i-úr Berglind Pétursdóttir skrifar 16. mars 2015 07:00 Tæknirisi framleiðir kassalaga armbandsúr og heimurinn fer eðlilega á hliðina. Þetta er úrið sem mun breyta lífinu eins og við þekkjum það. Fólk um allan heim klappar saman lófunum og öskrar: „Loksins! Úr sem ég þarf að hlaða daglega!“ Fólk með langar neglur og feita putta gnístir saman tönnum í angist yfir því að það mun aldrei hitta á réttan takka. En þessi quartz-tækni var hvort eð er löngu úr sér gengin og púkó. Nú er hægt að horfa á hjartsláttinn sinn á skjá og senda púlsinn til þeirra sem hafa áhuga, ég get ekki ímyndað mér hver hefur EKKI áhuga á því. Nú get ég séð það á örlitlum skjá hvernig heilsufari mínu fer hrakandi og talið klukkustundirnar sem ég sit kyrr við vinnu. Ég get fylgst með hjartslætti hinna í herberginu, bara af því að mig langar til þess. Í auglýsingu fyrir úrið er því haldið fram að ég muni hreyfa mig meira með i-úrinu. Ég veit ekki hvers konar raflost það mun senda í úlnliðinn á mér til að fá mig til að drattast á lappir en ég er helvíti spennt fyrir því. Já, og nú munum við alltaf vita hvað klukkan er. Eitt það þægilegasta við i-úrið er þó að til þess að geta nota það þarf eigandinn að eiga iPhone af nýjustu gerð, og þar með getur maður auðveldlega sigtað þá út sem eru með eldri síma og sleppt því að eiga samskipti við þá. „Fáið ykkur nýrri síma, hahahaha!“ kalla ég yfir hóp fólks sem athugar hvað klukkan er á iPhone 4 og hleyp svo áfram inn í framtíð hreysti og heilbrigðs blóðþrýstings. Allavega. Úrið kemur í apríl. Ég á afmæli 2. apríl. Fullkomin afmælisgjöf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun
Tæknirisi framleiðir kassalaga armbandsúr og heimurinn fer eðlilega á hliðina. Þetta er úrið sem mun breyta lífinu eins og við þekkjum það. Fólk um allan heim klappar saman lófunum og öskrar: „Loksins! Úr sem ég þarf að hlaða daglega!“ Fólk með langar neglur og feita putta gnístir saman tönnum í angist yfir því að það mun aldrei hitta á réttan takka. En þessi quartz-tækni var hvort eð er löngu úr sér gengin og púkó. Nú er hægt að horfa á hjartsláttinn sinn á skjá og senda púlsinn til þeirra sem hafa áhuga, ég get ekki ímyndað mér hver hefur EKKI áhuga á því. Nú get ég séð það á örlitlum skjá hvernig heilsufari mínu fer hrakandi og talið klukkustundirnar sem ég sit kyrr við vinnu. Ég get fylgst með hjartslætti hinna í herberginu, bara af því að mig langar til þess. Í auglýsingu fyrir úrið er því haldið fram að ég muni hreyfa mig meira með i-úrinu. Ég veit ekki hvers konar raflost það mun senda í úlnliðinn á mér til að fá mig til að drattast á lappir en ég er helvíti spennt fyrir því. Já, og nú munum við alltaf vita hvað klukkan er. Eitt það þægilegasta við i-úrið er þó að til þess að geta nota það þarf eigandinn að eiga iPhone af nýjustu gerð, og þar með getur maður auðveldlega sigtað þá út sem eru með eldri síma og sleppt því að eiga samskipti við þá. „Fáið ykkur nýrri síma, hahahaha!“ kalla ég yfir hóp fólks sem athugar hvað klukkan er á iPhone 4 og hleyp svo áfram inn í framtíð hreysti og heilbrigðs blóðþrýstings. Allavega. Úrið kemur í apríl. Ég á afmæli 2. apríl. Fullkomin afmælisgjöf.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun