Tók kvíðann í störukeppni og sigraði hann Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 14. apríl 2015 00:01 Saga Matthildur stóð sig frábærlega á laugardaginn og hún var efst í símakosningu. Vísir/Pjetur Það var ekki leiðinlegt fyrir Sögu Matthildi Árnadóttur að mæta í skólann á mánudagsmorguninn eftir frábæran árangur í söngkeppni framhaldsskólanna á laugardaginn. Hún sigraði í símakosningunni en dómararnir skipuðu hana í þriðja sæti . „Ég fékk mjög mörg faðmlög og forseti nemendafélagsins bað mig um að syngja lagið í hádeginu sem ég gerði auðvitað,“ segir Saga. Hún segir að það hafi komið sér á óvart hversu langt hún komst og hún hafi verið mjög ánægð með sigurlagið hjá Karólínu í MR. „Hún er svo ótrúlega flott, valdi lagið vel og fílaði sig greinilega mjög vel á sviðinu,“ segir Saga. Fyrir atriðið á laugardaginn greindi Saga frá því að hún hafi lengi glímt við félagskvíða og þetta hafi verið eitthvað sem hún hafi þurft að gera fyrir sjálfa sig til þess að líða betur. „Ég ákvað að horfast í augu við kvíðann og þetta hefur hjálpað mér mjög mikið. Ég er mjög glöð að hafa gert þetta,“ segir hún. „Ég sagði engum að ég hefði skráð mig í keppnina nema mömmu minni og vinkonu minni sem er í öðrum skóla. Hinar vinkonur mínar komust ekki að þessu fyrr en bara sama dag og forkeppnin í FG fór fram.“ Saga Matthildur spilaði á gítar á meðan hún söng lagið Lay Me Down með Sam Smith á laugardaginn. Hún hefur æft á gítar í þrjú ár og er dugleg að æfa sig heima og prófa sig áfram. Undirbúningurinn fyrir keppnina var strangur en um tveimur vikum fyrir keppnina var vinnuhelgi þar sem allir þátttakendur hittust og voru þjálfaðir í framkomu og fleira. „Það kom mér á óvart hvað það voru ótrúlega margir hæfileikaríkir og skemmtilegir krakkar þarna. Við fórum í viðtöl og myndatökur sem var mjög gaman,“ segir Saga. Söngkeppni framhaldsskólanna Tónlist Tengdar fréttir MR vann söngkeppni framhaldsskólanna Karólína Jóhannsdóttir flutti lagið Go Slow með hljómsveitinni HAIM. 11. apríl 2015 22:37 „Hélt að Saga myndi hafa þetta" Menntaskólamærin Karólína Jóhannsdóttir kom, sá og sigraði Söngkeppni framhaldskólanna á laugardag, hún var þó ekki allveg viss um að þetta myndi takast á lokasprettinum. 13. apríl 2015 12:00 Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Það var ekki leiðinlegt fyrir Sögu Matthildi Árnadóttur að mæta í skólann á mánudagsmorguninn eftir frábæran árangur í söngkeppni framhaldsskólanna á laugardaginn. Hún sigraði í símakosningunni en dómararnir skipuðu hana í þriðja sæti . „Ég fékk mjög mörg faðmlög og forseti nemendafélagsins bað mig um að syngja lagið í hádeginu sem ég gerði auðvitað,“ segir Saga. Hún segir að það hafi komið sér á óvart hversu langt hún komst og hún hafi verið mjög ánægð með sigurlagið hjá Karólínu í MR. „Hún er svo ótrúlega flott, valdi lagið vel og fílaði sig greinilega mjög vel á sviðinu,“ segir Saga. Fyrir atriðið á laugardaginn greindi Saga frá því að hún hafi lengi glímt við félagskvíða og þetta hafi verið eitthvað sem hún hafi þurft að gera fyrir sjálfa sig til þess að líða betur. „Ég ákvað að horfast í augu við kvíðann og þetta hefur hjálpað mér mjög mikið. Ég er mjög glöð að hafa gert þetta,“ segir hún. „Ég sagði engum að ég hefði skráð mig í keppnina nema mömmu minni og vinkonu minni sem er í öðrum skóla. Hinar vinkonur mínar komust ekki að þessu fyrr en bara sama dag og forkeppnin í FG fór fram.“ Saga Matthildur spilaði á gítar á meðan hún söng lagið Lay Me Down með Sam Smith á laugardaginn. Hún hefur æft á gítar í þrjú ár og er dugleg að æfa sig heima og prófa sig áfram. Undirbúningurinn fyrir keppnina var strangur en um tveimur vikum fyrir keppnina var vinnuhelgi þar sem allir þátttakendur hittust og voru þjálfaðir í framkomu og fleira. „Það kom mér á óvart hvað það voru ótrúlega margir hæfileikaríkir og skemmtilegir krakkar þarna. Við fórum í viðtöl og myndatökur sem var mjög gaman,“ segir Saga.
Söngkeppni framhaldsskólanna Tónlist Tengdar fréttir MR vann söngkeppni framhaldsskólanna Karólína Jóhannsdóttir flutti lagið Go Slow með hljómsveitinni HAIM. 11. apríl 2015 22:37 „Hélt að Saga myndi hafa þetta" Menntaskólamærin Karólína Jóhannsdóttir kom, sá og sigraði Söngkeppni framhaldskólanna á laugardag, hún var þó ekki allveg viss um að þetta myndi takast á lokasprettinum. 13. apríl 2015 12:00 Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
MR vann söngkeppni framhaldsskólanna Karólína Jóhannsdóttir flutti lagið Go Slow með hljómsveitinni HAIM. 11. apríl 2015 22:37
„Hélt að Saga myndi hafa þetta" Menntaskólamærin Karólína Jóhannsdóttir kom, sá og sigraði Söngkeppni framhaldskólanna á laugardag, hún var þó ekki allveg viss um að þetta myndi takast á lokasprettinum. 13. apríl 2015 12:00
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög