Aflar gagna á sama hátt og Sherlock Holmes Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 9. mars 2015 16:30 Guðjón Friðriksson var með kaffi fyrir nánustu fjölskyldu í gær í tilefni sjötugsafmælisins. Hann segist kannski hafa meira við þegar hann verður 75 ára. Vísir/Pjetur Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur og rithöfundur, er um þessar mundir að leggja lokahönd á sögu Alþýðuflokksins sem fagnar 100 ára afmæli á næsta ári. Sjálfur á hann sjötíu ára afmæli í dag. „Það kemur alveg flatt upp á mig að vera orðinn sjötugur. Ég hef unnið sjálfstætt svo að það verða engin venjuleg starfslok. Maður er alltaf samur og jafn og vinnur meðan maður hefur heilsu og ánægju af því sem maður er að gera,“ segir hann. Guðjón hefur verið allt síðasta ár að skrifa sögu Alþýðuflokksins og aðeins lengur, að því er hann greinir frá. „Ég er að keppast við að ljúka þessu. Það er fyrirhugað að bókin komi út annaðhvort í nóvember eða í febrúar á næsta ári. Þetta er næstum 100 ára saga og mjög skrautleg á köflum. Flokkurinn klofnaði fimm sinnum þannig að menn geta rétt ímyndað sér átökin.“ Sagnfræðingurinn hefur farið í gegnum mikið af gögnum og einkabréfum við ritun sögu flokksins. „Þetta er um alls konar mál sem voru að gerast baksviðs.“ Guðjón, sem hefur verið kennari, blaðamaður og ritstjóri, hefur verið sjálfstætt starfandi frá 1991. Eftir hann liggur fjöldi ritverka og hefur hann hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir verk sín. Með því eftirminnilegra sem hann hefur gert á rithöfundarferlinum er ritun ævisögu Einars Benediktssonar skálds. „Það er nú aðallega af því að ég fór að leita að honum erlendis. Ég var meðal annars lengi í London. Ég bjóst ekki við að finna mikið en þetta varð alveg ævintýri. Ég elti uppi alls konar þræði og það bar árangur. Ég hitti meðal annars afkomendur manna sem störfuðu með Einari og það var eins í Noregi þegar ég var þar. Ég komst í mörg gögn sem aldrei höfðu verið opinberuð áður. Maður var eins og Sherlock Holmes.“ Guðjón er fæddur og uppalinn í Reykjavík og kveðst eiginlega vera bæði Austur- og Vesturbæingur. Hann hafi búið á Barónsstíg til 12 ára aldurs en flutt þaðan með foreldrum sínum á Holtsgötu. Á blaðamannsferlinum skrifaði hann mikið um Reykjavík, að því er hann greinir frá. „Árið 1985 var ég ásamt öðrum sagnfræðingi ráðinn til að skrifa Sögu Reykjavíkur. Davíð Oddsson var þá borgarstjóri og ég kom beint af Þjóðviljanum,“ segir hann og það bregður fyrir kímni í röddinni. Menning Mest lesið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Fleiri fréttir Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Sjá meira
Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur og rithöfundur, er um þessar mundir að leggja lokahönd á sögu Alþýðuflokksins sem fagnar 100 ára afmæli á næsta ári. Sjálfur á hann sjötíu ára afmæli í dag. „Það kemur alveg flatt upp á mig að vera orðinn sjötugur. Ég hef unnið sjálfstætt svo að það verða engin venjuleg starfslok. Maður er alltaf samur og jafn og vinnur meðan maður hefur heilsu og ánægju af því sem maður er að gera,“ segir hann. Guðjón hefur verið allt síðasta ár að skrifa sögu Alþýðuflokksins og aðeins lengur, að því er hann greinir frá. „Ég er að keppast við að ljúka þessu. Það er fyrirhugað að bókin komi út annaðhvort í nóvember eða í febrúar á næsta ári. Þetta er næstum 100 ára saga og mjög skrautleg á köflum. Flokkurinn klofnaði fimm sinnum þannig að menn geta rétt ímyndað sér átökin.“ Sagnfræðingurinn hefur farið í gegnum mikið af gögnum og einkabréfum við ritun sögu flokksins. „Þetta er um alls konar mál sem voru að gerast baksviðs.“ Guðjón, sem hefur verið kennari, blaðamaður og ritstjóri, hefur verið sjálfstætt starfandi frá 1991. Eftir hann liggur fjöldi ritverka og hefur hann hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir verk sín. Með því eftirminnilegra sem hann hefur gert á rithöfundarferlinum er ritun ævisögu Einars Benediktssonar skálds. „Það er nú aðallega af því að ég fór að leita að honum erlendis. Ég var meðal annars lengi í London. Ég bjóst ekki við að finna mikið en þetta varð alveg ævintýri. Ég elti uppi alls konar þræði og það bar árangur. Ég hitti meðal annars afkomendur manna sem störfuðu með Einari og það var eins í Noregi þegar ég var þar. Ég komst í mörg gögn sem aldrei höfðu verið opinberuð áður. Maður var eins og Sherlock Holmes.“ Guðjón er fæddur og uppalinn í Reykjavík og kveðst eiginlega vera bæði Austur- og Vesturbæingur. Hann hafi búið á Barónsstíg til 12 ára aldurs en flutt þaðan með foreldrum sínum á Holtsgötu. Á blaðamannsferlinum skrifaði hann mikið um Reykjavík, að því er hann greinir frá. „Árið 1985 var ég ásamt öðrum sagnfræðingi ráðinn til að skrifa Sögu Reykjavíkur. Davíð Oddsson var þá borgarstjóri og ég kom beint af Þjóðviljanum,“ segir hann og það bregður fyrir kímni í röddinni.
Menning Mest lesið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Fleiri fréttir Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Sjá meira