Þú þarft að hlaupa í átt að markmiðunum þínum Nanna Árnadóttir íþróttafræðingur skrifar 21. mars 2015 12:00 Vísir/Getty Loksins, loksins lét sólin sjá sig. Það er ótrúlegt hvað allir verða léttari í lund og líta jákvæðari augum á lífið um leið og sú gula lætur sjá sig, þó það sé ekki nema einn dag. Eitt af því sem ég elska við hækkandi sól er að sjá fólk stunda líkamsræktina utandyra, og er hlaupaíþróttin þar hvað mest áberandi. Þegar byrjar að vora fjölgar keppnishlaupum á vegum ýmissa fyrirtækja og samtaka og því margir sem setja stefnuna á að taka þátt í einhverjum af þeim hlaupum. Þessi hlaup eru eins misjöfn og þau eru mörg, allt frá 5 kílómetra litahlaupi, sem verður hlaupið í fyrsta skipti í sumar og undirrituð getur ekki beðið eftir að fá að upplifa, yfir í Esjuhlaup, Laugavegshlaup og Reykjavíkurmaraþon. Undirbúa þarf líkamann fyrir keppnishlaup, hvort sem maður ætlar að hlaupa stystu vegalengdina eða þá lengstu. Því er gott að setja sér markmið varðandi hlaupaæfingarnar og skiptir máli hvernig markmið maður setur sér til þess að eiga sem mestan möguleika á því að ná þeim.Skýr markmið Mikilvægt er að ekki sé hægt að túlka markmiðin eða rökræða við sjálfan sig þegar litli púkinn fer af stað í höfðinu á manni. Gerðu æfingaáætlun og ákveddu fyrirfram hversu langt þú ætlar að hlaupa á hverri æfingu og hversu margar æfingarnar eiga að vera í hverri viku.Mælanleg markmið Mikilvægt er að vita nákvæmlega hverju maður ætlar að ná og hvenær maður hefur náð því. Ef þú hefur aldrei hlaupið í keppnishlaupi áður getur verið ágætt markmið bara að klára hlaupið. Ef þú ert hins vegar reyndur hlaupari getur verið gott að stefna á að hlaupa á einhverjum ákveðnum tíma.Vísir/GettyRaunhæf markmið Eins hvetjandi og það er að setja sér markmið og ná þeim þá getur það alveg farið með mann þegar maður nær þeim ekki. Því er mikilvægt að skemma ekki fyrir manni áður en maður leggur af stað með markmiðum sem engin leið er að ná. Ef þú hefur aldrei hlaupið 10 kílómetra, ekki þá skrá þig í hálft maraþon. Tímarammi markmiða Settu þér bæði skammtíma- og langtímamarkmið. Skammtímamarkmiðin eiga að vinna að langtímamarkmiðinu. Skammtímamarkmiðið getur verið að hlaupa í fyrsta skipti í 10 kílómetra á meðan langtímamarkmiðið getur verið að hlaupa heilt maraþon eftir nokkur ár.Framvindan er áríðandi Settu þér framvindumarkmið frekar en niðurstöðumarkmið. Það er afar auðvelt að setja sér markmiðið að geta hlaupið maraþon í lok sumarsins en það er enn auðveldara að vera engu nær því að mánuði loknum, því leiðin er afar óljós. Slíkt markmið kallast niðurstöðumarkmið. Mun betra er að setja sér framvindumarkmið eins og að hlaupa tvisvar sinnum í viku því þau markmið eru skýr, mælanleg og raunhæf. Ef maður nær svo framvindumarkmiðinu er maður svo líka kominn talsvert nær því að ná að hlaupa maraþon.Skrifleg markmið Skrifaðu markmiðin þín niður og hafðu þau sjáanleg. Þannig er mun auðveldara að minna sig á það á hverjum degi að vinna að þeim. Heilsa Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Loksins, loksins lét sólin sjá sig. Það er ótrúlegt hvað allir verða léttari í lund og líta jákvæðari augum á lífið um leið og sú gula lætur sjá sig, þó það sé ekki nema einn dag. Eitt af því sem ég elska við hækkandi sól er að sjá fólk stunda líkamsræktina utandyra, og er hlaupaíþróttin þar hvað mest áberandi. Þegar byrjar að vora fjölgar keppnishlaupum á vegum ýmissa fyrirtækja og samtaka og því margir sem setja stefnuna á að taka þátt í einhverjum af þeim hlaupum. Þessi hlaup eru eins misjöfn og þau eru mörg, allt frá 5 kílómetra litahlaupi, sem verður hlaupið í fyrsta skipti í sumar og undirrituð getur ekki beðið eftir að fá að upplifa, yfir í Esjuhlaup, Laugavegshlaup og Reykjavíkurmaraþon. Undirbúa þarf líkamann fyrir keppnishlaup, hvort sem maður ætlar að hlaupa stystu vegalengdina eða þá lengstu. Því er gott að setja sér markmið varðandi hlaupaæfingarnar og skiptir máli hvernig markmið maður setur sér til þess að eiga sem mestan möguleika á því að ná þeim.Skýr markmið Mikilvægt er að ekki sé hægt að túlka markmiðin eða rökræða við sjálfan sig þegar litli púkinn fer af stað í höfðinu á manni. Gerðu æfingaáætlun og ákveddu fyrirfram hversu langt þú ætlar að hlaupa á hverri æfingu og hversu margar æfingarnar eiga að vera í hverri viku.Mælanleg markmið Mikilvægt er að vita nákvæmlega hverju maður ætlar að ná og hvenær maður hefur náð því. Ef þú hefur aldrei hlaupið í keppnishlaupi áður getur verið ágætt markmið bara að klára hlaupið. Ef þú ert hins vegar reyndur hlaupari getur verið gott að stefna á að hlaupa á einhverjum ákveðnum tíma.Vísir/GettyRaunhæf markmið Eins hvetjandi og það er að setja sér markmið og ná þeim þá getur það alveg farið með mann þegar maður nær þeim ekki. Því er mikilvægt að skemma ekki fyrir manni áður en maður leggur af stað með markmiðum sem engin leið er að ná. Ef þú hefur aldrei hlaupið 10 kílómetra, ekki þá skrá þig í hálft maraþon. Tímarammi markmiða Settu þér bæði skammtíma- og langtímamarkmið. Skammtímamarkmiðin eiga að vinna að langtímamarkmiðinu. Skammtímamarkmiðið getur verið að hlaupa í fyrsta skipti í 10 kílómetra á meðan langtímamarkmiðið getur verið að hlaupa heilt maraþon eftir nokkur ár.Framvindan er áríðandi Settu þér framvindumarkmið frekar en niðurstöðumarkmið. Það er afar auðvelt að setja sér markmiðið að geta hlaupið maraþon í lok sumarsins en það er enn auðveldara að vera engu nær því að mánuði loknum, því leiðin er afar óljós. Slíkt markmið kallast niðurstöðumarkmið. Mun betra er að setja sér framvindumarkmið eins og að hlaupa tvisvar sinnum í viku því þau markmið eru skýr, mælanleg og raunhæf. Ef maður nær svo framvindumarkmiðinu er maður svo líka kominn talsvert nær því að ná að hlaupa maraþon.Skrifleg markmið Skrifaðu markmiðin þín niður og hafðu þau sjáanleg. Þannig er mun auðveldara að minna sig á það á hverjum degi að vinna að þeim.
Heilsa Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira