Smíðar smáskip í hjáverkum á Flateyri Guðrún Ansnes skrifar 19. mars 2015 12:00 Úlfar hefur ofboðslega gaman af að dúlla við skipin. Hann stefnir á að eyða meiri tíma í áhugamálið og minni tíma í hefðbundinn vinnudag. Mynd/Páll Önundarson Úlfar Önundarson kappkostar nú við að undirbúa sína fyrstu opinberu sýningu fyrir páska og mun hún fara fram í vinnuskúrnum hans á Flateyri. Hann mætti titla smáskipasmið í hjáverkum en hann hefur smíðað eftir fyrirmyndum síðan hann var tíu ára gamall. Hann stendur nú á sextugu. „Ég hef verið að smíða fjöldann allan af skipum, svo sem Titanic og svo er hér eftirmynd Bismarck sem hefur verið í vinnslu undanfarin fimm ár.“Býður rokkhunda velkomna Úlfar hefur í hyggju að laða að rokkara sem sækja alþýðuhátíðina Aldrei fór ég suður sem fyrir löngu er orðin víðfræg. Þrátt fyrir að þreyta frumraun sína í formlegu sýningarhaldi er fjarri lagi að það sé nýtt fyrir honum. Undanfarin ár hefur hann fengið til sín allt að sexhundruð manns yfir árið, í skúrinn, sem vilja berja verkin augum. Hingað til hefur Úlfar ekki sett mikið púður í markaðsmál og segir upplýsingar um skipin í skúrnum nánast alfarið hafa ferðast manna á milli. „Í skúrnum er alltaf heitt á könnunni og jafnan er bakkelsið ekki langt undan, hér kíkir fólk bara við og skoðar,“ segir Úlfar hógværðin uppmáluð.Fullkomnunarsinni Úlfar segist taka sér lengri tíma í hvert verk eftir því sem árin líða, og vill ekki um kenna hækkandi aldur heldur vaxandi fullkomnunaráráttu. „Maður var vanur að dúllast við þetta í kaffitímanum en nú tekur verkefnið mikið lengri tíma. Vinnan er núna farin að trufla mig í hobbýinu, ég ætla að fara að hætta þessari vinnu fljótlega,“ útskýrir Úlfar kíminn. Hann bætir jafnframt við að öll skipin hans hafi heljarinnar notagildi, þeim sé öllum hægt að koma fyrir í vatni. „Ég læt þau sigla um tjörnina hérna rétt hjá mér og það vekur jafnan athygli.“Fer ekki fet Aðspurður um hvort hann ætli sér að fylgja sýningunni frekar eftir og jafnvel færa hana á mölina segist Úlfar aldeilis halda ekki, enda feykinóg um að vera fyrir vestan.Fyrir áhugasama er tjéður skúr staðsettur við Drafnargötu 2 á Flateyri og öllum innilega velkomið að kíkja í kaffi og með því hjá Úlfari.Hér á Titanic ráða smáatriðin ríkjum svo það er eins gott að hafa þolinmæðina með sér í liði. Úlfar á nóg af slíku.Mynd/Páll Önundarson Aldrei fór ég suður Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Fleiri fréttir Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Sjá meira
Úlfar Önundarson kappkostar nú við að undirbúa sína fyrstu opinberu sýningu fyrir páska og mun hún fara fram í vinnuskúrnum hans á Flateyri. Hann mætti titla smáskipasmið í hjáverkum en hann hefur smíðað eftir fyrirmyndum síðan hann var tíu ára gamall. Hann stendur nú á sextugu. „Ég hef verið að smíða fjöldann allan af skipum, svo sem Titanic og svo er hér eftirmynd Bismarck sem hefur verið í vinnslu undanfarin fimm ár.“Býður rokkhunda velkomna Úlfar hefur í hyggju að laða að rokkara sem sækja alþýðuhátíðina Aldrei fór ég suður sem fyrir löngu er orðin víðfræg. Þrátt fyrir að þreyta frumraun sína í formlegu sýningarhaldi er fjarri lagi að það sé nýtt fyrir honum. Undanfarin ár hefur hann fengið til sín allt að sexhundruð manns yfir árið, í skúrinn, sem vilja berja verkin augum. Hingað til hefur Úlfar ekki sett mikið púður í markaðsmál og segir upplýsingar um skipin í skúrnum nánast alfarið hafa ferðast manna á milli. „Í skúrnum er alltaf heitt á könnunni og jafnan er bakkelsið ekki langt undan, hér kíkir fólk bara við og skoðar,“ segir Úlfar hógværðin uppmáluð.Fullkomnunarsinni Úlfar segist taka sér lengri tíma í hvert verk eftir því sem árin líða, og vill ekki um kenna hækkandi aldur heldur vaxandi fullkomnunaráráttu. „Maður var vanur að dúllast við þetta í kaffitímanum en nú tekur verkefnið mikið lengri tíma. Vinnan er núna farin að trufla mig í hobbýinu, ég ætla að fara að hætta þessari vinnu fljótlega,“ útskýrir Úlfar kíminn. Hann bætir jafnframt við að öll skipin hans hafi heljarinnar notagildi, þeim sé öllum hægt að koma fyrir í vatni. „Ég læt þau sigla um tjörnina hérna rétt hjá mér og það vekur jafnan athygli.“Fer ekki fet Aðspurður um hvort hann ætli sér að fylgja sýningunni frekar eftir og jafnvel færa hana á mölina segist Úlfar aldeilis halda ekki, enda feykinóg um að vera fyrir vestan.Fyrir áhugasama er tjéður skúr staðsettur við Drafnargötu 2 á Flateyri og öllum innilega velkomið að kíkja í kaffi og með því hjá Úlfari.Hér á Titanic ráða smáatriðin ríkjum svo það er eins gott að hafa þolinmæðina með sér í liði. Úlfar á nóg af slíku.Mynd/Páll Önundarson
Aldrei fór ég suður Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Fleiri fréttir Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Sjá meira