Sólarmegin í lífinu Viktoría Hermannsdóttir skrifar 15. apríl 2015 07:00 Það hefur ekki farið fram hjá neinum undanfarið hvað það er ömurlegt veður á þessu landi sem við búum á og kennum okkur við. Um fátt annað er talað þar sem fólk kemur saman, hvort sem það er í net- eða raunheimum. Enda er full ástæða til þess að ræða þetta. Hér er búið að vera ömurlegt veður síðan ég veit ekki hvenær og það sér engan endi á því. Svo ömurlegt að ég sé mig knúna til þess að skrifa heilan pistil um þennan ömurleika sem hvorki ég né nokkur annar getur gert nokkuð í. Það er, annað en að röfla yfir því. Ég myndi kannski ekki gerast svo djörf að segja að ég sé yfirmáta bjartsýn að eðlisfari en ég reyni þó yfirleitt að vera sólarmegin í lífinu. Þess vegna hef ég hingað til lítið nennt að kippa mér upp við þetta ástand. Satt að segja fannst mér fyrstu stormarnir í vetur bara frekar huggulegir en þegar sá milljónasti (eða eitthvað) gekk yfir og á sama tíma voru sagðar fréttir af því að líklega yrði nú sumarið ekki sólríkt þá hætti sólin að skína í hjarta mér. Það er nú samt þannig að maður getur nákvæmlega ekkert gert í þessu ástandi nema bara farið eitthvað annað eða látið sig dreyma um betri tíð með blóm í haga. Sólríka sumardaga þar sem sólin hættir ekki að skína nema í örfáar klukkustundir yfir hánóttina. Dásamlega sólríka sumarmorgna þar sem sólin vekur mann með kossi og maður hoppar út í sólskinið með bros á vör og brosir út daginn. Það er hreint ótrúlegt að það sé enginn annar en ferðaskrifstofurnar búinn að sjá sóknarfæri í þessu vonda veðri. Af hverju er enginn búinn að opna sýndarveruleikasal með tilbúnu sólskini þar sem sólarþyrstir þunglyndir Íslendingar geta svalað sólarþorstanum í sýndarveruleika? Þarna eruð þið með ókeypis viðskiptahugmynd frá mér – eina skilyrðið er að mér sé boðið í prufutíma en ég tek engar prósentur af hugmyndinni sem á vafalaust eftir að bjarga sálarlífi þúsunda Íslendinga á vonarvöl. Þangað til þetta verður að veruleika þá held ég áfram að röfla um veðrið. Maður hefur þó allavega eitthvað að tala um á meðan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viktoría Hermannsdóttir Mest lesið Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Það hefur ekki farið fram hjá neinum undanfarið hvað það er ömurlegt veður á þessu landi sem við búum á og kennum okkur við. Um fátt annað er talað þar sem fólk kemur saman, hvort sem það er í net- eða raunheimum. Enda er full ástæða til þess að ræða þetta. Hér er búið að vera ömurlegt veður síðan ég veit ekki hvenær og það sér engan endi á því. Svo ömurlegt að ég sé mig knúna til þess að skrifa heilan pistil um þennan ömurleika sem hvorki ég né nokkur annar getur gert nokkuð í. Það er, annað en að röfla yfir því. Ég myndi kannski ekki gerast svo djörf að segja að ég sé yfirmáta bjartsýn að eðlisfari en ég reyni þó yfirleitt að vera sólarmegin í lífinu. Þess vegna hef ég hingað til lítið nennt að kippa mér upp við þetta ástand. Satt að segja fannst mér fyrstu stormarnir í vetur bara frekar huggulegir en þegar sá milljónasti (eða eitthvað) gekk yfir og á sama tíma voru sagðar fréttir af því að líklega yrði nú sumarið ekki sólríkt þá hætti sólin að skína í hjarta mér. Það er nú samt þannig að maður getur nákvæmlega ekkert gert í þessu ástandi nema bara farið eitthvað annað eða látið sig dreyma um betri tíð með blóm í haga. Sólríka sumardaga þar sem sólin hættir ekki að skína nema í örfáar klukkustundir yfir hánóttina. Dásamlega sólríka sumarmorgna þar sem sólin vekur mann með kossi og maður hoppar út í sólskinið með bros á vör og brosir út daginn. Það er hreint ótrúlegt að það sé enginn annar en ferðaskrifstofurnar búinn að sjá sóknarfæri í þessu vonda veðri. Af hverju er enginn búinn að opna sýndarveruleikasal með tilbúnu sólskini þar sem sólarþyrstir þunglyndir Íslendingar geta svalað sólarþorstanum í sýndarveruleika? Þarna eruð þið með ókeypis viðskiptahugmynd frá mér – eina skilyrðið er að mér sé boðið í prufutíma en ég tek engar prósentur af hugmyndinni sem á vafalaust eftir að bjarga sálarlífi þúsunda Íslendinga á vonarvöl. Þangað til þetta verður að veruleika þá held ég áfram að röfla um veðrið. Maður hefur þó allavega eitthvað að tala um á meðan.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun