Á þetta að vera fyndið? Atli Fannar Bjarkason skrifar 16. apríl 2015 07:00 30 Rock er á meðal bestu grínþátta sem ég hef séð. Það er erfitt að finna lagskiptari þætti þar sem nánast hver einasta setning er svo fyndin að það verður hálfómögulegt að velja brandara til að hlæja að. Mann langar að hlæja að öllu en 20 mínútur af samfelldum hlátri geta ekki verið hollar, þó mýtunni um að hláturinn lengi lífið sé enn haldið á lofti af hagsmunaaðilum (grínistum, hláturjógakennurum o.s.frv.). Í einum þætti spyr aðalpersóna þáttanna, hin stórkostlega Liz Lemon, yfirmann sinn, Jack Donaghy, hvort hann komi öðruvísi fram við hana vegna þess að hún er kona. Jack segist ekki gera það að öðru leyti en að borga henni örlítið minna en öðrum. Stórkostlegur brandari; hárbeittur og afhjúpandi um samfélagslega meinið sem launamunur kynjanna er. Það er hins vegar auðvelt að hlæja að brandaranum á allt öðrum forsendum. T.d. ef einhverjum finnst hreinlega fyndið að konur fái minna borgað en karlar fyrir sömu vinnu. Ég þykist vita að Tina Fey, skapari þáttanna og yfirlýstur femínisti, hafi með brandaranum viljað benda á misréttið en það er samt aldrei hægt að tryggja að allir skilji brandarana eins. Áður en atriðið var tekið upp stóð hún því frammi fyrir tveimur kostum: Að taka sénsinn. Segja brandarann í von um að flestir skilji hann og sætta sig við þá sem misskilja hann fullkomlega. Eða sleppa því að segja hann. Blessunarlega valdi hún fyrri kostinn. Stundum sé ég fólk hneykslast á gríni og segja að það megi alls ekki grínast með þetta og hitt. En þegar eitthvað „má ekki“ hætta forsendur og samhengi að skipta máli. Og þetta snýst einmitt um það. Það myndi til dæmis ekki leysa neinn vanda að taka lyklaborðið af virkum í athugasemdum. Þess vegna ætti eina reglan um grín að vera að það sé fyndið. Og viðurlögin við broti á þessari allsherjarreglu yrðu þá verðskulduð og auðmýkjandi þögn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
30 Rock er á meðal bestu grínþátta sem ég hef séð. Það er erfitt að finna lagskiptari þætti þar sem nánast hver einasta setning er svo fyndin að það verður hálfómögulegt að velja brandara til að hlæja að. Mann langar að hlæja að öllu en 20 mínútur af samfelldum hlátri geta ekki verið hollar, þó mýtunni um að hláturinn lengi lífið sé enn haldið á lofti af hagsmunaaðilum (grínistum, hláturjógakennurum o.s.frv.). Í einum þætti spyr aðalpersóna þáttanna, hin stórkostlega Liz Lemon, yfirmann sinn, Jack Donaghy, hvort hann komi öðruvísi fram við hana vegna þess að hún er kona. Jack segist ekki gera það að öðru leyti en að borga henni örlítið minna en öðrum. Stórkostlegur brandari; hárbeittur og afhjúpandi um samfélagslega meinið sem launamunur kynjanna er. Það er hins vegar auðvelt að hlæja að brandaranum á allt öðrum forsendum. T.d. ef einhverjum finnst hreinlega fyndið að konur fái minna borgað en karlar fyrir sömu vinnu. Ég þykist vita að Tina Fey, skapari þáttanna og yfirlýstur femínisti, hafi með brandaranum viljað benda á misréttið en það er samt aldrei hægt að tryggja að allir skilji brandarana eins. Áður en atriðið var tekið upp stóð hún því frammi fyrir tveimur kostum: Að taka sénsinn. Segja brandarann í von um að flestir skilji hann og sætta sig við þá sem misskilja hann fullkomlega. Eða sleppa því að segja hann. Blessunarlega valdi hún fyrri kostinn. Stundum sé ég fólk hneykslast á gríni og segja að það megi alls ekki grínast með þetta og hitt. En þegar eitthvað „má ekki“ hætta forsendur og samhengi að skipta máli. Og þetta snýst einmitt um það. Það myndi til dæmis ekki leysa neinn vanda að taka lyklaborðið af virkum í athugasemdum. Þess vegna ætti eina reglan um grín að vera að það sé fyndið. Og viðurlögin við broti á þessari allsherjarreglu yrðu þá verðskulduð og auðmýkjandi þögn.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun