Nánast komin með nafn á frumburðinn Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 1. apríl 2015 08:30 Kristbjörg og sonurinn hafa það notalegt saman. Mynd/Kristbjörg Kristbjörg Jónasdóttir fitnesskona og unnusti hennar, Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, eignuðust son þann 26. mars síðastliðinn. Sonurinn lét bíða eftir sér í fimm daga en Kristbjörg segist hafa reynt allt til þess að koma fæðingunni af stað þar sem karlalandsliðið spilaði mikilvægan leik í undankeppni EM 2016 á laugardaginn. Hún stundaði líkamsrækt alla meðgönguna, gekk stiga, gerði hnébeygjur og kenndi meðal annars tíma í líkamsræktarstöð allt að þremur vikum fyrir settan dag, án allra hoppa að sjálfsögðu, en allt kom fyrir ekki. „Ég var búin að reyna allt sem var sagt að myndi virka, allt,“ segir hún hress og bætir við að það sé ljóst að börnin koma bara í heiminn þegar þau eru tilbúin. „Ég er nokkuð viss um að það sé bara tilviljun ef það virkar bara daginn eftir, ég var mjög ákveðin í því að ég ætlaði að ná þessu áður en hann myndi fara en það bara virkaði ekki neitt,“ segir hún og hlær. Þar sem sonurinn lét bíða örlítið eftir sér, líkt og algengt er með fyrstu börn, hélt Aron Einar út til Kasakstans að keppa með landsliðinu og var því ekki viðstaddur fæðinguna. „Það var bara sameiginleg ákvörðun um að hann myndi drífa sig í leikinn, þar sem þetta var náttúrulega mjög mikilvægur leikur líka,“ segir hún pollróleg, en það voru að sjálfsögðu miklir fagnaðarfundir þegar landsliðsfyrirliðinn kom heim síðastliðið sunnudagskvöld. „Það var voða gott og skemmtilegt þetta móment þegar hann hitti hann loksins.“ Þrátt fyrir ungan aldur fylgdist sonurinn að sjálfsögðu með föður sínum keppa og vinna leikinn á laugardaginn. „Hann fylgdist aðeins með, svona á milli þess sem hann svaf. En hann virtist vera spenntur yfir þessu á köflum,“ segir Kristbjörg glöð í bragði. Kristbjörg segir að ekki kæmi á óvart ef sonurinn fetaði í spor foreldranna og stundaði íþróttir af kappi í framtíðinni. „Hann verður örugglega mjög aktífur og á pottþétt eftir að finna sér eitthvað,“ segir hún og bætir við að þau muni leyfa litla manninum að taka ákvörðun um hvaða íþrótt hann vilji stunda þegar hann hefur aldur til, það verður því engin pressa sett á að hann velji á milli fitness eða fótbolta þótt Kristbjörg telji hið síðarnefnda líklegra, enda hefur hann strax eignast sinn fyrsta fótboltagalla þrátt fyrir ungan aldur. Það er þó ekki Þórsgallinn, liðsins sem faðir hans spilaði lengi með á Akureyri. „Ekki enn þá, en ég er alveg viss um að hann fær hann. Hann er kominn með Cardiff-gallann, hann fékk hann í gjöf frá einhverjum af stelpunum hérna úti,“ segir hin nýbakaða móðir hlæjandi en líkt og flesti vita spilar Aron Einar nú með Cardiff City í Wales.Fyrirliðinn er orðinn faðir.Mynd/GettyDrengurinn verður skírður hér heima í sumar þegar Kristbjörg og Aron Einar koma hingað til lands í sumarfrí en nafnið er nánast komið á hreint. „Við erum með tvö nöfn í huga og eiginlega búin að ákveða hvort þeirra verður fyrir valinu,“ segir hún en ekki kom til mikils ágreinings á milli parsins þegar kom að því að velja nafn. „Þessi nöfn komu strax í kollinn á okkur báðum þegar við fórum að tala um það,“ segir Kristbjörg að lokum en nafnið verður leyndarmál þar til litli drengurinn verður skírður. Tengdar fréttir Aron Einar kom sólarhring seinna en hinir landsliðsmennirnir Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, náði ekki fyrstu æfingu íslenska liðsins út í Kasakstan í gær því hann kom ekki fyrr en um sólarhring seinna en restin af liðinu. 25. mars 2015 09:06 Unnusta Arons Einars: Hef reynt allt Kristbjörg Jónasdóttir vonaðist til að drengurinn myndi bíða til mánudags. 26. mars 2015 12:30 Strákarnir sungu fyrir Aron og færðu honum köku „Það var samt jafnframt erfitt að sætta sig við það að missa af þessu því auðvitað vildi ég vera þarna þegar sá litli fæddist,“ sagði Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði. 27. mars 2015 08:44 Nýfæddur sonur Arons Einars horfði á pabba sinn spila | Mynd Aron Einar Gunnarsson missti af fæðingu sonar síns þar sem hann var með íslenska landsliðinu í Kasakstan. 29. mars 2015 13:45 Aron Einar varð faðir í morgun Landsliðsfyrirliðinn missti af fæðingu sonar síns þar sem hann er staddur í Kasakstan. 26. mars 2015 10:00 Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Fleiri fréttir „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Sjá meira
Kristbjörg Jónasdóttir fitnesskona og unnusti hennar, Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, eignuðust son þann 26. mars síðastliðinn. Sonurinn lét bíða eftir sér í fimm daga en Kristbjörg segist hafa reynt allt til þess að koma fæðingunni af stað þar sem karlalandsliðið spilaði mikilvægan leik í undankeppni EM 2016 á laugardaginn. Hún stundaði líkamsrækt alla meðgönguna, gekk stiga, gerði hnébeygjur og kenndi meðal annars tíma í líkamsræktarstöð allt að þremur vikum fyrir settan dag, án allra hoppa að sjálfsögðu, en allt kom fyrir ekki. „Ég var búin að reyna allt sem var sagt að myndi virka, allt,“ segir hún hress og bætir við að það sé ljóst að börnin koma bara í heiminn þegar þau eru tilbúin. „Ég er nokkuð viss um að það sé bara tilviljun ef það virkar bara daginn eftir, ég var mjög ákveðin í því að ég ætlaði að ná þessu áður en hann myndi fara en það bara virkaði ekki neitt,“ segir hún og hlær. Þar sem sonurinn lét bíða örlítið eftir sér, líkt og algengt er með fyrstu börn, hélt Aron Einar út til Kasakstans að keppa með landsliðinu og var því ekki viðstaddur fæðinguna. „Það var bara sameiginleg ákvörðun um að hann myndi drífa sig í leikinn, þar sem þetta var náttúrulega mjög mikilvægur leikur líka,“ segir hún pollróleg, en það voru að sjálfsögðu miklir fagnaðarfundir þegar landsliðsfyrirliðinn kom heim síðastliðið sunnudagskvöld. „Það var voða gott og skemmtilegt þetta móment þegar hann hitti hann loksins.“ Þrátt fyrir ungan aldur fylgdist sonurinn að sjálfsögðu með föður sínum keppa og vinna leikinn á laugardaginn. „Hann fylgdist aðeins með, svona á milli þess sem hann svaf. En hann virtist vera spenntur yfir þessu á köflum,“ segir Kristbjörg glöð í bragði. Kristbjörg segir að ekki kæmi á óvart ef sonurinn fetaði í spor foreldranna og stundaði íþróttir af kappi í framtíðinni. „Hann verður örugglega mjög aktífur og á pottþétt eftir að finna sér eitthvað,“ segir hún og bætir við að þau muni leyfa litla manninum að taka ákvörðun um hvaða íþrótt hann vilji stunda þegar hann hefur aldur til, það verður því engin pressa sett á að hann velji á milli fitness eða fótbolta þótt Kristbjörg telji hið síðarnefnda líklegra, enda hefur hann strax eignast sinn fyrsta fótboltagalla þrátt fyrir ungan aldur. Það er þó ekki Þórsgallinn, liðsins sem faðir hans spilaði lengi með á Akureyri. „Ekki enn þá, en ég er alveg viss um að hann fær hann. Hann er kominn með Cardiff-gallann, hann fékk hann í gjöf frá einhverjum af stelpunum hérna úti,“ segir hin nýbakaða móðir hlæjandi en líkt og flesti vita spilar Aron Einar nú með Cardiff City í Wales.Fyrirliðinn er orðinn faðir.Mynd/GettyDrengurinn verður skírður hér heima í sumar þegar Kristbjörg og Aron Einar koma hingað til lands í sumarfrí en nafnið er nánast komið á hreint. „Við erum með tvö nöfn í huga og eiginlega búin að ákveða hvort þeirra verður fyrir valinu,“ segir hún en ekki kom til mikils ágreinings á milli parsins þegar kom að því að velja nafn. „Þessi nöfn komu strax í kollinn á okkur báðum þegar við fórum að tala um það,“ segir Kristbjörg að lokum en nafnið verður leyndarmál þar til litli drengurinn verður skírður.
Tengdar fréttir Aron Einar kom sólarhring seinna en hinir landsliðsmennirnir Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, náði ekki fyrstu æfingu íslenska liðsins út í Kasakstan í gær því hann kom ekki fyrr en um sólarhring seinna en restin af liðinu. 25. mars 2015 09:06 Unnusta Arons Einars: Hef reynt allt Kristbjörg Jónasdóttir vonaðist til að drengurinn myndi bíða til mánudags. 26. mars 2015 12:30 Strákarnir sungu fyrir Aron og færðu honum köku „Það var samt jafnframt erfitt að sætta sig við það að missa af þessu því auðvitað vildi ég vera þarna þegar sá litli fæddist,“ sagði Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði. 27. mars 2015 08:44 Nýfæddur sonur Arons Einars horfði á pabba sinn spila | Mynd Aron Einar Gunnarsson missti af fæðingu sonar síns þar sem hann var með íslenska landsliðinu í Kasakstan. 29. mars 2015 13:45 Aron Einar varð faðir í morgun Landsliðsfyrirliðinn missti af fæðingu sonar síns þar sem hann er staddur í Kasakstan. 26. mars 2015 10:00 Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Fleiri fréttir „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Sjá meira
Aron Einar kom sólarhring seinna en hinir landsliðsmennirnir Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, náði ekki fyrstu æfingu íslenska liðsins út í Kasakstan í gær því hann kom ekki fyrr en um sólarhring seinna en restin af liðinu. 25. mars 2015 09:06
Unnusta Arons Einars: Hef reynt allt Kristbjörg Jónasdóttir vonaðist til að drengurinn myndi bíða til mánudags. 26. mars 2015 12:30
Strákarnir sungu fyrir Aron og færðu honum köku „Það var samt jafnframt erfitt að sætta sig við það að missa af þessu því auðvitað vildi ég vera þarna þegar sá litli fæddist,“ sagði Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði. 27. mars 2015 08:44
Nýfæddur sonur Arons Einars horfði á pabba sinn spila | Mynd Aron Einar Gunnarsson missti af fæðingu sonar síns þar sem hann var með íslenska landsliðinu í Kasakstan. 29. mars 2015 13:45
Aron Einar varð faðir í morgun Landsliðsfyrirliðinn missti af fæðingu sonar síns þar sem hann er staddur í Kasakstan. 26. mars 2015 10:00