Í fyrsta sæti keppninnar og þarf stuðning þjóðarinnar til að halda sér þar Guðrún Ansnes skrifar 14. apríl 2015 10:00 Stefán Atli er sigurstranglegur en þarf að hafa sig allan við til að halda sér í fyrsta sæti. Vísir/Daníel Örn „Ég er í fyrsta sæti núna, og það munar fimmtíu atkvæðum á mér og þeim sem er í öðru sæti,“ segir Stefán Atli Rúnarsson sem keppir í alþjóðlegri plötusnúðakeppni. Keppnin sú arna heitir Wavo og fer alfarið fram á netinu. Um tvö hundruð keppendur skráðu sig til leiks. Mun dómnefnd ráða hver hreppir hnossið en að vinna kosninguna er gríðarleg lyftistöng að sögn Stefáns og eykur til muna líkurnar á að verða valinn. Stefán er eðlilega í skýjunum með stöðuna að svo stöddu en þarf að hafa sig allan við til að halda fyrsta sætinu. „Ég er verulega spenntur fyrir þessu, enda gæti ég komist út að spila á stórri tónlistarhátíð í Kanada,“ segir hann og á þá við Electric Elements sem haldin er 2.-4. maí á Wasaga-ströndinni í Ontario í Kanada. Hátíðin er ein sú stærsta sinnar tegundar í Kananda. „Þetta er náttúrulega draumur minn og hefur verið lengi. Ég hef ferðast um allt land og plötusnúðast og væri ofboðslega til í að fá tækifæri til að spila úti í heimi,“ segir Stefán einlægur. Hefur Stefán hefur sinnt plötusnúðaáhugamáli sínu á kvöldin og um helgar, en hann vinnur á leikskóla. „Ég væri alveg til í að vinna alfarið við þetta, svo þessi keppni er mikilvægt tækifæri fyrir mig,“ segir hann og vonast til að sem flestir styðji við bakið á honum en kosningu lýkur 30. apríl næstkomandi. Hægt er að kjósa Stefán Atla með því að smella hér. Tónlist Mest lesið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Ég er í fyrsta sæti núna, og það munar fimmtíu atkvæðum á mér og þeim sem er í öðru sæti,“ segir Stefán Atli Rúnarsson sem keppir í alþjóðlegri plötusnúðakeppni. Keppnin sú arna heitir Wavo og fer alfarið fram á netinu. Um tvö hundruð keppendur skráðu sig til leiks. Mun dómnefnd ráða hver hreppir hnossið en að vinna kosninguna er gríðarleg lyftistöng að sögn Stefáns og eykur til muna líkurnar á að verða valinn. Stefán er eðlilega í skýjunum með stöðuna að svo stöddu en þarf að hafa sig allan við til að halda fyrsta sætinu. „Ég er verulega spenntur fyrir þessu, enda gæti ég komist út að spila á stórri tónlistarhátíð í Kanada,“ segir hann og á þá við Electric Elements sem haldin er 2.-4. maí á Wasaga-ströndinni í Ontario í Kanada. Hátíðin er ein sú stærsta sinnar tegundar í Kananda. „Þetta er náttúrulega draumur minn og hefur verið lengi. Ég hef ferðast um allt land og plötusnúðast og væri ofboðslega til í að fá tækifæri til að spila úti í heimi,“ segir Stefán einlægur. Hefur Stefán hefur sinnt plötusnúðaáhugamáli sínu á kvöldin og um helgar, en hann vinnur á leikskóla. „Ég væri alveg til í að vinna alfarið við þetta, svo þessi keppni er mikilvægt tækifæri fyrir mig,“ segir hann og vonast til að sem flestir styðji við bakið á honum en kosningu lýkur 30. apríl næstkomandi. Hægt er að kjósa Stefán Atla með því að smella hér.
Tónlist Mest lesið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira