Fjársjóðirnir leynast í nánasta umhverfi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. mars 2015 13:00 „Ég sprengi kannski aðeins upp þemað, því ég tel að hægt sé að auka áhuga barna á lestri með virkri þátttöku í leik og sköpun,“ segir Kristín Ragna. Vísir/GVA „Ég ætla að tala um hversdagsleg ævintýri. Fjársjóðirnir leynast í nánasta umhverfi okkar, það þarf bara að opna augu, eyru og fálmara og halda af stað,“ segir Kristín Ragna Gunnarsdóttir, bókmenntafræðingur og teiknari, sem er ein frummælenda í Gerðubergi um barna- og unglingabókmenntir á morgun, laugardag, milli klukkan 10.30 og 13.30. Ráðstefnan nefnist Hvunndagshetjur á köldum klaka og raunsæið er í forgrunni. „Ég sprengi kannski aðeins upp þemað, því ég tel að hægt sé að auka áhuga barna á lestri með virkri þátttöku í leik og sköpun,“ segir Kristín Ragna sem hefur tekið þátt í að búa til bókatengdar sýningar. Þar hafa börn getað brugðið á leik með orð, sögur og myndmál og sest niður með bækur. „Umhverfið á slíkum sýningum er hvetjandi og ævintýralegt, þar er leikið með sögupersónur sem vekja áhuga hjá börnum á að kynna sér efnið frekar,“ fullyrðir hún. Kristín Ragna tekur sem dæmi sýninguna Ormurinn ógnarlangi sem var í Gerðubergi 2010 til 2011 og sló öll aðsóknarmet. „Krakkar komu á sýninguna aftur og aftur og aftur. Þeir kynntust þar sögunum úr norrænni goðafræði og persónum sem tengdust þeim. Ég setti þá sýningu aftur upp á Barna- og unglingageðdeild, með þátttöku barna þar. Á báðum stöðunum lágu börn yfir bókunum í rýminu þar sem þau gátu skriðið gegnum Miðgarðsorminn eða sátu í hásæti Óðins og gleyptu þetta efni í sig. Þess má geta að bækurnar tvær, Völuspá og Örlög guðanna, sem voru lagðar til grundvallar sýningunni eru báðar uppseldar." Á sýningunni Páfugl úti í mýri í Norræna húsinu síðastliðið haust voru íslenskar og erlendar bækur sem áttu það sameiginlegt að hafa verið tilnefndar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Kristín Ragna nefnir bækur um erfið mál, svo sem upplifun barns á skilnaði foreldra og aðra um afa sem deyr. „Við máluðum veggmyndir með sterkum myndum og þarna var sófi sem búið var að saga í tvennt, þar sátu börn og rökræddu efnið, meðal annars við foreldra sína. Maður sá það svart á hvítu að efni bókanna var að komast til skila og kveikja í þeim.“ Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur ókeypis. Ráðstefna um barna- og unglingabókmenntir hefur verið árlegur viðburður í Gerðubergi síðan árið 1998 og umfjöllunarefnin hafa verið fjölbreytileg. Markmiðið er að stefna saman rithöfundum, fræðimönnum, kennurum, bókasafnsfólki, foreldrum og öðrum áhugasömum. Fundarstjóri að þessu sinni er Davíð Stefánsson rithöfundur og fyrirlesarar auk Kristínar Rögnu eru Helga Birgisdóttir, doktorsnemi í barnabókmenntum, og rithöfundarnir Gunnar Helgason og Illugi Jökulsson. Menning Tengdar fréttir Hlutir með skúlptúrísk einkenni Á gráu svæði er sýning skoska hönnuðarins Davids Taylor í Hafnarborg. 6. mars 2015 14:00 Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Ég ætla að tala um hversdagsleg ævintýri. Fjársjóðirnir leynast í nánasta umhverfi okkar, það þarf bara að opna augu, eyru og fálmara og halda af stað,“ segir Kristín Ragna Gunnarsdóttir, bókmenntafræðingur og teiknari, sem er ein frummælenda í Gerðubergi um barna- og unglingabókmenntir á morgun, laugardag, milli klukkan 10.30 og 13.30. Ráðstefnan nefnist Hvunndagshetjur á köldum klaka og raunsæið er í forgrunni. „Ég sprengi kannski aðeins upp þemað, því ég tel að hægt sé að auka áhuga barna á lestri með virkri þátttöku í leik og sköpun,“ segir Kristín Ragna sem hefur tekið þátt í að búa til bókatengdar sýningar. Þar hafa börn getað brugðið á leik með orð, sögur og myndmál og sest niður með bækur. „Umhverfið á slíkum sýningum er hvetjandi og ævintýralegt, þar er leikið með sögupersónur sem vekja áhuga hjá börnum á að kynna sér efnið frekar,“ fullyrðir hún. Kristín Ragna tekur sem dæmi sýninguna Ormurinn ógnarlangi sem var í Gerðubergi 2010 til 2011 og sló öll aðsóknarmet. „Krakkar komu á sýninguna aftur og aftur og aftur. Þeir kynntust þar sögunum úr norrænni goðafræði og persónum sem tengdust þeim. Ég setti þá sýningu aftur upp á Barna- og unglingageðdeild, með þátttöku barna þar. Á báðum stöðunum lágu börn yfir bókunum í rýminu þar sem þau gátu skriðið gegnum Miðgarðsorminn eða sátu í hásæti Óðins og gleyptu þetta efni í sig. Þess má geta að bækurnar tvær, Völuspá og Örlög guðanna, sem voru lagðar til grundvallar sýningunni eru báðar uppseldar." Á sýningunni Páfugl úti í mýri í Norræna húsinu síðastliðið haust voru íslenskar og erlendar bækur sem áttu það sameiginlegt að hafa verið tilnefndar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Kristín Ragna nefnir bækur um erfið mál, svo sem upplifun barns á skilnaði foreldra og aðra um afa sem deyr. „Við máluðum veggmyndir með sterkum myndum og þarna var sófi sem búið var að saga í tvennt, þar sátu börn og rökræddu efnið, meðal annars við foreldra sína. Maður sá það svart á hvítu að efni bókanna var að komast til skila og kveikja í þeim.“ Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur ókeypis. Ráðstefna um barna- og unglingabókmenntir hefur verið árlegur viðburður í Gerðubergi síðan árið 1998 og umfjöllunarefnin hafa verið fjölbreytileg. Markmiðið er að stefna saman rithöfundum, fræðimönnum, kennurum, bókasafnsfólki, foreldrum og öðrum áhugasömum. Fundarstjóri að þessu sinni er Davíð Stefánsson rithöfundur og fyrirlesarar auk Kristínar Rögnu eru Helga Birgisdóttir, doktorsnemi í barnabókmenntum, og rithöfundarnir Gunnar Helgason og Illugi Jökulsson.
Menning Tengdar fréttir Hlutir með skúlptúrísk einkenni Á gráu svæði er sýning skoska hönnuðarins Davids Taylor í Hafnarborg. 6. mars 2015 14:00 Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Hlutir með skúlptúrísk einkenni Á gráu svæði er sýning skoska hönnuðarins Davids Taylor í Hafnarborg. 6. mars 2015 14:00