Maður verður að þora að taka áhættu í lífinu ADDA SOFFÍA INGVARSDÓTTIR skrifar 24. mars 2015 12:00 Haukur hélt sína fyrstu sýningu á Mokka fyrir fimmtíu árum síðan. Haukur Dór, einn af þekktari listmálarurum landsins, fagnar fimmtíu ára starfsafmæli sínu í ár. Af því tilefni ætlar hann að opna sýningu í Smiðjunni listhúsi á fimmtudag. „Það eru komin fimmtíu ár síðan ég sýndi fyrst á Mokka. Þær eru nú orðnar margar sýningarnar mínar, ég hef bara ekki tölu á þeim,“ segir Haukur. Á sýningunni verða myndir sem Haukur hefur málað á síðustu tíu árum. „Þetta eru bæði nýjar myndir og nokkurra ára. Annars er ég sífellt að vinna myndirnar mínar og þessvegna set ég aldrei ártal á þær. Það kemur reyndar fyrir að ég eyðilegg þær með þessu móti, en maður verður líka að þora að taka áhættuna annars fer manni ekkert fram,“ segir Haukur og hlær. Í verkum Hauks má sjá augljós áhrif frá Afríku og frumbyggjum Ástralíu, sem og hellamálverkum frá Frakklandi og Spáni. „Meirihlutinn af myndunum eru kvikindi allskonar. Fyrir mér voru þeir að mála og skera út til þess að ná einhverjum tökum á nátturunni og tilverunni. Ég á sama hátt reyni með þessu að ná tökum á mínu lífi. Það gefur manni gildi að reyna að ná betri tökum við hverja mynd sem maður gerir,“ segir hann og bætir við: „Japanski listamaðurinn Hokusai sagði, þá rúmlega áttræður, að hann yrði kannski góður ef hann fengi 80 ár í viðbót. Ég verð 75 ára í ár og ætli mér veiti nokkuð af öðrum 75 árum,“ segir hann og hlær. Haukur Dór hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum myndlistarmanna um allan heim. Hann hefur starfað við list sína á Íslandi, í Danmörku, Spáni og Bandaríkjunum og hefur undanfarin ár helgað sig málaralistinni alfarið. Verk Hauks Dórs er að finna í Listasafni Íslands, Listasafni Reykjavíkur og Hönnunarsafni Íslands og að auki í nokkrum öðrum listastofnunum og einkasöfnum. Sýningin opnar fimmtudaginn 26. mars í Smiðjunni, listhúsi. Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Haukur Dór, einn af þekktari listmálarurum landsins, fagnar fimmtíu ára starfsafmæli sínu í ár. Af því tilefni ætlar hann að opna sýningu í Smiðjunni listhúsi á fimmtudag. „Það eru komin fimmtíu ár síðan ég sýndi fyrst á Mokka. Þær eru nú orðnar margar sýningarnar mínar, ég hef bara ekki tölu á þeim,“ segir Haukur. Á sýningunni verða myndir sem Haukur hefur málað á síðustu tíu árum. „Þetta eru bæði nýjar myndir og nokkurra ára. Annars er ég sífellt að vinna myndirnar mínar og þessvegna set ég aldrei ártal á þær. Það kemur reyndar fyrir að ég eyðilegg þær með þessu móti, en maður verður líka að þora að taka áhættuna annars fer manni ekkert fram,“ segir Haukur og hlær. Í verkum Hauks má sjá augljós áhrif frá Afríku og frumbyggjum Ástralíu, sem og hellamálverkum frá Frakklandi og Spáni. „Meirihlutinn af myndunum eru kvikindi allskonar. Fyrir mér voru þeir að mála og skera út til þess að ná einhverjum tökum á nátturunni og tilverunni. Ég á sama hátt reyni með þessu að ná tökum á mínu lífi. Það gefur manni gildi að reyna að ná betri tökum við hverja mynd sem maður gerir,“ segir hann og bætir við: „Japanski listamaðurinn Hokusai sagði, þá rúmlega áttræður, að hann yrði kannski góður ef hann fengi 80 ár í viðbót. Ég verð 75 ára í ár og ætli mér veiti nokkuð af öðrum 75 árum,“ segir hann og hlær. Haukur Dór hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum myndlistarmanna um allan heim. Hann hefur starfað við list sína á Íslandi, í Danmörku, Spáni og Bandaríkjunum og hefur undanfarin ár helgað sig málaralistinni alfarið. Verk Hauks Dórs er að finna í Listasafni Íslands, Listasafni Reykjavíkur og Hönnunarsafni Íslands og að auki í nokkrum öðrum listastofnunum og einkasöfnum. Sýningin opnar fimmtudaginn 26. mars í Smiðjunni, listhúsi.
Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira