Stúlka með fugl og síðasta veggklæðið Magnús Guðmundsson skrifar 22. mars 2015 13:00 Síðasta veggklæði Ásgerðar er frá 2001. Ásgerður Ester Búadóttir fæddist í Borgarnesi 4. desember 1920 en ólst upp í Reykjavík. Hún hóf nám í Handíða- og myndlistarskólanum árið 1942 og stundaði framhaldsnám við Konunglegu listaakademíuna í Kaupmannahöfn árin 1946-49 og lagði einkum stund á málaralist. Á námsárunum kynntist hún þó einnig listvefnaði og þá kviknaði áhugi hennar á því listformi. Eftir námið flutti hún með sér vefstól heim og fór að vinna með listvefnað sem hefur haldið nafni hennar á lofti allar götur síðan, en Ásgerður var án efa markverðasti veflistamaður þjóðarinnar á 20. öld. Árið 1956 vann hún til gullverðlauna á alþjóðlegu lista- og handverkssýningunni í München fyrir veggklæðið Stúlka með fugl. Verðlaunin gáfu henni byr í seglin og í kjölfarið hélt hún fyrstu sýningarnar á verkum sínum. Elínbjört Jónsdóttir er sýningarstjóri sýningarinnar í Gallerí Fold. „Við erum að sýna fimm burðarverk frá ferli Ásgerðar, það elsta frá 1965 og svo einnig það yngsta frá 2001. Samhliða sýnum við einnig sýnishorn af skissum og vef á þekktum verkum svo að fólk geti fengið hugmynd um heildina og sýn á vinnuferli listamannsins.“ Verk Ásgerðar má finna á söfnum hérlendis, á Norðurlöndunum og í Bandaríkjunum, auk þess sem þau prýða ýmsar opinberar stofnanir. Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Ásgerður Ester Búadóttir fæddist í Borgarnesi 4. desember 1920 en ólst upp í Reykjavík. Hún hóf nám í Handíða- og myndlistarskólanum árið 1942 og stundaði framhaldsnám við Konunglegu listaakademíuna í Kaupmannahöfn árin 1946-49 og lagði einkum stund á málaralist. Á námsárunum kynntist hún þó einnig listvefnaði og þá kviknaði áhugi hennar á því listformi. Eftir námið flutti hún með sér vefstól heim og fór að vinna með listvefnað sem hefur haldið nafni hennar á lofti allar götur síðan, en Ásgerður var án efa markverðasti veflistamaður þjóðarinnar á 20. öld. Árið 1956 vann hún til gullverðlauna á alþjóðlegu lista- og handverkssýningunni í München fyrir veggklæðið Stúlka með fugl. Verðlaunin gáfu henni byr í seglin og í kjölfarið hélt hún fyrstu sýningarnar á verkum sínum. Elínbjört Jónsdóttir er sýningarstjóri sýningarinnar í Gallerí Fold. „Við erum að sýna fimm burðarverk frá ferli Ásgerðar, það elsta frá 1965 og svo einnig það yngsta frá 2001. Samhliða sýnum við einnig sýnishorn af skissum og vef á þekktum verkum svo að fólk geti fengið hugmynd um heildina og sýn á vinnuferli listamannsins.“ Verk Ásgerðar má finna á söfnum hérlendis, á Norðurlöndunum og í Bandaríkjunum, auk þess sem þau prýða ýmsar opinberar stofnanir.
Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira