Maður verður að þora að taka áhættu í lífinu ADDA SOFFÍA INGVARSDÓTTIR skrifar 24. mars 2015 12:00 Haukur hélt sína fyrstu sýningu á Mokka fyrir fimmtíu árum síðan. Haukur Dór, einn af þekktari listmálarurum landsins, fagnar fimmtíu ára starfsafmæli sínu í ár. Af því tilefni ætlar hann að opna sýningu í Smiðjunni listhúsi á fimmtudag. „Það eru komin fimmtíu ár síðan ég sýndi fyrst á Mokka. Þær eru nú orðnar margar sýningarnar mínar, ég hef bara ekki tölu á þeim,“ segir Haukur. Á sýningunni verða myndir sem Haukur hefur málað á síðustu tíu árum. „Þetta eru bæði nýjar myndir og nokkurra ára. Annars er ég sífellt að vinna myndirnar mínar og þessvegna set ég aldrei ártal á þær. Það kemur reyndar fyrir að ég eyðilegg þær með þessu móti, en maður verður líka að þora að taka áhættuna annars fer manni ekkert fram,“ segir Haukur og hlær. Í verkum Hauks má sjá augljós áhrif frá Afríku og frumbyggjum Ástralíu, sem og hellamálverkum frá Frakklandi og Spáni. „Meirihlutinn af myndunum eru kvikindi allskonar. Fyrir mér voru þeir að mála og skera út til þess að ná einhverjum tökum á nátturunni og tilverunni. Ég á sama hátt reyni með þessu að ná tökum á mínu lífi. Það gefur manni gildi að reyna að ná betri tökum við hverja mynd sem maður gerir,“ segir hann og bætir við: „Japanski listamaðurinn Hokusai sagði, þá rúmlega áttræður, að hann yrði kannski góður ef hann fengi 80 ár í viðbót. Ég verð 75 ára í ár og ætli mér veiti nokkuð af öðrum 75 árum,“ segir hann og hlær. Haukur Dór hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum myndlistarmanna um allan heim. Hann hefur starfað við list sína á Íslandi, í Danmörku, Spáni og Bandaríkjunum og hefur undanfarin ár helgað sig málaralistinni alfarið. Verk Hauks Dórs er að finna í Listasafni Íslands, Listasafni Reykjavíkur og Hönnunarsafni Íslands og að auki í nokkrum öðrum listastofnunum og einkasöfnum. Sýningin opnar fimmtudaginn 26. mars í Smiðjunni, listhúsi. Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Haukur Dór, einn af þekktari listmálarurum landsins, fagnar fimmtíu ára starfsafmæli sínu í ár. Af því tilefni ætlar hann að opna sýningu í Smiðjunni listhúsi á fimmtudag. „Það eru komin fimmtíu ár síðan ég sýndi fyrst á Mokka. Þær eru nú orðnar margar sýningarnar mínar, ég hef bara ekki tölu á þeim,“ segir Haukur. Á sýningunni verða myndir sem Haukur hefur málað á síðustu tíu árum. „Þetta eru bæði nýjar myndir og nokkurra ára. Annars er ég sífellt að vinna myndirnar mínar og þessvegna set ég aldrei ártal á þær. Það kemur reyndar fyrir að ég eyðilegg þær með þessu móti, en maður verður líka að þora að taka áhættuna annars fer manni ekkert fram,“ segir Haukur og hlær. Í verkum Hauks má sjá augljós áhrif frá Afríku og frumbyggjum Ástralíu, sem og hellamálverkum frá Frakklandi og Spáni. „Meirihlutinn af myndunum eru kvikindi allskonar. Fyrir mér voru þeir að mála og skera út til þess að ná einhverjum tökum á nátturunni og tilverunni. Ég á sama hátt reyni með þessu að ná tökum á mínu lífi. Það gefur manni gildi að reyna að ná betri tökum við hverja mynd sem maður gerir,“ segir hann og bætir við: „Japanski listamaðurinn Hokusai sagði, þá rúmlega áttræður, að hann yrði kannski góður ef hann fengi 80 ár í viðbót. Ég verð 75 ára í ár og ætli mér veiti nokkuð af öðrum 75 árum,“ segir hann og hlær. Haukur Dór hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum myndlistarmanna um allan heim. Hann hefur starfað við list sína á Íslandi, í Danmörku, Spáni og Bandaríkjunum og hefur undanfarin ár helgað sig málaralistinni alfarið. Verk Hauks Dórs er að finna í Listasafni Íslands, Listasafni Reykjavíkur og Hönnunarsafni Íslands og að auki í nokkrum öðrum listastofnunum og einkasöfnum. Sýningin opnar fimmtudaginn 26. mars í Smiðjunni, listhúsi.
Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira