Dansmömmurnar sökuðu Hönnu Rún um að sofa hjá dómurunum Guðrún Ansnes skrifar 31. mars 2015 08:13 Hanna Rún er einn af okkar sigursælustu samkvæmisdönsurum. Hún segir fólk oft ekki kunna að samgleðjast. Vísir/Valli Hanna Rún Bazev Óladóttir er orðin langþreytt á stöðugu baktali og dónaskap. Hún og Nikita Bazev, eiginmaður, barnsfaðir og dansfélagi, fengu heldur óblíðar viðtökur er þau tóku þátt í Ísland Got Talent um liðna helgi. Hún segist strax eftir fyrsta þáttinn hafa fundið fyrir að ekki væri allt með felldu.Fullorðið fólk grimmt Hanna Rún segist ekki óvön þess konar aðförum, en hún hafi verið á milli tannanna á fólki frá barnæsku. „Í fljótu bragði minnist ég þess að dansmömmurnar voru duglegar við að velta fyrir sér hvort ég svæfi hjá dómurunum þegar ég var tólf ára. Þá þótti ég búin að vinna grunsamlega oft á Íslandsmeistaramótum. Einnig fóru af stað sögur þegar ég vann hjá pabba í Gullsmiðju Óla. Þá talaði fólk um að ég væri að hitta gullsmiðinn, til að græða á honum,“ segir hún. Hanna Rún segist hneyksluð á hvernig fólk leyfi sér að dæma hana en verst þyki henni hvernig fjölskylda hennar verður fyrir barðinu á þessari þaulsætnu Gróu á Leiti. „Mamma og pabbi hafa alltaf lent mikið í þessu. Fólki er alveg sama hvernig það særir.“Stöðug neikvæðni Hanna Rún segir endurkomuna á dansgólfið eftir barnsburð eitt það erfiðasta sem hún hafi gert. Ekki hafi svo bætt úr skák þegar umtalið hófst aftur af fullum þunga. „Þá fóru háværar raddir af stað um að ég hlyti að þjást af átröskun og margir sögðu greinilegt að ég væri að æla upp því sem ég borðaði. Aðrir héldu því fram að ég væri á ólöglegum lyfjum,“ segi hún. Dansparið tók sig til og vann fyrsta Íslandsmeistaramótið sem þau tóku þátt í eftir fæðingu litla drengsins, Vladimirs Óla. „Ég fékk varla að fagna, því ég var dregin strax afsíðis og send í lyfjapróf. Mér þótti það satt að segja ágætt, þá gat ég að minnsta kosti sannað mitt mál og þannig hrist af mér þessar ásakanir.“Fordómar þrífast vel á Íslandi Hún segir eiginmann sinn, Nikita, sem er rússneskur, ekki hafa farið varhluta af leiðindunum hérlendis. Hún segir hann ítrekað upplifa fordóma í sinn garð, vegna þess að hann er af erlendu bergi brotinn og tali ekki íslensku. „Hann hefur búið um allan heim og hefur aldrei kynnst öðru eins. Hrokinn og fordómarnir sem hann upplifir eru með ólíkindum.“ Hún segir þau líta hýru auga til Bandaríkjanna, en hér bíði þeirra lítil framtíð í dansinum. „Auðvitað er skelfilegt að hafa ekki fjölskylduna, en hérna blómstrum við ekki eins og við mögulega gætum. San Francisco heillar okkur mikið. Einnig kæmi Þýskaland til greina,“ segir Hanna Rún að lokum, hvergi bangin og spennt fyrir komandi tækifærum. Ísland Got Talent Tengdar fréttir Hanna Rún verður fyrir barðinu á ævareiðum nettröllum Hanna Rún Bazev Óladóttir og Nikita Bazev hættu við þátttöku á Evrópumeistaramóti til að taka þátt í Ísland Got Talent í gær en fengu lítið annað en skömm í hattinn frá áhorfendum. 30. mars 2015 14:43 Framleiðendur Ísland got Talent harma umræðuna: „Keppnin á heimsvísu stendur öllum opin“ Framleiðendur Ísland Got Talent vilja árétta að keppnin standi öllum opin; fagmönnum sem og áhugamönnum. 30. mars 2015 17:59 Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Fleiri fréttir Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Sjá meira
Hanna Rún Bazev Óladóttir er orðin langþreytt á stöðugu baktali og dónaskap. Hún og Nikita Bazev, eiginmaður, barnsfaðir og dansfélagi, fengu heldur óblíðar viðtökur er þau tóku þátt í Ísland Got Talent um liðna helgi. Hún segist strax eftir fyrsta þáttinn hafa fundið fyrir að ekki væri allt með felldu.Fullorðið fólk grimmt Hanna Rún segist ekki óvön þess konar aðförum, en hún hafi verið á milli tannanna á fólki frá barnæsku. „Í fljótu bragði minnist ég þess að dansmömmurnar voru duglegar við að velta fyrir sér hvort ég svæfi hjá dómurunum þegar ég var tólf ára. Þá þótti ég búin að vinna grunsamlega oft á Íslandsmeistaramótum. Einnig fóru af stað sögur þegar ég vann hjá pabba í Gullsmiðju Óla. Þá talaði fólk um að ég væri að hitta gullsmiðinn, til að græða á honum,“ segir hún. Hanna Rún segist hneyksluð á hvernig fólk leyfi sér að dæma hana en verst þyki henni hvernig fjölskylda hennar verður fyrir barðinu á þessari þaulsætnu Gróu á Leiti. „Mamma og pabbi hafa alltaf lent mikið í þessu. Fólki er alveg sama hvernig það særir.“Stöðug neikvæðni Hanna Rún segir endurkomuna á dansgólfið eftir barnsburð eitt það erfiðasta sem hún hafi gert. Ekki hafi svo bætt úr skák þegar umtalið hófst aftur af fullum þunga. „Þá fóru háværar raddir af stað um að ég hlyti að þjást af átröskun og margir sögðu greinilegt að ég væri að æla upp því sem ég borðaði. Aðrir héldu því fram að ég væri á ólöglegum lyfjum,“ segi hún. Dansparið tók sig til og vann fyrsta Íslandsmeistaramótið sem þau tóku þátt í eftir fæðingu litla drengsins, Vladimirs Óla. „Ég fékk varla að fagna, því ég var dregin strax afsíðis og send í lyfjapróf. Mér þótti það satt að segja ágætt, þá gat ég að minnsta kosti sannað mitt mál og þannig hrist af mér þessar ásakanir.“Fordómar þrífast vel á Íslandi Hún segir eiginmann sinn, Nikita, sem er rússneskur, ekki hafa farið varhluta af leiðindunum hérlendis. Hún segir hann ítrekað upplifa fordóma í sinn garð, vegna þess að hann er af erlendu bergi brotinn og tali ekki íslensku. „Hann hefur búið um allan heim og hefur aldrei kynnst öðru eins. Hrokinn og fordómarnir sem hann upplifir eru með ólíkindum.“ Hún segir þau líta hýru auga til Bandaríkjanna, en hér bíði þeirra lítil framtíð í dansinum. „Auðvitað er skelfilegt að hafa ekki fjölskylduna, en hérna blómstrum við ekki eins og við mögulega gætum. San Francisco heillar okkur mikið. Einnig kæmi Þýskaland til greina,“ segir Hanna Rún að lokum, hvergi bangin og spennt fyrir komandi tækifærum.
Ísland Got Talent Tengdar fréttir Hanna Rún verður fyrir barðinu á ævareiðum nettröllum Hanna Rún Bazev Óladóttir og Nikita Bazev hættu við þátttöku á Evrópumeistaramóti til að taka þátt í Ísland Got Talent í gær en fengu lítið annað en skömm í hattinn frá áhorfendum. 30. mars 2015 14:43 Framleiðendur Ísland got Talent harma umræðuna: „Keppnin á heimsvísu stendur öllum opin“ Framleiðendur Ísland Got Talent vilja árétta að keppnin standi öllum opin; fagmönnum sem og áhugamönnum. 30. mars 2015 17:59 Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Fleiri fréttir Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Sjá meira
Hanna Rún verður fyrir barðinu á ævareiðum nettröllum Hanna Rún Bazev Óladóttir og Nikita Bazev hættu við þátttöku á Evrópumeistaramóti til að taka þátt í Ísland Got Talent í gær en fengu lítið annað en skömm í hattinn frá áhorfendum. 30. mars 2015 14:43
Framleiðendur Ísland got Talent harma umræðuna: „Keppnin á heimsvísu stendur öllum opin“ Framleiðendur Ísland Got Talent vilja árétta að keppnin standi öllum opin; fagmönnum sem og áhugamönnum. 30. mars 2015 17:59