Úr pönki yfir í rómantík adda soffía ingvarsdóttir skrifar 13. mars 2015 12:00 Gunnhildur segir sýninguna vera viðsnúning frá þeirri síðustu. „Nei, ég er ekki alls ekki hjátrúarfull,“ segir Gunnhildur Þórðardóttir, aðspurð hvort hún hræðist ekki að opna sýningu og gefa út bók á föstudeginum 13. Er þetta sextánda einkasýning Gunnhildar, sem hefur verið starfandi myndlistarkona síðan 2003. „Í sýningunni er ég að skoða fortíðina, maður er alltaf að skoða bakgrunninn. Maður býr að reynslunni,“ segir hún. Gunnhildur fór að skoða hannyrðir enda vinnur hún mikið með höndunum. „Ég skoðaði hannyrðir svolítið með með nýjum áherslum. Gamlir hlutir fá nýtt líf og hannyrðaaðferðir, sem ég lærði hjá ömmum mínum, fá nýtt líf,“ en á sýningunni má meðal annars sjá staka vettlinga breytast í teppi og dúska verða að dúskakukli.DúskakuklSýninguna segir hún vera rómantíska. „Það er ágætt fyrir mig að fara úr pönkinu í rómantíkina. Á síðasta ári gerði ég sýningu sem ég vann út frá pönkinu og hét regnbogapönk. Það má því segja að þetta sé algjör viðsnúningur,“ segir Gunnhildur og bætir við: „Það blundar svo margt í manni, maður er hardcore mamma líka, en samt rómantísk.“ Í ljóðabókinni Næturljóðum eru ástarljóð til náttúrunnar og mannsins en bókin er bæði á ensku og íslensku. Sýningin verður opnuð í dag klukkan 17 í sýningarsal SÍM, Hafnarstræti 16. Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Nei, ég er ekki alls ekki hjátrúarfull,“ segir Gunnhildur Þórðardóttir, aðspurð hvort hún hræðist ekki að opna sýningu og gefa út bók á föstudeginum 13. Er þetta sextánda einkasýning Gunnhildar, sem hefur verið starfandi myndlistarkona síðan 2003. „Í sýningunni er ég að skoða fortíðina, maður er alltaf að skoða bakgrunninn. Maður býr að reynslunni,“ segir hún. Gunnhildur fór að skoða hannyrðir enda vinnur hún mikið með höndunum. „Ég skoðaði hannyrðir svolítið með með nýjum áherslum. Gamlir hlutir fá nýtt líf og hannyrðaaðferðir, sem ég lærði hjá ömmum mínum, fá nýtt líf,“ en á sýningunni má meðal annars sjá staka vettlinga breytast í teppi og dúska verða að dúskakukli.DúskakuklSýninguna segir hún vera rómantíska. „Það er ágætt fyrir mig að fara úr pönkinu í rómantíkina. Á síðasta ári gerði ég sýningu sem ég vann út frá pönkinu og hét regnbogapönk. Það má því segja að þetta sé algjör viðsnúningur,“ segir Gunnhildur og bætir við: „Það blundar svo margt í manni, maður er hardcore mamma líka, en samt rómantísk.“ Í ljóðabókinni Næturljóðum eru ástarljóð til náttúrunnar og mannsins en bókin er bæði á ensku og íslensku. Sýningin verður opnuð í dag klukkan 17 í sýningarsal SÍM, Hafnarstræti 16.
Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira