Minnimáttarkenndin og rokið Frosti Logason skrifar 26. mars 2015 07:00 Um fátt er rætt á kaffistofum annað en veðrið nýverið. Þá vakna spurningar um hvort það sé yfirhöfuð þess virði að búa á þessu skeri og verður mér þá hugsað um marga ókosti þess. Ísland er lítið og krúttlegt samfélag sem hefur kosti og galla. Vegna smæðarinnar verður t.d. margt sem þykir sjálfsagt úti í hinum stóra heimi einfaldlega óhagkvæmt, jafnvel illframkvæmanlegt hér. Þetta þekkja þeir sem hafa tileinkað sér umhverfisvænan ferðamáta eins og almenningssamgöngur. Að ferðast daglega með þremur mismunandi strætisvögnum til að komast í vinnu minnir helst á langdregna harmsögu eftir Knut Hamsun, ekkert krúttlegt við það. Þrátt fyrir góðan ásetning minnir heilbrigðiskerfi landsins helst á lélegt mötuneyti í gúmmístígvélaverksmiðju kaldastríðsáranna lengst austan járntjaldsins. Þar er ástandið svo slæmt að jafnvel sjálfstæðismenn eru farnir að kvarta. Vilja þeir sumir horfa til framtíðar og færa spítalana nær því sem þekkist í framþróuðum löndum eins og Moldavíu. Auðvitað með því skilyrði að flokksbundinn frændi fái að taka að sér reksturinn, eiga stofnunina og hirða hagnaðinn. Þeir örfáu sem hafa efni á flugmiða kjósa að kaupa fatnað og nauðsynjar í útlöndum þar sem allur innflutningur til landsins er blóðmjólkaður af ríkinu eftir öllum mögulegum leiðum. Þó er eitt og annað sem vel er gert hér á landi og hægt að vera stoltur af. Alltof fáir gera sér grein fyrir því mikla þrekvirki sem unnið hefur verið á þeim nokkru áratugum síðan Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann, SÁÁ, voru stofnuð. Með frjálsum framlögum og sjálfboðastarfi byggðu samtökin upp óháðar og sjálfstæðar stofnanir sem bjóða upp á meðferð fyrir fólk með vímuefnavanda og aðstandendur þess. Úrræði SÁÁ eru með þeim bestu á heimsvísu í þessum málaflokki. Ísland er allavega ekki of lítið fyrir stórar hugsjónir og er engin ástæða til þess hafa minnimáttarkennd. Skítt með rokið! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun
Um fátt er rætt á kaffistofum annað en veðrið nýverið. Þá vakna spurningar um hvort það sé yfirhöfuð þess virði að búa á þessu skeri og verður mér þá hugsað um marga ókosti þess. Ísland er lítið og krúttlegt samfélag sem hefur kosti og galla. Vegna smæðarinnar verður t.d. margt sem þykir sjálfsagt úti í hinum stóra heimi einfaldlega óhagkvæmt, jafnvel illframkvæmanlegt hér. Þetta þekkja þeir sem hafa tileinkað sér umhverfisvænan ferðamáta eins og almenningssamgöngur. Að ferðast daglega með þremur mismunandi strætisvögnum til að komast í vinnu minnir helst á langdregna harmsögu eftir Knut Hamsun, ekkert krúttlegt við það. Þrátt fyrir góðan ásetning minnir heilbrigðiskerfi landsins helst á lélegt mötuneyti í gúmmístígvélaverksmiðju kaldastríðsáranna lengst austan járntjaldsins. Þar er ástandið svo slæmt að jafnvel sjálfstæðismenn eru farnir að kvarta. Vilja þeir sumir horfa til framtíðar og færa spítalana nær því sem þekkist í framþróuðum löndum eins og Moldavíu. Auðvitað með því skilyrði að flokksbundinn frændi fái að taka að sér reksturinn, eiga stofnunina og hirða hagnaðinn. Þeir örfáu sem hafa efni á flugmiða kjósa að kaupa fatnað og nauðsynjar í útlöndum þar sem allur innflutningur til landsins er blóðmjólkaður af ríkinu eftir öllum mögulegum leiðum. Þó er eitt og annað sem vel er gert hér á landi og hægt að vera stoltur af. Alltof fáir gera sér grein fyrir því mikla þrekvirki sem unnið hefur verið á þeim nokkru áratugum síðan Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann, SÁÁ, voru stofnuð. Með frjálsum framlögum og sjálfboðastarfi byggðu samtökin upp óháðar og sjálfstæðar stofnanir sem bjóða upp á meðferð fyrir fólk með vímuefnavanda og aðstandendur þess. Úrræði SÁÁ eru með þeim bestu á heimsvísu í þessum málaflokki. Ísland er allavega ekki of lítið fyrir stórar hugsjónir og er engin ástæða til þess hafa minnimáttarkennd. Skítt með rokið!
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun