Harmleikur í háloftunum Óli Kristján Ármannsson skrifar 27. mars 2015 07:00 Þegar 150 manns farast með farþegaþotu í hefðbundnu millilandaflugi í Evrópu, líkt og gerðist í Frönsku ölpunum á þriðjudag, verður fólk sem notar þennan ferðamáta eðlilega slegið og skelkað. Fá orð ná svo utan um harminn sem nístir þá sem atburðurinn snertir beint. Aðdragandi og orsakir virðast hins vegar smám saman að skýrast. Svo virðist sem annar flugmaðurinn hafi verið læstur úti og barið á dyrnar á flugstjórnarklefanum og reynt að brjóta þær niður á meðan ekkert svar barst að innan og flugvélin stefndi beint á fjallshlíðina. Aðstoðarflugmaður vélarinnar er sagður hafa látið hana vísvitandi skella á fjallshlíðinni. Síðustu 40 ár eða svo eru nokkur dæmi þar sem flugmenn eru grunaðir um að hafa fyrirfarið sér og fyrirkomið farþegum og áhöfn með því að steypa flugvélum til jarðar. Mannskæðustu tilvikin eru frá því í desember 1997 þar sem 104 létu lífið þegar Boeing 737 þota á leið frá Djakarta til Singapúr hrapaði í Indónesíu og í októberlok 1999 þegar 217 létust eftir að Boeing 767 þota Egypt Air steyptist til jarðar um hálftíma eftir flugtak frá JFK-flugvelli í Bandaríkjunum. Aviation Safety Network tekur þessi dæmi saman á vef sínum, en í sjö tilvikum öðrum frá 1976 til 2013 eru fórnarlömb í hverju tilviki frá einu og upp í 44. Aðrar hugmyndir, á meðan mál voru að skýrast, um mögulega atburðarás í vél Germanwings, eiga svo kannski meira skylt við njósnabókmenntir og hasarmyndir. Líklegt er þó að flug- og lögregluyfirvöld reyni enn að útiloka hryðjuverk, að flugmaðurinn hafi með einhverjum hætti verið knúinn til að farga vélinni. Slík atburðarás er samt alltaf langsótt. Væntanlega hefði einhver öfga- og ofbeldishópurinn strax gumað af ódæðinu. Vangaveltur sem þessar vekja þó um leið almennari spurningar um flugöryggi og viðbúnað sem tekinn hefur verið upp í tengslum við flugsamgöngur. Vökvabann, sokkaleistatipl í gegn um öryggishlið og raftækjaskoðun eru harla máttleysislegur viðbúnaður og helst til þess fallinn að gera venjulegu fólki lífið leitt á meðan alvöru hryðjuverkamenn eru líklegir til að beita áhrifaríkari meðölum. Þá er kaldhæðnislegt að öryggiskrafa sem Bandaríkjamenn höfðu uppi eftir hryðjuverkin þar í landi, 11. september 2001, og gekk eftir, um að dyr að flugstjórnarklefum flugvéla yrðu styrktar þannig að óboðnir gætu ekki brotist þar inn, kann að hafa stuðlað að því að svo fór sem fór hjá Germanwings í vikunni. Staðreyndin er nefnilega sú, að þrátt fyrir dæmin hér að ofan og flugslys önnur, þá er flug einhver hættuminnsti ferðamáti sem völ er á. Líkur á að láta lífið í farþegaflugi eru sagðar frá einum á móti fimm milljónum, horft til allra flugfélaga, yfir í einn á móti tæpum 20 milljónum hjá 39 farsælustu félögunum. Líkur á að vinna í Lottóinu eru einn á móti 502 þúsundum. Það er ekki hættan á slysum sem fælir fólk frá flugferðum, heldur tafir og leiðindi á flugvöllum í nafni öryggisráðstafana sem vafi leikur á hvað gera mikið gagn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Tengdar fréttir Gríðarleg sorg vegna voðaverks flugmannsins Saksóknari í Frakklandi segir ekki hægt að tala um sjálfsvíg flugmannsins. Hann hafi myrt 149 manns. Gríðarleg sorg í heimabæ 16 framhaldsskólanema í Þýskalandi sem fórust. 26. mars 2015 18:29 Aðstoðarflugmaðurinn brotlenti vélinni viljandi Saksóknarar í Frakklandi segja aðstoðarflugmanninn hafa dýft vélinni um leið og flugstjórinn yfirgaf flugstjórnarklefann. 26. mars 2015 11:44 Icelandair og Wow Air breyta verklagi vegna flugslyssins í Frakklandi Aldrei mega vera færri en tveir úr áhöfn inni í flugstjórnarklefanum hverju sinni. 26. mars 2015 15:35 Enginn komst lífs af Björgunarmenn hafa verið kallaðir af vettvangi. 24. mars 2015 21:09 Annar flugmaðurinn læstur úti úr flugstjórnarklefanum Erlendir miðlar segja að á upptökum heyrist flugmaður Germanwings vélarinnar banka á hurðina og á endanum reyna að sparka hana niður fyrir brotlendinguna. 26. mars 2015 07:31 Bestu sérfræðingar heims vinna að rannsókn flugslyssins Skyndilegt fall á loftþrýstingi gæti skýrt flugslysið í frönsku ölpunum í gær. Flugritar munu varpa ljósi á hvað gerðist í raun og veru. 25. mars 2015 19:15 Áhersla lögð á að finna flugrita vélarinnar Björgunarsveitir hófu aftur störf í morgun í frönsku Ölpunum þar sem farþegaþota Germanwings fórst í gær með 150 manns innanborðs. 25. mars 2015 08:50 Airbus-þota Germanwings hrapaði í frönsku Ölpunum 150 manns voru um borð í vélinni og eru allir taldir af. Vélin var á leið frá Barcelona til Düsseldorf. 24. mars 2015 10:52 Flaug á fjallið á 700 kílómetra hraða Sérfræðingar velta því nú fyrir sér hvers vegna vél Germanwings var ekki flogið í átt frá fjallendi þegar hún tók að missa hæð. 25. mars 2015 09:42 Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Þegar 150 manns farast með farþegaþotu í hefðbundnu millilandaflugi í Evrópu, líkt og gerðist í Frönsku ölpunum á þriðjudag, verður fólk sem notar þennan ferðamáta eðlilega slegið og skelkað. Fá orð ná svo utan um harminn sem nístir þá sem atburðurinn snertir beint. Aðdragandi og orsakir virðast hins vegar smám saman að skýrast. Svo virðist sem annar flugmaðurinn hafi verið læstur úti og barið á dyrnar á flugstjórnarklefanum og reynt að brjóta þær niður á meðan ekkert svar barst að innan og flugvélin stefndi beint á fjallshlíðina. Aðstoðarflugmaður vélarinnar er sagður hafa látið hana vísvitandi skella á fjallshlíðinni. Síðustu 40 ár eða svo eru nokkur dæmi þar sem flugmenn eru grunaðir um að hafa fyrirfarið sér og fyrirkomið farþegum og áhöfn með því að steypa flugvélum til jarðar. Mannskæðustu tilvikin eru frá því í desember 1997 þar sem 104 létu lífið þegar Boeing 737 þota á leið frá Djakarta til Singapúr hrapaði í Indónesíu og í októberlok 1999 þegar 217 létust eftir að Boeing 767 þota Egypt Air steyptist til jarðar um hálftíma eftir flugtak frá JFK-flugvelli í Bandaríkjunum. Aviation Safety Network tekur þessi dæmi saman á vef sínum, en í sjö tilvikum öðrum frá 1976 til 2013 eru fórnarlömb í hverju tilviki frá einu og upp í 44. Aðrar hugmyndir, á meðan mál voru að skýrast, um mögulega atburðarás í vél Germanwings, eiga svo kannski meira skylt við njósnabókmenntir og hasarmyndir. Líklegt er þó að flug- og lögregluyfirvöld reyni enn að útiloka hryðjuverk, að flugmaðurinn hafi með einhverjum hætti verið knúinn til að farga vélinni. Slík atburðarás er samt alltaf langsótt. Væntanlega hefði einhver öfga- og ofbeldishópurinn strax gumað af ódæðinu. Vangaveltur sem þessar vekja þó um leið almennari spurningar um flugöryggi og viðbúnað sem tekinn hefur verið upp í tengslum við flugsamgöngur. Vökvabann, sokkaleistatipl í gegn um öryggishlið og raftækjaskoðun eru harla máttleysislegur viðbúnaður og helst til þess fallinn að gera venjulegu fólki lífið leitt á meðan alvöru hryðjuverkamenn eru líklegir til að beita áhrifaríkari meðölum. Þá er kaldhæðnislegt að öryggiskrafa sem Bandaríkjamenn höfðu uppi eftir hryðjuverkin þar í landi, 11. september 2001, og gekk eftir, um að dyr að flugstjórnarklefum flugvéla yrðu styrktar þannig að óboðnir gætu ekki brotist þar inn, kann að hafa stuðlað að því að svo fór sem fór hjá Germanwings í vikunni. Staðreyndin er nefnilega sú, að þrátt fyrir dæmin hér að ofan og flugslys önnur, þá er flug einhver hættuminnsti ferðamáti sem völ er á. Líkur á að láta lífið í farþegaflugi eru sagðar frá einum á móti fimm milljónum, horft til allra flugfélaga, yfir í einn á móti tæpum 20 milljónum hjá 39 farsælustu félögunum. Líkur á að vinna í Lottóinu eru einn á móti 502 þúsundum. Það er ekki hættan á slysum sem fælir fólk frá flugferðum, heldur tafir og leiðindi á flugvöllum í nafni öryggisráðstafana sem vafi leikur á hvað gera mikið gagn.
Gríðarleg sorg vegna voðaverks flugmannsins Saksóknari í Frakklandi segir ekki hægt að tala um sjálfsvíg flugmannsins. Hann hafi myrt 149 manns. Gríðarleg sorg í heimabæ 16 framhaldsskólanema í Þýskalandi sem fórust. 26. mars 2015 18:29
Aðstoðarflugmaðurinn brotlenti vélinni viljandi Saksóknarar í Frakklandi segja aðstoðarflugmanninn hafa dýft vélinni um leið og flugstjórinn yfirgaf flugstjórnarklefann. 26. mars 2015 11:44
Icelandair og Wow Air breyta verklagi vegna flugslyssins í Frakklandi Aldrei mega vera færri en tveir úr áhöfn inni í flugstjórnarklefanum hverju sinni. 26. mars 2015 15:35
Annar flugmaðurinn læstur úti úr flugstjórnarklefanum Erlendir miðlar segja að á upptökum heyrist flugmaður Germanwings vélarinnar banka á hurðina og á endanum reyna að sparka hana niður fyrir brotlendinguna. 26. mars 2015 07:31
Bestu sérfræðingar heims vinna að rannsókn flugslyssins Skyndilegt fall á loftþrýstingi gæti skýrt flugslysið í frönsku ölpunum í gær. Flugritar munu varpa ljósi á hvað gerðist í raun og veru. 25. mars 2015 19:15
Áhersla lögð á að finna flugrita vélarinnar Björgunarsveitir hófu aftur störf í morgun í frönsku Ölpunum þar sem farþegaþota Germanwings fórst í gær með 150 manns innanborðs. 25. mars 2015 08:50
Airbus-þota Germanwings hrapaði í frönsku Ölpunum 150 manns voru um borð í vélinni og eru allir taldir af. Vélin var á leið frá Barcelona til Düsseldorf. 24. mars 2015 10:52
Flaug á fjallið á 700 kílómetra hraða Sérfræðingar velta því nú fyrir sér hvers vegna vél Germanwings var ekki flogið í átt frá fjallendi þegar hún tók að missa hæð. 25. mars 2015 09:42
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun