki til mín,“ segir Alda sem ákvað að láta slag standa og reyna fyrir sér í söng. Það var svo vinkona hennar sem hvatti hana áfram til þess að skrá sig í Ísland Got Talent. „Ég var ekki viss um að ég væri nægjanlega góð til að taka þátt í svona keppni. Kannski kæmi bara í ljós að ég væri bara ekkert góð og þá myndi þetta skemma meira fyrir mér en að hjálpa,“ segir Alda sem segir gott bakland nauðsynlegt þegar elta eigi draumana. „Það sem hafði stöðvað mig var í raun lítið sjálfstraust. Ég trúði því ekki að ég gæti þetta þó að ég þráði ekkert meira en einmitt sönginn,“ segir Alda sem segir sjálfstraust og trú á eigin getu vera lykilinn að allri velgengni. Þetta er þó ekki bara innbyggður hæfileiki bætir Alda við. „Ég æfi mig rosalega mikið og ég myndi segja að mesti hlutinn af þessu séu æfingar og að æfingin skapi meistarann.“Við upptökur á myndbandi fyrir úrslitaþátt Ísland got talentVísir/EinkaeiguSelma er fyrirmyndin Alda starfar á leikskólanum Laufásborg og segir hún krakkana hafa verið mjög glaða með sigurinn. „Þau voru svo ánægð þegar þau tóku á móti mér í vinnunni,“ segir Alda og geislar og það er greinilegt að börnin færa henni mikla gleði. Hún segir leikskólann vera frábæran vinnustað og að hún hafi upplifað mikinn stuðning þaðan og skilning sérstaklega nú í ævintýrinu sem Ísland Got Talent hefur verið. „Þetta er algjör draumur og bara eitt stórt ævintýri að vera í viðtölum og myndatökum, þetta er alveg það sem ég hef þráð,“ segir Alda sem greinilega ætlar sér stóra hluti með sönginn. „Mig dreymir um að syngja í Hörpu og bara eiginlega úti um allt,“ segir Alda sem segist einnig vera til í að feta í fótspor fyrirmynda sinna og fara í Eurovision. „Það er náttúrulega stærsti draumurinn að komast í þá keppni en ég féll alveg fyrir keppninni þegar Selma söng All Out of Luck.“ Selma Björnsdóttir var einmitt einn af dómurunum í Ísland Got Talent og var hún í sérstöku uppáhaldi hjá Öldu. „Hún er ein af mínum helstu fyrirmyndum og alla endurgjöf frá henni reyndi ég að nýta mér og læra af,“ segir Alda sem bætir við hún hafi fengið stjörnur í augun við að hitta Selmu. Þá neitar hún því ekki að dúett með Jóni Jónssyni myndi vera magnaður, enda „er hann svo með þetta hann Jón, hann veit alveg hvað hann er að gera og gerir allt svo vel,“ segir Alda dreymin. Sjálf hefur Alda lært á píanó og semur sína eigin tónlist. „Draumurinn er að flytja frumflutt efni og jafnvel syngja með einhverjum af þátttakendunum úr keppninni,“ segir Alda sem segir marga hafa hjálpað sér að bæta eigin rödd en að frumsamda efnið sé enn persónulegt. „Ég er með svo mikla fullkomnunaráráttu og því vil ég ekki senda neitt frá mér fyrr en það er hundrað prósent tilbúið,“ segir Alda sem áttar sig jafnframt á því að þetta sé ekki endilega henni til framdráttar. Hún hefur notið stuðnings fyrrverandi og núverandi söngkennara auk meðlima sveitaballahljómsveitarinnar sem hún tilheyrir.Vísir/VilliÁstin blómstrar Alda er í sambúð með Ásgeiri Vísi en þau kynntust í haust á stefnumótasmáforritinu Tinder. Alda segir hann vera mjög stuðningsríkan kærasta en að hún syngi þó ekki þegar hann sé heima. „Við búum svo smátt að ég get ekki sungið alveg í botni nema ég sé ein því ég fer alveg alla leið með sönginn og það geta verið svolítil læti,“ segir Alda og brosir. Hana dreymir um að sigra Ísland með söng og koma fram hvar sem er og hvenær sem er. „Ég vil vinna við þetta og sé fyrir mér alls kyns útfærslur á því, bæði með hljómsveitum, í söngleikjum á sviði leikhúsanna, í einsöng eða í samstarfi við aðra tónlistarmenn,“ segir Alda sem setur stefnuna hátt. Uppáhaldssöngleikirnir hennar eru Litla hryllingsbúðin og Bugsy Malone en draumahlutverkið væri Elphaba í Wicked. „Ég væri alveg til í að prófa mig áfram á sviði, það kannski kemur seinna,“ bætir Alda við. Hún er þó ekki ókunnug sviðinu og er í uppfærslu söngskólans síns á Gullna hliðinu sem var frumsýnt í Iðnó í gærkvöldi. Þar leikur hún sjálfan kölska í ögn djörfum búningi sem hún segir vera utan hennar þægindaramma. Það er margt á döfinni hjá okkar flottu konu sem hefur sungið sig inn í hjörtu landsmanna og hver veit nema við munum næst kjósa hana til að taka þátt í Eurovision.
Eurovision Ísland Got Talent Lífið Tengdar fréttir Myndaveisla frá úrslitakvöldi Ísland Got Talent Sex atriði börðust um sigurinn í keppninni. 15. apríl 2015 14:15 Alda Dís: Tilfinning sem ég get ekki lýst „Ég hugsaði bara að ég trúði ekki að ég væri hérna,“ segir Alda Dís Arnardóttir um það hvað hún hugsaði þegar tilkynnt var um sigurvegara Ísland got Talent. 12. apríl 2015 22:30 Alda Dís sigurvegari Ísland Got Talent Söng lagið Chandelier með Sia í sinni eigin útgáfu. 12. apríl 2015 21:07 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Fleiri fréttir Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Sjá meira
Myndaveisla frá úrslitakvöldi Ísland Got Talent Sex atriði börðust um sigurinn í keppninni. 15. apríl 2015 14:15
Alda Dís: Tilfinning sem ég get ekki lýst „Ég hugsaði bara að ég trúði ekki að ég væri hérna,“ segir Alda Dís Arnardóttir um það hvað hún hugsaði þegar tilkynnt var um sigurvegara Ísland got Talent. 12. apríl 2015 22:30
Alda Dís sigurvegari Ísland Got Talent Söng lagið Chandelier með Sia í sinni eigin útgáfu. 12. apríl 2015 21:07