Dansmömmurnar sökuðu Hönnu Rún um að sofa hjá dómurunum Guðrún Ansnes skrifar 31. mars 2015 08:13 Hanna Rún er einn af okkar sigursælustu samkvæmisdönsurum. Hún segir fólk oft ekki kunna að samgleðjast. Vísir/Valli Hanna Rún Bazev Óladóttir er orðin langþreytt á stöðugu baktali og dónaskap. Hún og Nikita Bazev, eiginmaður, barnsfaðir og dansfélagi, fengu heldur óblíðar viðtökur er þau tóku þátt í Ísland Got Talent um liðna helgi. Hún segist strax eftir fyrsta þáttinn hafa fundið fyrir að ekki væri allt með felldu.Fullorðið fólk grimmt Hanna Rún segist ekki óvön þess konar aðförum, en hún hafi verið á milli tannanna á fólki frá barnæsku. „Í fljótu bragði minnist ég þess að dansmömmurnar voru duglegar við að velta fyrir sér hvort ég svæfi hjá dómurunum þegar ég var tólf ára. Þá þótti ég búin að vinna grunsamlega oft á Íslandsmeistaramótum. Einnig fóru af stað sögur þegar ég vann hjá pabba í Gullsmiðju Óla. Þá talaði fólk um að ég væri að hitta gullsmiðinn, til að græða á honum,“ segir hún. Hanna Rún segist hneyksluð á hvernig fólk leyfi sér að dæma hana en verst þyki henni hvernig fjölskylda hennar verður fyrir barðinu á þessari þaulsætnu Gróu á Leiti. „Mamma og pabbi hafa alltaf lent mikið í þessu. Fólki er alveg sama hvernig það særir.“Stöðug neikvæðni Hanna Rún segir endurkomuna á dansgólfið eftir barnsburð eitt það erfiðasta sem hún hafi gert. Ekki hafi svo bætt úr skák þegar umtalið hófst aftur af fullum þunga. „Þá fóru háværar raddir af stað um að ég hlyti að þjást af átröskun og margir sögðu greinilegt að ég væri að æla upp því sem ég borðaði. Aðrir héldu því fram að ég væri á ólöglegum lyfjum,“ segi hún. Dansparið tók sig til og vann fyrsta Íslandsmeistaramótið sem þau tóku þátt í eftir fæðingu litla drengsins, Vladimirs Óla. „Ég fékk varla að fagna, því ég var dregin strax afsíðis og send í lyfjapróf. Mér þótti það satt að segja ágætt, þá gat ég að minnsta kosti sannað mitt mál og þannig hrist af mér þessar ásakanir.“Fordómar þrífast vel á Íslandi Hún segir eiginmann sinn, Nikita, sem er rússneskur, ekki hafa farið varhluta af leiðindunum hérlendis. Hún segir hann ítrekað upplifa fordóma í sinn garð, vegna þess að hann er af erlendu bergi brotinn og tali ekki íslensku. „Hann hefur búið um allan heim og hefur aldrei kynnst öðru eins. Hrokinn og fordómarnir sem hann upplifir eru með ólíkindum.“ Hún segir þau líta hýru auga til Bandaríkjanna, en hér bíði þeirra lítil framtíð í dansinum. „Auðvitað er skelfilegt að hafa ekki fjölskylduna, en hérna blómstrum við ekki eins og við mögulega gætum. San Francisco heillar okkur mikið. Einnig kæmi Þýskaland til greina,“ segir Hanna Rún að lokum, hvergi bangin og spennt fyrir komandi tækifærum. Ísland Got Talent Tengdar fréttir Hanna Rún verður fyrir barðinu á ævareiðum nettröllum Hanna Rún Bazev Óladóttir og Nikita Bazev hættu við þátttöku á Evrópumeistaramóti til að taka þátt í Ísland Got Talent í gær en fengu lítið annað en skömm í hattinn frá áhorfendum. 30. mars 2015 14:43 Framleiðendur Ísland got Talent harma umræðuna: „Keppnin á heimsvísu stendur öllum opin“ Framleiðendur Ísland Got Talent vilja árétta að keppnin standi öllum opin; fagmönnum sem og áhugamönnum. 30. mars 2015 17:59 Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Sjá meira
Hanna Rún Bazev Óladóttir er orðin langþreytt á stöðugu baktali og dónaskap. Hún og Nikita Bazev, eiginmaður, barnsfaðir og dansfélagi, fengu heldur óblíðar viðtökur er þau tóku þátt í Ísland Got Talent um liðna helgi. Hún segist strax eftir fyrsta þáttinn hafa fundið fyrir að ekki væri allt með felldu.Fullorðið fólk grimmt Hanna Rún segist ekki óvön þess konar aðförum, en hún hafi verið á milli tannanna á fólki frá barnæsku. „Í fljótu bragði minnist ég þess að dansmömmurnar voru duglegar við að velta fyrir sér hvort ég svæfi hjá dómurunum þegar ég var tólf ára. Þá þótti ég búin að vinna grunsamlega oft á Íslandsmeistaramótum. Einnig fóru af stað sögur þegar ég vann hjá pabba í Gullsmiðju Óla. Þá talaði fólk um að ég væri að hitta gullsmiðinn, til að græða á honum,“ segir hún. Hanna Rún segist hneyksluð á hvernig fólk leyfi sér að dæma hana en verst þyki henni hvernig fjölskylda hennar verður fyrir barðinu á þessari þaulsætnu Gróu á Leiti. „Mamma og pabbi hafa alltaf lent mikið í þessu. Fólki er alveg sama hvernig það særir.“Stöðug neikvæðni Hanna Rún segir endurkomuna á dansgólfið eftir barnsburð eitt það erfiðasta sem hún hafi gert. Ekki hafi svo bætt úr skák þegar umtalið hófst aftur af fullum þunga. „Þá fóru háværar raddir af stað um að ég hlyti að þjást af átröskun og margir sögðu greinilegt að ég væri að æla upp því sem ég borðaði. Aðrir héldu því fram að ég væri á ólöglegum lyfjum,“ segi hún. Dansparið tók sig til og vann fyrsta Íslandsmeistaramótið sem þau tóku þátt í eftir fæðingu litla drengsins, Vladimirs Óla. „Ég fékk varla að fagna, því ég var dregin strax afsíðis og send í lyfjapróf. Mér þótti það satt að segja ágætt, þá gat ég að minnsta kosti sannað mitt mál og þannig hrist af mér þessar ásakanir.“Fordómar þrífast vel á Íslandi Hún segir eiginmann sinn, Nikita, sem er rússneskur, ekki hafa farið varhluta af leiðindunum hérlendis. Hún segir hann ítrekað upplifa fordóma í sinn garð, vegna þess að hann er af erlendu bergi brotinn og tali ekki íslensku. „Hann hefur búið um allan heim og hefur aldrei kynnst öðru eins. Hrokinn og fordómarnir sem hann upplifir eru með ólíkindum.“ Hún segir þau líta hýru auga til Bandaríkjanna, en hér bíði þeirra lítil framtíð í dansinum. „Auðvitað er skelfilegt að hafa ekki fjölskylduna, en hérna blómstrum við ekki eins og við mögulega gætum. San Francisco heillar okkur mikið. Einnig kæmi Þýskaland til greina,“ segir Hanna Rún að lokum, hvergi bangin og spennt fyrir komandi tækifærum.
Ísland Got Talent Tengdar fréttir Hanna Rún verður fyrir barðinu á ævareiðum nettröllum Hanna Rún Bazev Óladóttir og Nikita Bazev hættu við þátttöku á Evrópumeistaramóti til að taka þátt í Ísland Got Talent í gær en fengu lítið annað en skömm í hattinn frá áhorfendum. 30. mars 2015 14:43 Framleiðendur Ísland got Talent harma umræðuna: „Keppnin á heimsvísu stendur öllum opin“ Framleiðendur Ísland Got Talent vilja árétta að keppnin standi öllum opin; fagmönnum sem og áhugamönnum. 30. mars 2015 17:59 Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Sjá meira
Hanna Rún verður fyrir barðinu á ævareiðum nettröllum Hanna Rún Bazev Óladóttir og Nikita Bazev hættu við þátttöku á Evrópumeistaramóti til að taka þátt í Ísland Got Talent í gær en fengu lítið annað en skömm í hattinn frá áhorfendum. 30. mars 2015 14:43
Framleiðendur Ísland got Talent harma umræðuna: „Keppnin á heimsvísu stendur öllum opin“ Framleiðendur Ísland Got Talent vilja árétta að keppnin standi öllum opin; fagmönnum sem og áhugamönnum. 30. mars 2015 17:59