Á framandi slóðum Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 22. mars 2015 00:01 Notendaviðmót EVE: Valkyrie hefur tekið gríðarlegum breytingum á síðasta ári. Hliðarverkefni lítils hóps innan CCP er nú orðið að raunverulegu alheimsfyrirbæri. Fyrirtækið kynnir nýja útgáfu af EVE: Valkyrie á Fanfest um helgina og boðar byltingu í sýndarveruleika.Það er eitthvað stórmerkilegt um að vera í Hörpu þessa dagana. Ég á ekki við 1.500 EVE Online spilara hvaðanæva úr heiminum sem kynna sér nýjasta nýtt frá leikjaframleiðandanum CCP, eða alheims-valdabaráttu og ráðabrugg sömu spilara (fimmtudagur, eins og það er kallað í EVE). Það sem ég á við hefur mun víðari skírskotun en EVE Online, því í Hörpu færir CCP okkur tækifæri til að upplifa næstu byltingu tölvuleikjanna.Það sem CCP færir spilurum þetta árið er ekkert annað en stórkostleg upplifun.VÍSIR/CCPÁri síðar CCP kynnti EVE: Valkyrie til leiks í ágúst 2013 og leikurinn sló eftirminnilega í gegn á Fanfest á síðasta ári. Í stuttu og afar einfölduðu máli er EVE: Valkyrie hraður loftbardagaleikur þar sem spilarar æða á milli himintunglanna og risavaxinna geimskipa og freista þess að granda orrustuþotum óvinarins. CCP nýtir hér nýjasta nýtt í sýndarveruleikatækni frá Oculus og Sony, en fyrirtækin tvö tilheyra sífellt stækkandi hópi leikjaframleiðenda og tæknifyrirtækja sem eru að reyna fyrir sér í sýndarveruleika. Útgáfan sem gestir á Fanfest 2014 fengu að spreyta sig á var frábær en það var augljóst að um var að ræða verkefni sem átti eftir að útfæra. Hafa skal í huga að aðeins örfáir leikir hafa verið þróaðir frá grunni fyrir sýndarveruleikagleraugu og því eru leikjaframleiðendur á framandi slóðum í þessum efnum. Það sem CCP færir spilurum þetta árið er ekkert annað en stórkostleg upplifun og þessi staðreynd blasir við spilaranum um leið og hann treður Oculus Rift (DK2) á andlitið og er þeytt út í víðáttur geimsins. Viðmót spilarans blasir við í stjórnklefanum en um leið og hann lítur um öxl til að elta uppi óvininn glatar hann nauðsynlegum upplýsingum um geimskipið. Leikurinn krefst þess að þú horfir í kringum þig, þannig verður sýndarveruleikinn og hreyfing spilarans hluti af spiluninni.Sigurður Gunnarsson, forritari EVE: ValkyrieVÍSIR/CCP„Þetta er það sem er svo skemmtilegt við þetta,“ segir Sigurður Gunnarsson, forritari EVE: Valkyrie. „Það er ekki enn búið að skrifa bókina um leikjahönnun í sýndarveruleika. Þannig að við erum endalaust að prófa nýja hluti.“„Þessar heita valkyrjur“ Vígvöllurinn er risavaxinn (CCP virðist bara kunna að gera risavaxið) og á sporbraut um fjarlæga plánetu. Umfang og fegurð leiksins eru slík að spilunin nánast víkur fyrir þrívíðum heimi EVE: Valkyrie. Skyndilega springur stjórnklefinn, spilarinn situr eftir tepptur í ís og dauðvona. Þetta er reynsla sem hvergi annars staðar er hægt að upplifa í sýndarveruleika en í EVE: Valkyrie. „Við höfum fundið fyrir miklum áhuga frá því að við sýndum leikinn fyrst fyrir tveimur árum, og það var eitthvað sem við settum saman í okkar frítíma, þannig að það er mikil spenna fyrir þessu.“ Þetta bílskúrsverkefni Sigurðar og félaga er nú orðið að hreyfiafli í sýndarveruleikabransanum. EVE: Valkyrie verður fáanlegur um leið og Oculus og Sony gefa út leikjagleraugu sín. Það síðarnefnda hefur lofað útgáfu á fyrri helmingi ársins 2016. Bæði fyrirtækin hafa gefið út útgáfur fyrir hönnuði og forritara og fjölmargir hafa tryggt sér eintak. „Það geta allir keypt þetta og það er slatti af fólki sem hefur gert það til þess að geta spilað það nýjasta. Ég veit til dæmis að Oculus hefur þegar selt yfir 100 þúsund eintök af nýjustu tilraunatýpunni, DK2.“Frá Fanfest 2015.VÍSIR/CCP/BRYNJAR SNÆRNýsköpun í öðru veldi Sigurður er sannfærður um að sýndarveruleikatæknin eigi eftir að verða áberandi á næstu árum. Auk Oculus og Sony hafa leikja- og tæknirisar á borð við Valve og Microsoft kynnt hugmyndir sínar um þrívíddartækni. Það er síðan til vitnis um væntingar manna að Facebook keypti Oculus á dögunum fyrir lauflétta 276 milljarða króna. „GDC-leikjasmiðaráðstefnan, sem var að ljúka um daginn, var undirlögð af VR og ég spái því að á E3-leikjaráðstefnunni í júní þá eigi stærri fyrirtæki eftir að koma með stórar tilkynningar í tengslum við VR. Þetta á eftir að fara á flug á næstu 1-2 árum,“ segir Sigurður. Það er ómögulegt að lýsa í rituðu orði þeim hughrifum sem EVE: Valkyrie vekur hjá manni. Í grunninn snýst þetta ekki um útlit eða fagurfæði heldur einfaldlega um leikjaframleiðanda, sem virðist hafa náð traustum tökum á einhverju sem er manni algjörlega framandi. Leikjavísir Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Hliðarverkefni lítils hóps innan CCP er nú orðið að raunverulegu alheimsfyrirbæri. Fyrirtækið kynnir nýja útgáfu af EVE: Valkyrie á Fanfest um helgina og boðar byltingu í sýndarveruleika.Það er eitthvað stórmerkilegt um að vera í Hörpu þessa dagana. Ég á ekki við 1.500 EVE Online spilara hvaðanæva úr heiminum sem kynna sér nýjasta nýtt frá leikjaframleiðandanum CCP, eða alheims-valdabaráttu og ráðabrugg sömu spilara (fimmtudagur, eins og það er kallað í EVE). Það sem ég á við hefur mun víðari skírskotun en EVE Online, því í Hörpu færir CCP okkur tækifæri til að upplifa næstu byltingu tölvuleikjanna.Það sem CCP færir spilurum þetta árið er ekkert annað en stórkostleg upplifun.VÍSIR/CCPÁri síðar CCP kynnti EVE: Valkyrie til leiks í ágúst 2013 og leikurinn sló eftirminnilega í gegn á Fanfest á síðasta ári. Í stuttu og afar einfölduðu máli er EVE: Valkyrie hraður loftbardagaleikur þar sem spilarar æða á milli himintunglanna og risavaxinna geimskipa og freista þess að granda orrustuþotum óvinarins. CCP nýtir hér nýjasta nýtt í sýndarveruleikatækni frá Oculus og Sony, en fyrirtækin tvö tilheyra sífellt stækkandi hópi leikjaframleiðenda og tæknifyrirtækja sem eru að reyna fyrir sér í sýndarveruleika. Útgáfan sem gestir á Fanfest 2014 fengu að spreyta sig á var frábær en það var augljóst að um var að ræða verkefni sem átti eftir að útfæra. Hafa skal í huga að aðeins örfáir leikir hafa verið þróaðir frá grunni fyrir sýndarveruleikagleraugu og því eru leikjaframleiðendur á framandi slóðum í þessum efnum. Það sem CCP færir spilurum þetta árið er ekkert annað en stórkostleg upplifun og þessi staðreynd blasir við spilaranum um leið og hann treður Oculus Rift (DK2) á andlitið og er þeytt út í víðáttur geimsins. Viðmót spilarans blasir við í stjórnklefanum en um leið og hann lítur um öxl til að elta uppi óvininn glatar hann nauðsynlegum upplýsingum um geimskipið. Leikurinn krefst þess að þú horfir í kringum þig, þannig verður sýndarveruleikinn og hreyfing spilarans hluti af spiluninni.Sigurður Gunnarsson, forritari EVE: ValkyrieVÍSIR/CCP„Þetta er það sem er svo skemmtilegt við þetta,“ segir Sigurður Gunnarsson, forritari EVE: Valkyrie. „Það er ekki enn búið að skrifa bókina um leikjahönnun í sýndarveruleika. Þannig að við erum endalaust að prófa nýja hluti.“„Þessar heita valkyrjur“ Vígvöllurinn er risavaxinn (CCP virðist bara kunna að gera risavaxið) og á sporbraut um fjarlæga plánetu. Umfang og fegurð leiksins eru slík að spilunin nánast víkur fyrir þrívíðum heimi EVE: Valkyrie. Skyndilega springur stjórnklefinn, spilarinn situr eftir tepptur í ís og dauðvona. Þetta er reynsla sem hvergi annars staðar er hægt að upplifa í sýndarveruleika en í EVE: Valkyrie. „Við höfum fundið fyrir miklum áhuga frá því að við sýndum leikinn fyrst fyrir tveimur árum, og það var eitthvað sem við settum saman í okkar frítíma, þannig að það er mikil spenna fyrir þessu.“ Þetta bílskúrsverkefni Sigurðar og félaga er nú orðið að hreyfiafli í sýndarveruleikabransanum. EVE: Valkyrie verður fáanlegur um leið og Oculus og Sony gefa út leikjagleraugu sín. Það síðarnefnda hefur lofað útgáfu á fyrri helmingi ársins 2016. Bæði fyrirtækin hafa gefið út útgáfur fyrir hönnuði og forritara og fjölmargir hafa tryggt sér eintak. „Það geta allir keypt þetta og það er slatti af fólki sem hefur gert það til þess að geta spilað það nýjasta. Ég veit til dæmis að Oculus hefur þegar selt yfir 100 þúsund eintök af nýjustu tilraunatýpunni, DK2.“Frá Fanfest 2015.VÍSIR/CCP/BRYNJAR SNÆRNýsköpun í öðru veldi Sigurður er sannfærður um að sýndarveruleikatæknin eigi eftir að verða áberandi á næstu árum. Auk Oculus og Sony hafa leikja- og tæknirisar á borð við Valve og Microsoft kynnt hugmyndir sínar um þrívíddartækni. Það er síðan til vitnis um væntingar manna að Facebook keypti Oculus á dögunum fyrir lauflétta 276 milljarða króna. „GDC-leikjasmiðaráðstefnan, sem var að ljúka um daginn, var undirlögð af VR og ég spái því að á E3-leikjaráðstefnunni í júní þá eigi stærri fyrirtæki eftir að koma með stórar tilkynningar í tengslum við VR. Þetta á eftir að fara á flug á næstu 1-2 árum,“ segir Sigurður. Það er ómögulegt að lýsa í rituðu orði þeim hughrifum sem EVE: Valkyrie vekur hjá manni. Í grunninn snýst þetta ekki um útlit eða fagurfæði heldur einfaldlega um leikjaframleiðanda, sem virðist hafa náð traustum tökum á einhverju sem er manni algjörlega framandi.
Leikjavísir Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira