Spilaði sama lagið oft Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. mars 2015 12:30 „Þetta er dálítið skrítið starf, maður þarf að vera einn til að sinna því en þó gengur ekki að einangra sig þegar skrifað er um mannlífið,“ segir Sólveig. Vísir/Ernir ?Sagan gerist bæði í Smálöndunum í Svíþjóð og í Reykjavík, annars vegar árið 1985 og hinsvegar 2014. Lögguteymið úr fyrri bókum, Guðgeir, Sæunn og Andrés fæst við að leysa málin og í nýju bókinni mæðir mest á Guðgeiri. Þetta fólk er farið að standa mér nærri en bækurnar eru samt ekki framhald hver af annarri,? segir Sólveig Pálsdóttir rithöfundur um söguefni nýju bókarinnar, Flekklaus. Aftan á bókarkápunni er minnst á eldsvoða sem ung kona týnir lífi í en sakamál í sambandi við brunann kemst ekki upp fyrr en áratugum síðar. Sólveig segir brot úr gömlum skjölum og ritum hafi kveikt hjá henni hugmyndir og vikudvöl í Smálöndunum í Svíþjóð fyrir mörgum árum nýtist henni meðal annars. ?Ég lagðist í alls kyns pælingar. Hvers vegna ákveðnir atburðir lifa í minningunni en aðrir hverfa. Hvaða áhrif frásagnir annarra hafa á minni okkar og hversu réttar minningar eru. Lagið Sextán og þú skalt sjá mig með Grafík var líka heilmikil kveikja. Ég spilaði það oft þegar ég var að skrifa.? Sólveig segir söguna hafa þróast í aðra átt en hún hugði í upphafi. ?Þegar ég var búin með einn þriðja af bókinni var ég stopp því mál höfðu þróast þannig að ég fann að ég varð að fara aðra og erfiðari leið. Dálítið dramatískt en svona var það. Ég skrifaði ekkert í nokkrar vikur meðan ég safnaði kjarki. En eftir að ákvörðunin var tekin rann sagan áfram og ég var sjálf á nálum af spenningi yfir því sem ég var að skrifa!? Sólveig var komin um fimmtugt þegar hún tók til við ritstörfin og ekki verður annað sagt en að þau gangi glatt því Flekklaus er þriðja bókin á fjórum árum. ?Ég var búin að vera með lokið á sköpunarþörfinni svo lengi að þegar ég fékk loksins svigrúm og kjark til að fara inn á nýjar brautir þá gaus upp heilmikill kraftur. Þarna er eitthvað sem ég vil rækta og ég hef mikla ánægju af skrifunum.? Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
?Sagan gerist bæði í Smálöndunum í Svíþjóð og í Reykjavík, annars vegar árið 1985 og hinsvegar 2014. Lögguteymið úr fyrri bókum, Guðgeir, Sæunn og Andrés fæst við að leysa málin og í nýju bókinni mæðir mest á Guðgeiri. Þetta fólk er farið að standa mér nærri en bækurnar eru samt ekki framhald hver af annarri,? segir Sólveig Pálsdóttir rithöfundur um söguefni nýju bókarinnar, Flekklaus. Aftan á bókarkápunni er minnst á eldsvoða sem ung kona týnir lífi í en sakamál í sambandi við brunann kemst ekki upp fyrr en áratugum síðar. Sólveig segir brot úr gömlum skjölum og ritum hafi kveikt hjá henni hugmyndir og vikudvöl í Smálöndunum í Svíþjóð fyrir mörgum árum nýtist henni meðal annars. ?Ég lagðist í alls kyns pælingar. Hvers vegna ákveðnir atburðir lifa í minningunni en aðrir hverfa. Hvaða áhrif frásagnir annarra hafa á minni okkar og hversu réttar minningar eru. Lagið Sextán og þú skalt sjá mig með Grafík var líka heilmikil kveikja. Ég spilaði það oft þegar ég var að skrifa.? Sólveig segir söguna hafa þróast í aðra átt en hún hugði í upphafi. ?Þegar ég var búin með einn þriðja af bókinni var ég stopp því mál höfðu þróast þannig að ég fann að ég varð að fara aðra og erfiðari leið. Dálítið dramatískt en svona var það. Ég skrifaði ekkert í nokkrar vikur meðan ég safnaði kjarki. En eftir að ákvörðunin var tekin rann sagan áfram og ég var sjálf á nálum af spenningi yfir því sem ég var að skrifa!? Sólveig var komin um fimmtugt þegar hún tók til við ritstörfin og ekki verður annað sagt en að þau gangi glatt því Flekklaus er þriðja bókin á fjórum árum. ?Ég var búin að vera með lokið á sköpunarþörfinni svo lengi að þegar ég fékk loksins svigrúm og kjark til að fara inn á nýjar brautir þá gaus upp heilmikill kraftur. Þarna er eitthvað sem ég vil rækta og ég hef mikla ánægju af skrifunum.?
Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira