Skapraunandi augnakonfekt Samúel Karl Ólason skrifar 7. mars 2015 12:00 Aaru's Awakening er allur handteiknaður og er einstaklega fallegur leikur Það er mjög auðvelt að mistakast í Aaru's Awakening og það mun gerast oft. Þrátt fyrir að það sé auðvelt að verða pirraður yfir leiknum, þá er enn meira pirrandi að gefast upp. Þannig heldur leikurinn manni við efnið. Hann er einstaklega fallegur, en allar útlínur hans voru handteiknaðar.Leikurinn er gerður af íslenska fyrirtækinu Lumenox og á uppruna sinn að rekja til Game Creator-verðlaunanna, sem hann hlaut árið 2011. Um er að ræða fyrsta leik þeirra sem að honum koma og í samtali við Vísi sagði Jóhann Ingi Guðjónsson, markaðsstjóri Lumenox, að hann væri alls ekki sá síðasti.Aaru, sem er hetja leiksins, þarf að leysa ýmsar þrautir og til þess beitir hann loftfimleikum og fjarflutningum. Skjóta þarf kúlu á milli óvina til að birtast hinum megin við þá og halda ferðinni áfram. Einnig er hægt að skjóta kúlunni beint í þá og gera út af við þá.Ákvarðanir þarf mjög oft að taka á stuttum tíma og auðvelt er að ruglast á áttum. Að auki kemur fyrir að nauðsynlegt er að hoppa fram af syllum án þess að sjá hvað er fyrir neðan. Það endar yfirleitt með dauða og endurtekningu. Aaru's Awakening er þó skemmtilegur leikur og er kjörinn fyrir einstaklinga með keppnisskap og þolinmæði. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Berjast fyrir lífinu í GameTíví Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Sjá meira