Óskarsverðlaunin komu talsvert á óvart Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 11. apríl 2015 14:00 Laura Poitras er stödd hér á landi í tengslum við sýningu á myndinni Citizenfour. Mynd/IngiR.Ingason „Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem hingað en mig hefur lengi langað til þess að koma. Það er frábært að sýna myndina hér og ég veit að það er mikill stuðningur við Ed hér á Íslandi, svo það er frábært,“ segir Laura Poitras, leikstjóri heimildarmyndarinnar Citizenfour sem fjallar um Edward Snowden og opinberun gagna Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna (NSA) árið 2013. Hún er stödd hér vegna frumsýningar myndarinnar hér á landi á kvikmyndahátíðinni Shorts & Docs. Citizenfour hlaut Óskarsverðlaun sem besta heimildarmyndin í febrúar og segir Poitras verðlaunin hafa komið sér talsvert á óvart. „Það kom mjög á óvart, þegar við vorum í Hong Kong voru það ekki verðlaunin sem við höfðum áhyggjur af, það voru meira aðkallandi hlutir,“ segir hún alvarleg en stærstur hluti myndarinnar gerist í borginni og fylgir hún Snowden eftir frá því fyrstu gögnin voru birt. Snowden er sem stendur með pólitískt hæli í Rússlandi og segir Poitras þau halda sambandi. Poitras hefur alltaf verið meðvituð um það að nota samskiptatækni og internetið á ábyrgan hátt, en hún hafi aukið við meðvitund sína og varúðarráðstafanir eftir að hafa komist í samband við Snowden. Einnig var hún verið sett á sérstakan eftirlitslista í kjölfar útgáfu myndarinnar sem hafi meðal annars gert ferðalög erfið. Þrátt fyrir það sem flestir gætu haldið var það að gerast kvikmyndagerðarkona og leikstjóri sem tekur gríðarlegar áhættur við það að færa almenum borgurum sannleikann ekki það sem Pointras stefndi alltaf að því hún starfaði á öðrum vettvangi í talsverðan tíma áður en hún lagði kvikmyndagerð fyrir sig.Kristinn Hrafnsson og Laura Poitras munu sitja fyrir svörum eftir sýningu myndarinnar í kvöld.Mynd/IngiR.Ingason„Ég var kokkur í tíu ár og tók námskeið í kvikmyndagerð meðfram og varð virkilega heilluð af því,“ segir hún. „Þegar ég byrjaði að gera myndir gerði ég mjög abstrakt myndir. Ég er feimin og ég sá aldrei fyrir mér að ég myndi fara inn í líf fólks og segja frá því á þennan máta,“ segir hún afslöppuð en næsta verkefni hennar verður sýning í Whitney Museum of American Art og segir hún efnistök sýningarinnar tengd þeim sem fjallað er um í Citizenfour, þó uppsetningin sé á annan máta. Citizenfour er sýnd á kvikmyndahátíðinni Shorts & Docs klukkan átta í kvöld í Bíó Paradís. Eftir sýningu myndarinnar munu Poitras og Kristinn Hrafnsson svara spurningum áhorfenda auk þess sem Pointas mun vera með ókeypis masterclass á vegum kvimyndarhátíðarinnar sem einnig fer fram í Bíó Paradís og hefst klukkan þrjú í dag. Óskarinn Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira
„Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem hingað en mig hefur lengi langað til þess að koma. Það er frábært að sýna myndina hér og ég veit að það er mikill stuðningur við Ed hér á Íslandi, svo það er frábært,“ segir Laura Poitras, leikstjóri heimildarmyndarinnar Citizenfour sem fjallar um Edward Snowden og opinberun gagna Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna (NSA) árið 2013. Hún er stödd hér vegna frumsýningar myndarinnar hér á landi á kvikmyndahátíðinni Shorts & Docs. Citizenfour hlaut Óskarsverðlaun sem besta heimildarmyndin í febrúar og segir Poitras verðlaunin hafa komið sér talsvert á óvart. „Það kom mjög á óvart, þegar við vorum í Hong Kong voru það ekki verðlaunin sem við höfðum áhyggjur af, það voru meira aðkallandi hlutir,“ segir hún alvarleg en stærstur hluti myndarinnar gerist í borginni og fylgir hún Snowden eftir frá því fyrstu gögnin voru birt. Snowden er sem stendur með pólitískt hæli í Rússlandi og segir Poitras þau halda sambandi. Poitras hefur alltaf verið meðvituð um það að nota samskiptatækni og internetið á ábyrgan hátt, en hún hafi aukið við meðvitund sína og varúðarráðstafanir eftir að hafa komist í samband við Snowden. Einnig var hún verið sett á sérstakan eftirlitslista í kjölfar útgáfu myndarinnar sem hafi meðal annars gert ferðalög erfið. Þrátt fyrir það sem flestir gætu haldið var það að gerast kvikmyndagerðarkona og leikstjóri sem tekur gríðarlegar áhættur við það að færa almenum borgurum sannleikann ekki það sem Pointras stefndi alltaf að því hún starfaði á öðrum vettvangi í talsverðan tíma áður en hún lagði kvikmyndagerð fyrir sig.Kristinn Hrafnsson og Laura Poitras munu sitja fyrir svörum eftir sýningu myndarinnar í kvöld.Mynd/IngiR.Ingason„Ég var kokkur í tíu ár og tók námskeið í kvikmyndagerð meðfram og varð virkilega heilluð af því,“ segir hún. „Þegar ég byrjaði að gera myndir gerði ég mjög abstrakt myndir. Ég er feimin og ég sá aldrei fyrir mér að ég myndi fara inn í líf fólks og segja frá því á þennan máta,“ segir hún afslöppuð en næsta verkefni hennar verður sýning í Whitney Museum of American Art og segir hún efnistök sýningarinnar tengd þeim sem fjallað er um í Citizenfour, þó uppsetningin sé á annan máta. Citizenfour er sýnd á kvikmyndahátíðinni Shorts & Docs klukkan átta í kvöld í Bíó Paradís. Eftir sýningu myndarinnar munu Poitras og Kristinn Hrafnsson svara spurningum áhorfenda auk þess sem Pointas mun vera með ókeypis masterclass á vegum kvimyndarhátíðarinnar sem einnig fer fram í Bíó Paradís og hefst klukkan þrjú í dag.
Óskarinn Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira