Stærðfræði sem náttúruskoðun í myndlist Magnús Guðmundsson skrifar 20. mars 2015 10:30 Eitt af verkum Söru Riel á sýningunni Einntilníu. Á laugardaginn kl. 15 er efnt til listamannaspjalls um sýningu Söru Riel; Einntilníu/Onetonine í Listamenn Gallerí sem lýkur um helgina. „Ég ætla að veita persónulega innsýn í vinnuferlið og hvernig lærdómur þýðist yfir í myndmál. Hvernig þetta flæðir yfir og skoða samband reglu og óreglu.“ Útgangspunkturinn í verkum Söru er rúmfræðilegur en er með beina tengingu í algebru og talnafræði. Sara vinnur með hrein rúmfræðileg form og grunnverkfærin eru blýantur, sirkill og reglustika. Hún afmáir mörkin á milli myndlistar, tónlistar, stærðfræði og vísinda og býður viðtakandanum að finna mátt myndrænnar skynjunar á þessum fyrirbærum. „Fyrir mér er þetta rökrétt næsta skref í því sem ég er að fást við. Síðasta sýning mín var Memento mori Náttúrugripasafn á Listasafni Íslands og að líta á stærðfræði sem náttúruskoðun er rökrétt næsta skref.“ Sara Riel hefur sýnt í helstu söfnum og galleríum Íslands sem og víða erlendis. Hún er þekktust fyrir auðþekkjanleg stór veggverk víðsvegar um Reykjavíkurborg en auk þess er hægt að finna verk eftir hana á götum stórborga á borð við Berlín og Tókýó. Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Á laugardaginn kl. 15 er efnt til listamannaspjalls um sýningu Söru Riel; Einntilníu/Onetonine í Listamenn Gallerí sem lýkur um helgina. „Ég ætla að veita persónulega innsýn í vinnuferlið og hvernig lærdómur þýðist yfir í myndmál. Hvernig þetta flæðir yfir og skoða samband reglu og óreglu.“ Útgangspunkturinn í verkum Söru er rúmfræðilegur en er með beina tengingu í algebru og talnafræði. Sara vinnur með hrein rúmfræðileg form og grunnverkfærin eru blýantur, sirkill og reglustika. Hún afmáir mörkin á milli myndlistar, tónlistar, stærðfræði og vísinda og býður viðtakandanum að finna mátt myndrænnar skynjunar á þessum fyrirbærum. „Fyrir mér er þetta rökrétt næsta skref í því sem ég er að fást við. Síðasta sýning mín var Memento mori Náttúrugripasafn á Listasafni Íslands og að líta á stærðfræði sem náttúruskoðun er rökrétt næsta skref.“ Sara Riel hefur sýnt í helstu söfnum og galleríum Íslands sem og víða erlendis. Hún er þekktust fyrir auðþekkjanleg stór veggverk víðsvegar um Reykjavíkurborg en auk þess er hægt að finna verk eftir hana á götum stórborga á borð við Berlín og Tókýó.
Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira