Næstu dagar fara í að komast niður á jörðina Kjartan Atli Kjartansson skrifar 14. apríl 2015 09:15 Alda Dís Arnardóttir starfar á leikskóla og mætti í vinnuna í gær, alveg í skýjunum eftir sigurinn í Ísland Got Talent. Vísir/Ernir „Tilfinningin þegar nafnið mitt var lesið upp var ólýsanleg,“ segir Alda Dís Arnardóttir, sem sigraði í Ísland Got Talent á sunnudagskvöld. „Þetta er besta tilfinning sem ég hef upplifað,“ bætir söngkonan unga við. Í úrslitaþættinum söng Alda Dís lagið Chandelier, sem ástralska söngkonan Sia Furler gerði frægt í fyrra. Alda Dís fór sem stormsveipur í gegnum Ísland Got Talent þættina, hún komst beint inn í undanúrslit úr áheyrnarprufum, eftir að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir dómari þrýsti á gullhnappinn. Alda Dís var jafnframt fyrst til að tryggja sig inn í úrslitaþáttinn, eftir að hún komst áfram eftir fyrsta undanúrslitakvöldið af þremur. Hér að neðan má sjá þegar tilkynnt var um sigurvegara Ísland got Talent árið 2015: Alda segir að hún hafi ákveðið að hella sér út í sönginn fyrir ári. „Ég hef alltaf verið syngjandi, frá því að ég var lítil. En í fyrra áttaði ég mig á því að ég vildi leggja sönginn fyrir mig. Sigur í svona flottri keppni gefur manni trú á að maður hafi valið rétt. Þetta er staðfesting á ákvörðuninni, sem er afar ánægjulegt.“ Alda er frá Hellisandi í Snæfellsbæ. Hér að neðan má síðan sjá þegar Alda tók lagið eftir að ljóst var að hún hafði unnið keppnina: Hún segir stuðninginn frá heimaslóðunum hafa verið magnaðan. „Ég er svo ótrúlega þakklát fólkinu heima. Stuðningurinn skipti mig svo miklu máli. Ég frétti meira að segja að það hefði verið flaggað við gamla skólann minn í tilefni sigursins,“ segir hún og hlær. Rafmagnið fór af hluta Snæfellsbæjar á sunnudagskvöld. Þegar Alda er spurð hvort hún telji rafmagnsleysið tengjast því að mikill fjöldi íbúa bæjarins hafi verið að fylgjast með henni hlær hún. „Eigum við ekki að vona það?“ bætir söngkonan við. Alda segist ætla að nota næstu vikuna í að meðtaka sigurinn en er meðvituð um að hún þurfi að halda áfram að leggja mikið á sig til þess að eiga góðan feril í söngnum. „Ég ætla að nýta verðlaunaféð til þess að hjálpa ferli mínum. Til dæmis stefni ég á að fara eitthvað utan í ágúst, kynna mér aðstæður hjá tónlistarfólki ytra og jafnvel taka upp í hljóðveri. En næstu dagar fara bara í að komast aftur niður á jörðina. Njóta þess að vera til og taka við fleiri verkefnum.“ Ísland Got Talent Tengdar fréttir Páll Óskar frumflutti Ást sem endist í Ísland Got Talent Frumflutning og hljóðversútgáfu lagsins má finna hér á Vísi. 13. apríl 2015 10:45 Kynning á keppendum: Selma í uppáhaldi hjá Öldu Dís Úrslitaþáttur Ísland Got Talent er á sunnudagskvöld á Stöð 2. 9. apríl 2015 16:00 Talent-stjörnurnar árita í Kringlunni Sex frábærir listamenn og hópar munu keppa í úrslitum Ísland got Talent sem fram fara annað kvöld. 11. apríl 2015 15:31 Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Graham Greene er látinn Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Sjá meira
„Tilfinningin þegar nafnið mitt var lesið upp var ólýsanleg,“ segir Alda Dís Arnardóttir, sem sigraði í Ísland Got Talent á sunnudagskvöld. „Þetta er besta tilfinning sem ég hef upplifað,“ bætir söngkonan unga við. Í úrslitaþættinum söng Alda Dís lagið Chandelier, sem ástralska söngkonan Sia Furler gerði frægt í fyrra. Alda Dís fór sem stormsveipur í gegnum Ísland Got Talent þættina, hún komst beint inn í undanúrslit úr áheyrnarprufum, eftir að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir dómari þrýsti á gullhnappinn. Alda Dís var jafnframt fyrst til að tryggja sig inn í úrslitaþáttinn, eftir að hún komst áfram eftir fyrsta undanúrslitakvöldið af þremur. Hér að neðan má sjá þegar tilkynnt var um sigurvegara Ísland got Talent árið 2015: Alda segir að hún hafi ákveðið að hella sér út í sönginn fyrir ári. „Ég hef alltaf verið syngjandi, frá því að ég var lítil. En í fyrra áttaði ég mig á því að ég vildi leggja sönginn fyrir mig. Sigur í svona flottri keppni gefur manni trú á að maður hafi valið rétt. Þetta er staðfesting á ákvörðuninni, sem er afar ánægjulegt.“ Alda er frá Hellisandi í Snæfellsbæ. Hér að neðan má síðan sjá þegar Alda tók lagið eftir að ljóst var að hún hafði unnið keppnina: Hún segir stuðninginn frá heimaslóðunum hafa verið magnaðan. „Ég er svo ótrúlega þakklát fólkinu heima. Stuðningurinn skipti mig svo miklu máli. Ég frétti meira að segja að það hefði verið flaggað við gamla skólann minn í tilefni sigursins,“ segir hún og hlær. Rafmagnið fór af hluta Snæfellsbæjar á sunnudagskvöld. Þegar Alda er spurð hvort hún telji rafmagnsleysið tengjast því að mikill fjöldi íbúa bæjarins hafi verið að fylgjast með henni hlær hún. „Eigum við ekki að vona það?“ bætir söngkonan við. Alda segist ætla að nota næstu vikuna í að meðtaka sigurinn en er meðvituð um að hún þurfi að halda áfram að leggja mikið á sig til þess að eiga góðan feril í söngnum. „Ég ætla að nýta verðlaunaféð til þess að hjálpa ferli mínum. Til dæmis stefni ég á að fara eitthvað utan í ágúst, kynna mér aðstæður hjá tónlistarfólki ytra og jafnvel taka upp í hljóðveri. En næstu dagar fara bara í að komast aftur niður á jörðina. Njóta þess að vera til og taka við fleiri verkefnum.“
Ísland Got Talent Tengdar fréttir Páll Óskar frumflutti Ást sem endist í Ísland Got Talent Frumflutning og hljóðversútgáfu lagsins má finna hér á Vísi. 13. apríl 2015 10:45 Kynning á keppendum: Selma í uppáhaldi hjá Öldu Dís Úrslitaþáttur Ísland Got Talent er á sunnudagskvöld á Stöð 2. 9. apríl 2015 16:00 Talent-stjörnurnar árita í Kringlunni Sex frábærir listamenn og hópar munu keppa í úrslitum Ísland got Talent sem fram fara annað kvöld. 11. apríl 2015 15:31 Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Graham Greene er látinn Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Sjá meira
Páll Óskar frumflutti Ást sem endist í Ísland Got Talent Frumflutning og hljóðversútgáfu lagsins má finna hér á Vísi. 13. apríl 2015 10:45
Kynning á keppendum: Selma í uppáhaldi hjá Öldu Dís Úrslitaþáttur Ísland Got Talent er á sunnudagskvöld á Stöð 2. 9. apríl 2015 16:00
Talent-stjörnurnar árita í Kringlunni Sex frábærir listamenn og hópar munu keppa í úrslitum Ísland got Talent sem fram fara annað kvöld. 11. apríl 2015 15:31