Á Evrópumeistaramótið í gegnum Asíu Óskar Ófeigur Jónsson í Astana skrifar 25. mars 2015 07:15 Landsliðsþjálfararnir Lars og Heimir. vísir/vilhelm Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er mætt til Astana í Kasakstan, höfuðborgar landsins sem er af einhverjum ástæðum staðsett í Asíu en spilar í Evrópu. Er von að fólk velti þessu fyrir sér nú þegar landsliðsstrákarnir okkar eru að fara að spila mikilvægan leik í undankeppni EM í meira en fimm þúsund kílómetra fjarlægð frá Íslandi. Kasakstan var ekki einu sinni alltaf í UEFA því fyrstu tíu árin eftir sundrungu Sovétríkjanna þá keppti landslið þjóðarinnar innan knattspyrnusambands Asíu og við Kína, Kirgisistan, Tadsjikistan, Úsbekistan og aðra nágranna sína í Mið-Asíu. Kasakstan tók þátt í Asíuhluta undankeppni HM 1998 og 2002 en gekk síðan í UEFA árið 2002 eftir að hafa sóst eftir inngöngu frá árinu 1996. Kasakstan mátti ekki skipta fyrr en eftir úrslitakeppni HM 2002 lauk og þá var búið að draga í undankeppni EM 2004. Frá undankeppni HM 2006 hefur Kasakstan keppt innan evrópska knattspyrnusambandsins en landslið þjóðarinnar hefur ekki verið nálægt því að komast áfram upp úr sínum riðlum. Hvað varðar styrkleika þá er hægt að færa rök fyrir því að þessi ákvörðun að fara inn í UEFA var líklegri til að minnka til muna möguleika þjóðarinnar á því að komast í úrslitakeppni HM. Aðeins Aserbaídsjan, Malta, San Marinó og Andorra eru nú neðar á styrkleikalista FIFA af meðlimum UEFA. Ástæðan sem knattspyrnusamband Kasakstan gaf upp á sínum tíma var að það væri betra að vera hluti af UEFA vegna þess að þar færi þróaðra og framsæknara fótboltasamband. Forráðamenn sambandsins töluðu líka alltaf um að Kasakstan hafi verið að snúa aftur í UEFA eftir að hafa spilað þar sem hluti af Sovétríkjunum og að fótboltinn í landinu hafi þróast af evrópskri fyrirmynd. Meirihluti fótboltaáhugafólks og fótboltasérfræðinga í landinu studdu þessi skipti en auðvitað var það áhugaverðara fyrir knattspyrnuáhugafólk í landinu að fá tækifæri til að sjá bestu knattspyrnulandslið Evrópu spila í Astana. Það efast heldur enginn um að UEFA-peningarnir spila einhverja rullu líka. Hvort það sé rétt eða ekki að Kasakstan keppi innan Evrópu en ekki Asíu breytir þó ekki því að fram undan er mikilvægur leikur þar sem ekkert nema þrjú stig duga íslenska landsliðinu ætli það sér að komast á sitt fyrsta stórmót. Ætli íslenska landsliðið sér á Evrópumeistaramótið 2016 þá þarf liðið að vinna þennan leik sinn í Asíu á laugardaginn. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er mætt til Astana í Kasakstan, höfuðborgar landsins sem er af einhverjum ástæðum staðsett í Asíu en spilar í Evrópu. Er von að fólk velti þessu fyrir sér nú þegar landsliðsstrákarnir okkar eru að fara að spila mikilvægan leik í undankeppni EM í meira en fimm þúsund kílómetra fjarlægð frá Íslandi. Kasakstan var ekki einu sinni alltaf í UEFA því fyrstu tíu árin eftir sundrungu Sovétríkjanna þá keppti landslið þjóðarinnar innan knattspyrnusambands Asíu og við Kína, Kirgisistan, Tadsjikistan, Úsbekistan og aðra nágranna sína í Mið-Asíu. Kasakstan tók þátt í Asíuhluta undankeppni HM 1998 og 2002 en gekk síðan í UEFA árið 2002 eftir að hafa sóst eftir inngöngu frá árinu 1996. Kasakstan mátti ekki skipta fyrr en eftir úrslitakeppni HM 2002 lauk og þá var búið að draga í undankeppni EM 2004. Frá undankeppni HM 2006 hefur Kasakstan keppt innan evrópska knattspyrnusambandsins en landslið þjóðarinnar hefur ekki verið nálægt því að komast áfram upp úr sínum riðlum. Hvað varðar styrkleika þá er hægt að færa rök fyrir því að þessi ákvörðun að fara inn í UEFA var líklegri til að minnka til muna möguleika þjóðarinnar á því að komast í úrslitakeppni HM. Aðeins Aserbaídsjan, Malta, San Marinó og Andorra eru nú neðar á styrkleikalista FIFA af meðlimum UEFA. Ástæðan sem knattspyrnusamband Kasakstan gaf upp á sínum tíma var að það væri betra að vera hluti af UEFA vegna þess að þar færi þróaðra og framsæknara fótboltasamband. Forráðamenn sambandsins töluðu líka alltaf um að Kasakstan hafi verið að snúa aftur í UEFA eftir að hafa spilað þar sem hluti af Sovétríkjunum og að fótboltinn í landinu hafi þróast af evrópskri fyrirmynd. Meirihluti fótboltaáhugafólks og fótboltasérfræðinga í landinu studdu þessi skipti en auðvitað var það áhugaverðara fyrir knattspyrnuáhugafólk í landinu að fá tækifæri til að sjá bestu knattspyrnulandslið Evrópu spila í Astana. Það efast heldur enginn um að UEFA-peningarnir spila einhverja rullu líka. Hvort það sé rétt eða ekki að Kasakstan keppi innan Evrópu en ekki Asíu breytir þó ekki því að fram undan er mikilvægur leikur þar sem ekkert nema þrjú stig duga íslenska landsliðinu ætli það sér að komast á sitt fyrsta stórmót. Ætli íslenska landsliðið sér á Evrópumeistaramótið 2016 þá þarf liðið að vinna þennan leik sinn í Asíu á laugardaginn.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Sjá meira