Fimmtánda Pixar myndin kemur í sumar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. mars 2015 12:00 Tilfinningarnar sem koma við sögu í myndinni. mynd/pixar Frá því að Disney og Pixar gáfu út Leikfangasögu fyrir tæpum tveimur áratugum hafa fjórtán myndir litið dagsins ljós. Nú styttist í að sú fimmtánda, Inside Out, komi í kvikmyndahús en hún er væntanleg í júní. Framleiðsla og undirbúningur hófst fyrir fjórum árum. Myndin fjallar um hina ellefu ára gömlu Riley Anderson sem er nýflutt frá San Francisco. Áhorfendur fá að skyggnast inn í huga hennar meðan hún aðlagast lífinu á nýja staðnum. Þar koma þeir til með að kynnast tilfinningum hennar en þar má nefna Hræðslu, Leiða, Gleði, Viðbjóð og Reiði. Tilfinningarnar eiga heima í höfuðstöðvunum og munu tvær þeirra, Gleði og Leiði, týnast og þurfa að komast aftur í höfuðstöðvarnar.Myndin verður frumsýnd í júní.Leikstjóri myndarinnar, Pete Docter, er sá sami og leikstýrði Óskarsverðlaunamyndinni Up og um aldamótin leikstýrði hann einnig Skrímsli hf. Hann lét Wall·E og Leikfangasögu 1 og 2 heldur ekki ósnertar en hann skrifaði handrit þeirra. Meðal þeirra sem ljá persónum myndarinnar rödd sína má nefna Amy Poehler, Phyllis Smith, Bill Hader, Lewis Black og John Ratzenberger. Tónlist verður í höndum Michaels Giacchino sem samdi meðal annars tónlistina fyrir Ratatouille, Up, Lost og fjöldann allan af myndum og þáttum að auki. Docter segir að myndin sé sú erfiðasta sem hann hefur komið að. „Þetta eru í raun tvær sögur. Það sem er að henda stúlkuna og það sem er að gerast í huga hennar,“ segir hann.„Persónurnar eru sérstakar og kraftmiklar því við erum að reyna að persónugera tilfinningarnar. Þær eru svo sérstakar og það er mjög erfitt að fanga þær.“ Þetta er ekki eina mynd Pixar sem væntanleg er á árinu því undir lok þess kemur út The Good Dinosaur. Árið 2016 birtist Dóra úr Leitinni að Nemo í kvikmyndinni Leitinni að Dóru og ári síðar kemur fjórða myndin í flokknum um Leikfangasögu út. Það er því aldrei ró hjá Pixar. Bíó og sjónvarp Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Frá því að Disney og Pixar gáfu út Leikfangasögu fyrir tæpum tveimur áratugum hafa fjórtán myndir litið dagsins ljós. Nú styttist í að sú fimmtánda, Inside Out, komi í kvikmyndahús en hún er væntanleg í júní. Framleiðsla og undirbúningur hófst fyrir fjórum árum. Myndin fjallar um hina ellefu ára gömlu Riley Anderson sem er nýflutt frá San Francisco. Áhorfendur fá að skyggnast inn í huga hennar meðan hún aðlagast lífinu á nýja staðnum. Þar koma þeir til með að kynnast tilfinningum hennar en þar má nefna Hræðslu, Leiða, Gleði, Viðbjóð og Reiði. Tilfinningarnar eiga heima í höfuðstöðvunum og munu tvær þeirra, Gleði og Leiði, týnast og þurfa að komast aftur í höfuðstöðvarnar.Myndin verður frumsýnd í júní.Leikstjóri myndarinnar, Pete Docter, er sá sami og leikstýrði Óskarsverðlaunamyndinni Up og um aldamótin leikstýrði hann einnig Skrímsli hf. Hann lét Wall·E og Leikfangasögu 1 og 2 heldur ekki ósnertar en hann skrifaði handrit þeirra. Meðal þeirra sem ljá persónum myndarinnar rödd sína má nefna Amy Poehler, Phyllis Smith, Bill Hader, Lewis Black og John Ratzenberger. Tónlist verður í höndum Michaels Giacchino sem samdi meðal annars tónlistina fyrir Ratatouille, Up, Lost og fjöldann allan af myndum og þáttum að auki. Docter segir að myndin sé sú erfiðasta sem hann hefur komið að. „Þetta eru í raun tvær sögur. Það sem er að henda stúlkuna og það sem er að gerast í huga hennar,“ segir hann.„Persónurnar eru sérstakar og kraftmiklar því við erum að reyna að persónugera tilfinningarnar. Þær eru svo sérstakar og það er mjög erfitt að fanga þær.“ Þetta er ekki eina mynd Pixar sem væntanleg er á árinu því undir lok þess kemur út The Good Dinosaur. Árið 2016 birtist Dóra úr Leitinni að Nemo í kvikmyndinni Leitinni að Dóru og ári síðar kemur fjórða myndin í flokknum um Leikfangasögu út. Það er því aldrei ró hjá Pixar.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira