Kammerkórinn Denison Chamber Singers frá Denison-háskólanum í Bandaríkjunum syngur á þrennum tónleikum hér á landi á næstu dögum og fær til liðs við sig íslenska kóra.
Á dagskrá Denison Chamber Singers er trúarleg tónlist, þjóðlög og hefðbundin tónlist heimalandsins. Stjórnandi er Dr. Wei Cheng.
Fyrstu tónleikarnir eru í Kaldalóni í Hörpu í kvöld, 16. mars og hefjast klukkan 20. Sérstakur gestur á þeim tónleikum er kammerkórinn Hljómeyki sem syngur undir stjórn Mörtu G. Halldórsdóttur.
Næst munu Denison Chamber Singers koma fram í Skálholtsdómkirkju miðvikudaginn 18. mars klukkan 20, ásamt Vox Populi, undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar.
Að lokum syngja Bandaríkjamennirnir í Sögusetrinu á Hvolsvelli á fimmtudaginn, 19. mars, og byrja klukkan 20.30.
Ókeypis aðgangur er að öllum tónleikunum.

