Lagerstarfsmaður í hjarta mínu Atli Fannar Bjarkason skrifar 5. mars 2015 07:00 Stundum líður mér eins og ég sé á rangri hillu í lífinu. Eins og starfsferillinn sem ég valdi fyrir tæpum áratug hafi verið skref í ranga átt. Að kröftum mínum og tíma væri betur varið annars staðar en í fjölmiðlum. Einu sinni starfaði ég í afgreiðslukæli í Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi. Þetta var nokkurs konar lagerstarf. Ég tók við pöntunum frá fyrirtækjum, stórum og smáum, raðaði vörum í grindur og keyrði þær loks út í flutningabíla sem tóku stefnu í austur eða vestur – eftir því hvort vörurnar væru á leiðinni í Hótel Örk í Hveragerði eða í Söluskálann Landvegamótum rétt hjá Hellu. Þrátt fyrir að það sé langt síðan ég sagði skilið við endasleppan feril í kælinum þá er ég í hjarta mínu ennþá lagerstarfsmaður. Að kaupa færri en tvær tannkremstúbur í einu er í besta falli tímasóun. Það er fátt verra en að koma að þurrausinni tannkremstúbu að morgni og neyðast til að grípa til lyfleysulausna á borð við að tyggja tyggjó til að losna við uppsafnaðan næturfnykinn úr munninum. Svipað slæmt er að stíga inn í sturtu, aðeins til að komast að því að sturtusápan hefur verið drýgð svo lengi að innihald flöskunnar er nær því að vera vatn en hreinsiefni. Þess vegna kaupi ég yfirleitt þrjár til fjórar flöskur af sturtusápu þegar það byrjar að sjá á lagernum. Sama regla gildir um ýmislegt annað á heimilinu, allt frá sokkum til sælgætis. Alls staðar þarf birgðastaðan að vera góð svo lífið geti gengið skakkafallalaust fyrir sig. Góður lager er til marks um skýra framtíðarsýn. Með því að eyða örlítið meira en maður þarf í hverri verslunarferð er maður að sjá til þess að áföll á borð við tannkremsskort eigi sér ekki stað. Ekkert kemur góðum lagermanni á óvart. Ekkert klárast á góðum lager. Munum það nú þegar við erum byrjuð að hafa áhyggjur af stærð bankanna. Aftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun
Stundum líður mér eins og ég sé á rangri hillu í lífinu. Eins og starfsferillinn sem ég valdi fyrir tæpum áratug hafi verið skref í ranga átt. Að kröftum mínum og tíma væri betur varið annars staðar en í fjölmiðlum. Einu sinni starfaði ég í afgreiðslukæli í Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi. Þetta var nokkurs konar lagerstarf. Ég tók við pöntunum frá fyrirtækjum, stórum og smáum, raðaði vörum í grindur og keyrði þær loks út í flutningabíla sem tóku stefnu í austur eða vestur – eftir því hvort vörurnar væru á leiðinni í Hótel Örk í Hveragerði eða í Söluskálann Landvegamótum rétt hjá Hellu. Þrátt fyrir að það sé langt síðan ég sagði skilið við endasleppan feril í kælinum þá er ég í hjarta mínu ennþá lagerstarfsmaður. Að kaupa færri en tvær tannkremstúbur í einu er í besta falli tímasóun. Það er fátt verra en að koma að þurrausinni tannkremstúbu að morgni og neyðast til að grípa til lyfleysulausna á borð við að tyggja tyggjó til að losna við uppsafnaðan næturfnykinn úr munninum. Svipað slæmt er að stíga inn í sturtu, aðeins til að komast að því að sturtusápan hefur verið drýgð svo lengi að innihald flöskunnar er nær því að vera vatn en hreinsiefni. Þess vegna kaupi ég yfirleitt þrjár til fjórar flöskur af sturtusápu þegar það byrjar að sjá á lagernum. Sama regla gildir um ýmislegt annað á heimilinu, allt frá sokkum til sælgætis. Alls staðar þarf birgðastaðan að vera góð svo lífið geti gengið skakkafallalaust fyrir sig. Góður lager er til marks um skýra framtíðarsýn. Með því að eyða örlítið meira en maður þarf í hverri verslunarferð er maður að sjá til þess að áföll á borð við tannkremsskort eigi sér ekki stað. Ekkert kemur góðum lagermanni á óvart. Ekkert klárast á góðum lager. Munum það nú þegar við erum byrjuð að hafa áhyggjur af stærð bankanna. Aftur.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun