Tekur vinnustaðurinn þinn þátt? Nanna Árnadóttir og íþróttafræðingur skrifa 11. apríl 2015 10:00 visir/getty Við getum öll verið sammála um það að skynsamleg hreyfing gerir okkur gott, ekki satt? Flestir vita þetta og flestir vita einnig að ef við hreyfum okkur ekki nóg mun heilsunni að öllum líkindum hraka. Þolið minnkar og vöðvamassinn rýrnar sem gerir það að verkum að allar daglegar athafnir verða enn erfiðari, sem gerir það enn erfiðara fyrir okkur að koma okkur af stað í skipulagða hreyfingu. Ef mataræðið er einnig lélegt er hætta á því að lífsstíllinn fari að draga dilk á eftir sér með svokölluðum lífsstílstengdum sjúkdómum, sem geta skert lífsgæði manns til muna eða dregið mann til dauða. Þegar við vorum lítil var hreyfing partur af daglegu lífi. Við vorum skikkuð til að hreyfa okkur í skólanum og einhver af okkur voru í íþróttum. Því miður er það oft svo að þegar komið er að ákveðnu stigi í íþróttunum þá neyðist maður til þess að hætta ef maður er ekki að stefna á afreksbrautina þar sem lítið pláss er fyrir þá sem vilja bara æfa þrisvar sinnum í viku án þess að keppa. Þessir einstaklingar vita þá oft ekki hvert þeir eiga að leita og oftar en ekki gerist það að þeir hætta að hreyfa sig vegna þess að hreyfingin er ekki partur af skipulögðu íþróttastarfi lengur. Á þessum tímapunkti í lífinu fer líka oft að verða meira að gera, skólinn, fjölskyldan, vinnan eða allt þetta tekur að mestu allan frítíma manns og því vill hreyfingin oft verða útundan. Þá eru góð ráð dýr. Eða hvað? Sumir vinnustaðir, þó alls ekki nógu margir, hafa tekið upp á því að leyfa starfsmönnum sínum að stunda líkamsrækt á vinnutíma ásamt því að niðurgreiða, eða jafnvel gefa starfsmönnum sínum kort í líkamsræktarstöð. Þetta er eitthvað sem mér finnst að allir góðir stjórnendur hljóti að sjá sem gott tækifæri til þess að auka afköst starfsmanna. Heilbrigður starfsmaður hlýtur að skila af sér meiri vinnu og færri veikindadögum. Svo er það einnig staðreynd að hreyfing lætur okkur líða vel, einkum vegna þess að þegar við hreyfum okkur framleiðir líkaminn hormónið endorfín sem skapar vellíðunartilfinningu. Allar líkur eru því á því að starfsmaðurinn sem hreyfir sig sé léttari í lund og almennt ánægðari en sá sem gerir það ekki. Hér með skora ég á alla vinnuveitendur að skoða starfsmannastefnu sína, athuga hvort ekki sé rúm fyrir örlitla breytingu og koma skipulagðri hreyfingu fyrir á vinnustað. Það mun skila sér margfalt til baka, ekki bara fyrir fyrirtækið heldur einnig fyrir einstaklingana og þjóðina í heild. Heilsa Tengdar fréttir Er hægt að æfa of mikið? Svo virðist sem margir fylgi þeirri reglu að því meira sem maður æfir, því betra og því meiri árangur. Margir sem byrja á æfingaprógrami falla í þá gryfju að æfa alltof mikið í þeirri von um að árangurinn komi fyrr. 28. febrúar 2015 14:00 Kveddu harðsperrur fyrir fullt og allt Margir velta því fyrir sér hvort að það sé merki um góð átök í líkamsræktinni að fá harðsperrur. En hvað eru harðsperrur og er hægt að koma í veg fyrir þær fyrir fullt og allt? 14. febrúar 2015 09:00 Þú þarft að hlaupa í átt að markmiðunum þínum Hvort sem þú ætlar að taka þátt í hlaupakeppni einhvers konar í sumar eða hlaupa þér til skemmtunar þá er núna rétti tíminn til að undirbúa jarðveginn fyrir frábært hlaupasumar með því að setja sér raunhæf og skýr markmið. 21. mars 2015 12:00 Eiga konur að lyfta lóðum? Kvenþjóðin þarf ekki að hafa áhyggjur af of stórum vöðvum og karlmannlegu útliti við lóðalyftingar. 7. nóvember 2014 11:00 Undirbúningur fyrir átökin Þeir sem stunda hlaupaíþróttina ættu með öllu móti að reyna að stunda styrktaræfingar með hlaupunum til þess að halda líkamanum í góðu jafnvægi. 6. febrúar 2015 11:00 Hreyfing eftir barnsburð Það borgar sig að fara varlega af stað í líkamsrækt eftir barnsburð og nauðsynlegt að vita hvað ber að varast þegar byrjað er á ný? Margir brenna sig á því að fara of snemma af stað og af of mikilli ákefð. 13. mars 2015 11:00 Mikilvægi vatnsdrykkju Það átta sig ekki allir á mikilvægi nægrar vatnsdrykkju og hvað stuðlar að vökvatapi líkamans. 15. nóvember 2014 14:00 Mikilvægi jákvæðrar líkamsímyndar Heilsa snýst um meira en einungis útlit og þarf hugarfar að fylgja með heilbrigðum líkama. 1. febrúar 2015 10:00 Hvað er beinhimnubólga? Beinhimnubólga hrjáir marga þá sem stunda líkamsrækt af einhverju tagi. En af hverju fáum við hana og hvað er hægt að gera? 30. nóvember 2014 10:00 Hreyfing á meðgöngu Sú mýta hefur verið öðrum yfirsterkari að óléttar konur eigi alls ekki að hreyfa sig en nú er öldin önnur. 14. desember 2014 10:00 „Þú verður að passa þig að verða ekki of mössuð“ Nanna veltir fyrir sér líkamsímynd og vöðvamassa 28. mars 2015 14:00 Gerðu líkamsræktina enn skemmtilegri Í dagsins amstri getur verið hægara sagt en gert að koma sér út úr húsi til þess að fara að hreyfa sig. Hér á eftir fylgja einföld ráð til hvetja þig áfram í líkamsræktinni og gera hana enn skemmtilegri en áður. 22. nóvember 2014 13:00 Gerðu æfingar heima hjá þér Lotuæfingar er hægt að gera nánast hvar og hvenær sem er, hvort sem þú ert heima eða á ferðalagi. 7. desember 2014 10:00 Breytt hugarfar og nýr lífsstíll Áramótaheitin eiga mörg það sammerkt að snúa að andlegri eða líkamlegri heilsu. Áður en farið er af stað af fullum krafti er gott að gera sér grein fyrir hvað er á bak við sett markmið. 10. janúar 2015 10:00 Engin ástæða til þess að leggjast í kör yfir jólin Engin ástæða er til að leggjast í kör yfir hátíðarnar og raða í sig smákökum og sælgæti. Hreyfing er alltaf mikilvæg og nú er rétta stundin til að hvetja fjölskylduna til að fara saman í göngutúr. 20. desember 2014 12:00 Er dans íþrótt eða listgrein? Dans gerir miklar kröfur um styrk, liðleika og úthald 21. febrúar 2015 10:00 Er reglubundin hreyfingáhættusöm? Margir setja óttann við álagsmeiðsli fyrir sig þegar kemur að reglulegri hreyfingu. Gott er að hafa nokkrar reglur í huga til þess að fyrirbyggja meiðsli og taka rétt á þeim ef þau láta á sér kræla. 17. janúar 2015 14:00 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Við getum öll verið sammála um það að skynsamleg hreyfing gerir okkur gott, ekki satt? Flestir vita þetta og flestir vita einnig að ef við hreyfum okkur ekki nóg mun heilsunni að öllum líkindum hraka. Þolið minnkar og vöðvamassinn rýrnar sem gerir það að verkum að allar daglegar athafnir verða enn erfiðari, sem gerir það enn erfiðara fyrir okkur að koma okkur af stað í skipulagða hreyfingu. Ef mataræðið er einnig lélegt er hætta á því að lífsstíllinn fari að draga dilk á eftir sér með svokölluðum lífsstílstengdum sjúkdómum, sem geta skert lífsgæði manns til muna eða dregið mann til dauða. Þegar við vorum lítil var hreyfing partur af daglegu lífi. Við vorum skikkuð til að hreyfa okkur í skólanum og einhver af okkur voru í íþróttum. Því miður er það oft svo að þegar komið er að ákveðnu stigi í íþróttunum þá neyðist maður til þess að hætta ef maður er ekki að stefna á afreksbrautina þar sem lítið pláss er fyrir þá sem vilja bara æfa þrisvar sinnum í viku án þess að keppa. Þessir einstaklingar vita þá oft ekki hvert þeir eiga að leita og oftar en ekki gerist það að þeir hætta að hreyfa sig vegna þess að hreyfingin er ekki partur af skipulögðu íþróttastarfi lengur. Á þessum tímapunkti í lífinu fer líka oft að verða meira að gera, skólinn, fjölskyldan, vinnan eða allt þetta tekur að mestu allan frítíma manns og því vill hreyfingin oft verða útundan. Þá eru góð ráð dýr. Eða hvað? Sumir vinnustaðir, þó alls ekki nógu margir, hafa tekið upp á því að leyfa starfsmönnum sínum að stunda líkamsrækt á vinnutíma ásamt því að niðurgreiða, eða jafnvel gefa starfsmönnum sínum kort í líkamsræktarstöð. Þetta er eitthvað sem mér finnst að allir góðir stjórnendur hljóti að sjá sem gott tækifæri til þess að auka afköst starfsmanna. Heilbrigður starfsmaður hlýtur að skila af sér meiri vinnu og færri veikindadögum. Svo er það einnig staðreynd að hreyfing lætur okkur líða vel, einkum vegna þess að þegar við hreyfum okkur framleiðir líkaminn hormónið endorfín sem skapar vellíðunartilfinningu. Allar líkur eru því á því að starfsmaðurinn sem hreyfir sig sé léttari í lund og almennt ánægðari en sá sem gerir það ekki. Hér með skora ég á alla vinnuveitendur að skoða starfsmannastefnu sína, athuga hvort ekki sé rúm fyrir örlitla breytingu og koma skipulagðri hreyfingu fyrir á vinnustað. Það mun skila sér margfalt til baka, ekki bara fyrir fyrirtækið heldur einnig fyrir einstaklingana og þjóðina í heild.
Heilsa Tengdar fréttir Er hægt að æfa of mikið? Svo virðist sem margir fylgi þeirri reglu að því meira sem maður æfir, því betra og því meiri árangur. Margir sem byrja á æfingaprógrami falla í þá gryfju að æfa alltof mikið í þeirri von um að árangurinn komi fyrr. 28. febrúar 2015 14:00 Kveddu harðsperrur fyrir fullt og allt Margir velta því fyrir sér hvort að það sé merki um góð átök í líkamsræktinni að fá harðsperrur. En hvað eru harðsperrur og er hægt að koma í veg fyrir þær fyrir fullt og allt? 14. febrúar 2015 09:00 Þú þarft að hlaupa í átt að markmiðunum þínum Hvort sem þú ætlar að taka þátt í hlaupakeppni einhvers konar í sumar eða hlaupa þér til skemmtunar þá er núna rétti tíminn til að undirbúa jarðveginn fyrir frábært hlaupasumar með því að setja sér raunhæf og skýr markmið. 21. mars 2015 12:00 Eiga konur að lyfta lóðum? Kvenþjóðin þarf ekki að hafa áhyggjur af of stórum vöðvum og karlmannlegu útliti við lóðalyftingar. 7. nóvember 2014 11:00 Undirbúningur fyrir átökin Þeir sem stunda hlaupaíþróttina ættu með öllu móti að reyna að stunda styrktaræfingar með hlaupunum til þess að halda líkamanum í góðu jafnvægi. 6. febrúar 2015 11:00 Hreyfing eftir barnsburð Það borgar sig að fara varlega af stað í líkamsrækt eftir barnsburð og nauðsynlegt að vita hvað ber að varast þegar byrjað er á ný? Margir brenna sig á því að fara of snemma af stað og af of mikilli ákefð. 13. mars 2015 11:00 Mikilvægi vatnsdrykkju Það átta sig ekki allir á mikilvægi nægrar vatnsdrykkju og hvað stuðlar að vökvatapi líkamans. 15. nóvember 2014 14:00 Mikilvægi jákvæðrar líkamsímyndar Heilsa snýst um meira en einungis útlit og þarf hugarfar að fylgja með heilbrigðum líkama. 1. febrúar 2015 10:00 Hvað er beinhimnubólga? Beinhimnubólga hrjáir marga þá sem stunda líkamsrækt af einhverju tagi. En af hverju fáum við hana og hvað er hægt að gera? 30. nóvember 2014 10:00 Hreyfing á meðgöngu Sú mýta hefur verið öðrum yfirsterkari að óléttar konur eigi alls ekki að hreyfa sig en nú er öldin önnur. 14. desember 2014 10:00 „Þú verður að passa þig að verða ekki of mössuð“ Nanna veltir fyrir sér líkamsímynd og vöðvamassa 28. mars 2015 14:00 Gerðu líkamsræktina enn skemmtilegri Í dagsins amstri getur verið hægara sagt en gert að koma sér út úr húsi til þess að fara að hreyfa sig. Hér á eftir fylgja einföld ráð til hvetja þig áfram í líkamsræktinni og gera hana enn skemmtilegri en áður. 22. nóvember 2014 13:00 Gerðu æfingar heima hjá þér Lotuæfingar er hægt að gera nánast hvar og hvenær sem er, hvort sem þú ert heima eða á ferðalagi. 7. desember 2014 10:00 Breytt hugarfar og nýr lífsstíll Áramótaheitin eiga mörg það sammerkt að snúa að andlegri eða líkamlegri heilsu. Áður en farið er af stað af fullum krafti er gott að gera sér grein fyrir hvað er á bak við sett markmið. 10. janúar 2015 10:00 Engin ástæða til þess að leggjast í kör yfir jólin Engin ástæða er til að leggjast í kör yfir hátíðarnar og raða í sig smákökum og sælgæti. Hreyfing er alltaf mikilvæg og nú er rétta stundin til að hvetja fjölskylduna til að fara saman í göngutúr. 20. desember 2014 12:00 Er dans íþrótt eða listgrein? Dans gerir miklar kröfur um styrk, liðleika og úthald 21. febrúar 2015 10:00 Er reglubundin hreyfingáhættusöm? Margir setja óttann við álagsmeiðsli fyrir sig þegar kemur að reglulegri hreyfingu. Gott er að hafa nokkrar reglur í huga til þess að fyrirbyggja meiðsli og taka rétt á þeim ef þau láta á sér kræla. 17. janúar 2015 14:00 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Er hægt að æfa of mikið? Svo virðist sem margir fylgi þeirri reglu að því meira sem maður æfir, því betra og því meiri árangur. Margir sem byrja á æfingaprógrami falla í þá gryfju að æfa alltof mikið í þeirri von um að árangurinn komi fyrr. 28. febrúar 2015 14:00
Kveddu harðsperrur fyrir fullt og allt Margir velta því fyrir sér hvort að það sé merki um góð átök í líkamsræktinni að fá harðsperrur. En hvað eru harðsperrur og er hægt að koma í veg fyrir þær fyrir fullt og allt? 14. febrúar 2015 09:00
Þú þarft að hlaupa í átt að markmiðunum þínum Hvort sem þú ætlar að taka þátt í hlaupakeppni einhvers konar í sumar eða hlaupa þér til skemmtunar þá er núna rétti tíminn til að undirbúa jarðveginn fyrir frábært hlaupasumar með því að setja sér raunhæf og skýr markmið. 21. mars 2015 12:00
Eiga konur að lyfta lóðum? Kvenþjóðin þarf ekki að hafa áhyggjur af of stórum vöðvum og karlmannlegu útliti við lóðalyftingar. 7. nóvember 2014 11:00
Undirbúningur fyrir átökin Þeir sem stunda hlaupaíþróttina ættu með öllu móti að reyna að stunda styrktaræfingar með hlaupunum til þess að halda líkamanum í góðu jafnvægi. 6. febrúar 2015 11:00
Hreyfing eftir barnsburð Það borgar sig að fara varlega af stað í líkamsrækt eftir barnsburð og nauðsynlegt að vita hvað ber að varast þegar byrjað er á ný? Margir brenna sig á því að fara of snemma af stað og af of mikilli ákefð. 13. mars 2015 11:00
Mikilvægi vatnsdrykkju Það átta sig ekki allir á mikilvægi nægrar vatnsdrykkju og hvað stuðlar að vökvatapi líkamans. 15. nóvember 2014 14:00
Mikilvægi jákvæðrar líkamsímyndar Heilsa snýst um meira en einungis útlit og þarf hugarfar að fylgja með heilbrigðum líkama. 1. febrúar 2015 10:00
Hvað er beinhimnubólga? Beinhimnubólga hrjáir marga þá sem stunda líkamsrækt af einhverju tagi. En af hverju fáum við hana og hvað er hægt að gera? 30. nóvember 2014 10:00
Hreyfing á meðgöngu Sú mýta hefur verið öðrum yfirsterkari að óléttar konur eigi alls ekki að hreyfa sig en nú er öldin önnur. 14. desember 2014 10:00
„Þú verður að passa þig að verða ekki of mössuð“ Nanna veltir fyrir sér líkamsímynd og vöðvamassa 28. mars 2015 14:00
Gerðu líkamsræktina enn skemmtilegri Í dagsins amstri getur verið hægara sagt en gert að koma sér út úr húsi til þess að fara að hreyfa sig. Hér á eftir fylgja einföld ráð til hvetja þig áfram í líkamsræktinni og gera hana enn skemmtilegri en áður. 22. nóvember 2014 13:00
Gerðu æfingar heima hjá þér Lotuæfingar er hægt að gera nánast hvar og hvenær sem er, hvort sem þú ert heima eða á ferðalagi. 7. desember 2014 10:00
Breytt hugarfar og nýr lífsstíll Áramótaheitin eiga mörg það sammerkt að snúa að andlegri eða líkamlegri heilsu. Áður en farið er af stað af fullum krafti er gott að gera sér grein fyrir hvað er á bak við sett markmið. 10. janúar 2015 10:00
Engin ástæða til þess að leggjast í kör yfir jólin Engin ástæða er til að leggjast í kör yfir hátíðarnar og raða í sig smákökum og sælgæti. Hreyfing er alltaf mikilvæg og nú er rétta stundin til að hvetja fjölskylduna til að fara saman í göngutúr. 20. desember 2014 12:00
Er dans íþrótt eða listgrein? Dans gerir miklar kröfur um styrk, liðleika og úthald 21. febrúar 2015 10:00
Er reglubundin hreyfingáhættusöm? Margir setja óttann við álagsmeiðsli fyrir sig þegar kemur að reglulegri hreyfingu. Gott er að hafa nokkrar reglur í huga til þess að fyrirbyggja meiðsli og taka rétt á þeim ef þau láta á sér kræla. 17. janúar 2015 14:00