Bleikt þema í miðbænum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 22. mars 2015 00:01 Berglind og Kári Halldórsson, sonur hennar stilla sér upp á eftirlætis stað fjölskyldunnar. Það er við eldhúsborðið. "Hér hópast alltaf allir. Við erum eiginlega bara hér í íbúðinni. Ef það er matarboð þá standa tuttugu manns við borðið en enginn er inni í stofu.“ vísir/ernir Berglind Pétursdóttir texta- og hugmyndasmiður býr ásamt kærasta sínum, Steinþóri Helga Arnsteinssyni, í huggulegri íbúð á Bergstaðastræti. Hún hefur dálæti á bleikum lit og það má greinilega sjá á innbúi hennar. „Ef ég sé einhvern flottan hlut þá hætti ég yfirleitt ekki að gúggla eða leita að honum fyrr en ég finn hann. Sem er mjög leiðinlegt fyrir kærastann minn, því hann nær aldrei að kaupa neitt handa mér. Ég er alltaf búin að kaupa það sem mig langar í,“ segir Berglind. Hún er dugleg að panta sér hluti af netinu og fá senda heim, stundum verður sendingarkostnaðurinn tíu sinnum hærri en verðið og hún þarf að standa í stöðugum bréfaskriftum við seljandann. Hún lætur það ekki á sig fá enda er gaman að litast um í íbúð hennar sem er full af forvitnilegum hlutum, bleikum og ekki bleikum.Berglind er nýbúin að fá bleika útvarpið á skápnum. Hún hafði séð álíka tæki í einhverri auglýsingu og gúgglaði pink radio þar til hún fann alveg eins tæki sem hún gat keypt.vísir/ernirGera mætti ráð fyrir að Berglind hefði málað þennan fína vínskáp sjálf en það er fjarri lagi. „Ég keypti hann svona fínan á litinn í Húsi fiðrildanna. Þar getur maður oft fundið eitthvað bleikt. Kærastinn fékk plötur og ég fékk þetta.“ Útvarpið er hún nýbúin að kaupa sér. Hún sá svona útvarp í auglýsingu og langaði í alveg eins. „Ég gúgglaði pink radio þar til ég fann það loksins, og keypti það." Kokteilskiltivísir/ernir„Þetta pantaði ég hræódýrt á netinu og borgaði svona 40 þúsund kall í sendingarkostnað. Ég stóð heillengi í bréfaskriftum við sendandan og þetta var þvílíkt vesen. En allt þess virði þar sem þetta var jólagjöf til kærastans. Hann er mikill kokteilamaður, bæði er hann duglegur að búa til kokteila og fá sér kokteila. Enda eru mörg kokteilapartí haldin hérna á heimilinu.“Vínyll á gæruvísir/ernirBerglind og Steinþór eiga stórt safn vínylplatna en Berglind tekur alveg fyrir það að hún kaupi frekar plötu ef hún er bleik á litinn. Gæruna keypti hún aftur á móti einungis af því að hún er bleik. „Hún á sér engan stað í íbúðinni, flakkar bara á milli. Ég frétti svo af konu sem keypti þessa gæru á undan mér en maðurinn hennar sendi hana aftur í búðina til að skila henni. Ég er ekki enn komin í þá stöðu en er kannski smátt og smátt að koma mér í hana.“ Kettlingar og píanóvísir/ernirKettlingamyndin er ein af þessum hlutum sem Berglind sá og varð bara að eignast. „Hún hékk alltaf í sjoppunni í Kolaportinu fyrir ofan pylsupott. Ég spurði bara hvort ég mætti kaupa hana og fékk hana á þrjú þúsund kall. Ég þurfti að þrífa af henni fitubrákina og það var sjoppulykt af henni í lengri tíma. Mamma sýndi mér svo mynd af systur hennar sem vann sem ballettdansari í Berlín á áttunda áratugnum. Á myndinni er hún í þýskri íbúð þar sem nákvæmlega eins mynd er uppi á vegg.“ Hús og heimili Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira
Berglind Pétursdóttir texta- og hugmyndasmiður býr ásamt kærasta sínum, Steinþóri Helga Arnsteinssyni, í huggulegri íbúð á Bergstaðastræti. Hún hefur dálæti á bleikum lit og það má greinilega sjá á innbúi hennar. „Ef ég sé einhvern flottan hlut þá hætti ég yfirleitt ekki að gúggla eða leita að honum fyrr en ég finn hann. Sem er mjög leiðinlegt fyrir kærastann minn, því hann nær aldrei að kaupa neitt handa mér. Ég er alltaf búin að kaupa það sem mig langar í,“ segir Berglind. Hún er dugleg að panta sér hluti af netinu og fá senda heim, stundum verður sendingarkostnaðurinn tíu sinnum hærri en verðið og hún þarf að standa í stöðugum bréfaskriftum við seljandann. Hún lætur það ekki á sig fá enda er gaman að litast um í íbúð hennar sem er full af forvitnilegum hlutum, bleikum og ekki bleikum.Berglind er nýbúin að fá bleika útvarpið á skápnum. Hún hafði séð álíka tæki í einhverri auglýsingu og gúgglaði pink radio þar til hún fann alveg eins tæki sem hún gat keypt.vísir/ernirGera mætti ráð fyrir að Berglind hefði málað þennan fína vínskáp sjálf en það er fjarri lagi. „Ég keypti hann svona fínan á litinn í Húsi fiðrildanna. Þar getur maður oft fundið eitthvað bleikt. Kærastinn fékk plötur og ég fékk þetta.“ Útvarpið er hún nýbúin að kaupa sér. Hún sá svona útvarp í auglýsingu og langaði í alveg eins. „Ég gúgglaði pink radio þar til ég fann það loksins, og keypti það." Kokteilskiltivísir/ernir„Þetta pantaði ég hræódýrt á netinu og borgaði svona 40 þúsund kall í sendingarkostnað. Ég stóð heillengi í bréfaskriftum við sendandan og þetta var þvílíkt vesen. En allt þess virði þar sem þetta var jólagjöf til kærastans. Hann er mikill kokteilamaður, bæði er hann duglegur að búa til kokteila og fá sér kokteila. Enda eru mörg kokteilapartí haldin hérna á heimilinu.“Vínyll á gæruvísir/ernirBerglind og Steinþór eiga stórt safn vínylplatna en Berglind tekur alveg fyrir það að hún kaupi frekar plötu ef hún er bleik á litinn. Gæruna keypti hún aftur á móti einungis af því að hún er bleik. „Hún á sér engan stað í íbúðinni, flakkar bara á milli. Ég frétti svo af konu sem keypti þessa gæru á undan mér en maðurinn hennar sendi hana aftur í búðina til að skila henni. Ég er ekki enn komin í þá stöðu en er kannski smátt og smátt að koma mér í hana.“ Kettlingar og píanóvísir/ernirKettlingamyndin er ein af þessum hlutum sem Berglind sá og varð bara að eignast. „Hún hékk alltaf í sjoppunni í Kolaportinu fyrir ofan pylsupott. Ég spurði bara hvort ég mætti kaupa hana og fékk hana á þrjú þúsund kall. Ég þurfti að þrífa af henni fitubrákina og það var sjoppulykt af henni í lengri tíma. Mamma sýndi mér svo mynd af systur hennar sem vann sem ballettdansari í Berlín á áttunda áratugnum. Á myndinni er hún í þýskri íbúð þar sem nákvæmlega eins mynd er uppi á vegg.“
Hús og heimili Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira