Andvaka Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 9. mars 2015 07:00 Hjartað missti úr nokkur slög í síðustu viku þegar ég las að bandaríski leikarinn Harrison Ford lægi milli heims og helju eftir flugslys. Betur fór en á horfðist og Ford slapp með skrámur og sært stolt. Dauði hans er engu að síður óumflýjanlegur og eftir rúm fjögur ár hefur hann náð 77,4 ára aldri — sem er meðalævilengd karlmanna í Bandaríkjunum. Það er virkilega undarleg tilhugsun. En fræga fólkið eldist víst eins og aðrir og í hverri einustu viku sé ég einhvern sem er „fáránlega mikið eldri en ég gerði mér grein fyrir“. Sharon Stone er 56 ára. Dana Carvey úr Wayne's World verður sextugur á árinu. Steve Martin verður sjötugur eftir nokkra mánuði. Hvaða rugl er þetta? Ég þekki ekkert þeirra persónulega en samt er ég með aldurskomplexa fyrir þeirra hönd. Það að Brad Pitt verði 52 ára á þessu ári gerir mig nefnilega ansi gamlan. Hvert einasta ár sem bætist á Umu Thurman er sem tíu ár á mig sjálfan. Þegar ég var unglingur að reyna að pása myndina Jennifer 8 akkúrat þegar brjóstin á Umu sáust var hún þrettán árum yngri en ég er í dag. Og því eldri sem ég verð, því styttra er þar til ég verð ekki lengur til. Það verða haldin ótrúlega skemmtileg partí sem mér verður ekki boðið í, af því að ég verð ekki til. Það munu eiga sér stað ótrúlegar framfarir í vísindum og tækni sem heimsbyggðin öll mun njóta góðs af, nema ég, af því að ég verð ekki til. Það mun koma fram á sjónarsviðið einn sá allra magnaðasti tónlistarmaður sem sögur fara af en ég mun aldrei heyra í honum. Ég verð ekki til. Ég verð beinagrind og eyru mín orðin að mold. Já, það verður að viðurkennast að hugurinn fór um ansi víðan völl þegar ég hélt að Harrison Ford væri svo gott sem allur. Sextugur Dana Carvey toppar samt allt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun
Hjartað missti úr nokkur slög í síðustu viku þegar ég las að bandaríski leikarinn Harrison Ford lægi milli heims og helju eftir flugslys. Betur fór en á horfðist og Ford slapp með skrámur og sært stolt. Dauði hans er engu að síður óumflýjanlegur og eftir rúm fjögur ár hefur hann náð 77,4 ára aldri — sem er meðalævilengd karlmanna í Bandaríkjunum. Það er virkilega undarleg tilhugsun. En fræga fólkið eldist víst eins og aðrir og í hverri einustu viku sé ég einhvern sem er „fáránlega mikið eldri en ég gerði mér grein fyrir“. Sharon Stone er 56 ára. Dana Carvey úr Wayne's World verður sextugur á árinu. Steve Martin verður sjötugur eftir nokkra mánuði. Hvaða rugl er þetta? Ég þekki ekkert þeirra persónulega en samt er ég með aldurskomplexa fyrir þeirra hönd. Það að Brad Pitt verði 52 ára á þessu ári gerir mig nefnilega ansi gamlan. Hvert einasta ár sem bætist á Umu Thurman er sem tíu ár á mig sjálfan. Þegar ég var unglingur að reyna að pása myndina Jennifer 8 akkúrat þegar brjóstin á Umu sáust var hún þrettán árum yngri en ég er í dag. Og því eldri sem ég verð, því styttra er þar til ég verð ekki lengur til. Það verða haldin ótrúlega skemmtileg partí sem mér verður ekki boðið í, af því að ég verð ekki til. Það munu eiga sér stað ótrúlegar framfarir í vísindum og tækni sem heimsbyggðin öll mun njóta góðs af, nema ég, af því að ég verð ekki til. Það mun koma fram á sjónarsviðið einn sá allra magnaðasti tónlistarmaður sem sögur fara af en ég mun aldrei heyra í honum. Ég verð ekki til. Ég verð beinagrind og eyru mín orðin að mold. Já, það verður að viðurkennast að hugurinn fór um ansi víðan völl þegar ég hélt að Harrison Ford væri svo gott sem allur. Sextugur Dana Carvey toppar samt allt.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun