Hugurinn heftir þig Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir skrifar 7. mars 2015 10:00 Vísir/Getty Rannsóknir sýna að kyrrseta er ein af ógnum nútímasamfélagsins og einn af áhrifavöldum lífsstílssjúkdóma. Við getum komið í veg fyrir sjúkdóma og slys með því að hreyfa okkur daglega alla ævi og taka þannig ábyrgð á eigin heilsu. Það er svo gott að finna líkamann lifna við þegar við reynum aðeins á þolmörkin og bætum þol og styrk. Og það er aldrei of seint að byrja. Hér eru nokkur góð ráð.Markmiðasetning Fyrst er gott að gera raunhæf markmið og skrifa þau niður. Rannsóknir sýna fram á að ganga í 30 mínútur á dag eykur lífsgæði og lengir líf fólks. Ráðleggingar frá Embætti landlæknis segja að fullorðnir þurfi hreyfingu í 30 mínútur á dag og börn í 60 mínútur á dag. Öll hreyfing skiptir máli og það að taka stigann í stað lyftunnar gerir það líka. Hægt er að finna öpp auk vefsíðna með áætlunum þar sem þol og styrkur er aukinn smátt og smátt.Forgangsröðun Tímastjórnun er nauðsynleg og þörf á að forgangsraða. Það er mikilvægt að fella hreyfinguna inn í daginn þegar okkur hentar það. Samverutíma með börnum er hægt að tvinna við hreyfitíma. Láttu hreyfinguna ganga fyrir til að öðlast aukna orku.Aðgengi Greindu umhverfið þitt. Hvaða hreyfingu tekur þig stystan tíma að nálgast? Er hlaupahópur í nágrenninu? Er líkamsræktarstöð eða sundlaug í nágrenni við heimilið eða vinnustað? Er góð aðstaða á vinnustað til hreyfingar? Er sturta á staðnum ef þú ákveður að hjóla í vinnuna sem lið í bættum lífsstíl?Hvatning Við erum öll misjöfn þegar kemur til sjálfsaga og sumir þurfa meiri hvatningu en aðrir. Hjá æfingafélögum færðu hvatningu þegar illa viðrar og jafnvel hefur félaginn þau áhrif að þú eflist enn frekar. Finndu þinn æfingafélaga, auglýstu eftir honum ef þú þarft.Vinnuumhverfi Sífellt fleiri stjórnendur vinnustaða hafa áttað sig á því að heilbrigður starfsmaður er gulli betri. Heilsueflandi fyrirtæki bjóða upp á sveigjanleika, stuðning og jafnvel aðstöðu til hreyfingar. Ef ekki er boðið upp á slíkt er þá ekki kominn tími til að óska eftir að breyta? Þú getur orðir sá eða sú sem veltir þeim bolta af stað.1 Settu þér skrifleg, raunhæf markmið.2 Forgangsraðaðu þannig að markmiðin náist.3 Veldu aðgengi að hreyfingu sem hentar þér líka hvað tímann varðar. Kynntu þér möguleikana í kring um þig.4 Finndu þinn æfingafélaga.5 Skoðaðu hvaða heilsueflingarstefnu vinnustaður þinn hefur sett upp. Mundu að þú getur alltaf meira en þú heldur, hugurinn er það eina sem heftir þig! Heilsa Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Rannsóknir sýna að kyrrseta er ein af ógnum nútímasamfélagsins og einn af áhrifavöldum lífsstílssjúkdóma. Við getum komið í veg fyrir sjúkdóma og slys með því að hreyfa okkur daglega alla ævi og taka þannig ábyrgð á eigin heilsu. Það er svo gott að finna líkamann lifna við þegar við reynum aðeins á þolmörkin og bætum þol og styrk. Og það er aldrei of seint að byrja. Hér eru nokkur góð ráð.Markmiðasetning Fyrst er gott að gera raunhæf markmið og skrifa þau niður. Rannsóknir sýna fram á að ganga í 30 mínútur á dag eykur lífsgæði og lengir líf fólks. Ráðleggingar frá Embætti landlæknis segja að fullorðnir þurfi hreyfingu í 30 mínútur á dag og börn í 60 mínútur á dag. Öll hreyfing skiptir máli og það að taka stigann í stað lyftunnar gerir það líka. Hægt er að finna öpp auk vefsíðna með áætlunum þar sem þol og styrkur er aukinn smátt og smátt.Forgangsröðun Tímastjórnun er nauðsynleg og þörf á að forgangsraða. Það er mikilvægt að fella hreyfinguna inn í daginn þegar okkur hentar það. Samverutíma með börnum er hægt að tvinna við hreyfitíma. Láttu hreyfinguna ganga fyrir til að öðlast aukna orku.Aðgengi Greindu umhverfið þitt. Hvaða hreyfingu tekur þig stystan tíma að nálgast? Er hlaupahópur í nágrenninu? Er líkamsræktarstöð eða sundlaug í nágrenni við heimilið eða vinnustað? Er góð aðstaða á vinnustað til hreyfingar? Er sturta á staðnum ef þú ákveður að hjóla í vinnuna sem lið í bættum lífsstíl?Hvatning Við erum öll misjöfn þegar kemur til sjálfsaga og sumir þurfa meiri hvatningu en aðrir. Hjá æfingafélögum færðu hvatningu þegar illa viðrar og jafnvel hefur félaginn þau áhrif að þú eflist enn frekar. Finndu þinn æfingafélaga, auglýstu eftir honum ef þú þarft.Vinnuumhverfi Sífellt fleiri stjórnendur vinnustaða hafa áttað sig á því að heilbrigður starfsmaður er gulli betri. Heilsueflandi fyrirtæki bjóða upp á sveigjanleika, stuðning og jafnvel aðstöðu til hreyfingar. Ef ekki er boðið upp á slíkt er þá ekki kominn tími til að óska eftir að breyta? Þú getur orðir sá eða sú sem veltir þeim bolta af stað.1 Settu þér skrifleg, raunhæf markmið.2 Forgangsraðaðu þannig að markmiðin náist.3 Veldu aðgengi að hreyfingu sem hentar þér líka hvað tímann varðar. Kynntu þér möguleikana í kring um þig.4 Finndu þinn æfingafélaga.5 Skoðaðu hvaða heilsueflingarstefnu vinnustaður þinn hefur sett upp. Mundu að þú getur alltaf meira en þú heldur, hugurinn er það eina sem heftir þig!
Heilsa Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira