Þessi stelpa er ekkert fórnarlamb Magnús Guðmundsson skrifar 27. febrúar 2015 11:30 Ævintýrið um Lísu í Undralandi er 150 ára en hún gengur í endurnýjun lífdaga hjá Leikfélagi Akureyrar um þessar mundir. Fyrir dyrum er frumsýning á nýrri leikgerð eftir Margréti Örnólfsdóttur með tónlist eftir dr. Gunna í leikstjórn Vignis Rafns Valþórssonar sem hefur verið vakandi og sofandi yfir Lísu og Undralandinu hennar síðustu vikurnar. „Magga skilaði inn alveg frábærri leikgerð og svo lenti hún auðvitað í hakkavélinni hjá okkur,“ segir Vignir Rafn og hlær við tilhugsunina. „Það er bara þannig með svona verk að það er ekki hægt að komast nema ákveðið langt á blaði, svo þarf leiksviðið og hópurinn að taka við. Magga hefur tekið þátt í því ferli og gert það gríðarlega vel. Svo erum við með hrikalega skemmtileg lög í þessu eftir doktorinn, þar er hver smellurinn öðrum betri og við erum búin að gefa þessa tónlist alla út frítt á netinu, það er hægt að nálgast hana inni á undralandla.bandcamp.com.“Leikstjórinn Vignir Rafn Valþórsson, leikstjóri Lísu í Undralandi, skellti sér hálfa leið í búning fyrir myndatöku í tilefni af frumsýningunni í kvöld.Vignir Rafn þekkti ekki söguna um Lísu í Undralandi neitt sérstaklega vel þegar hann tók að sér þetta spennandi verkefni. „Ég hafði aldrei lesið bókina svo ég bara vatt mér í það verkefni. Satt best að segja var ég ekkert sérstaklega hrifinn. Fannst þetta fyrst svona nett leiðinleg og undarleg saga sem fer úr einu dæminu í annað án þess að tengja neitt sérstaklega þar á milli. Það er alveg það versta sem maður lendir í innan leikhússins að saga sé alltaf að enda. Þannig að í okkar útgáfu er þetta allt mikið breytt og við leggjum áherslu á að láta þetta allt saman flæða. Það var mikil áskorun í þessu litla leikhúsi að tengja alla þessa heima saman en Sigríður Sunna, sem er með leikmynd og búninga, leysir það snilldarlega. Það var útbúið hringsvið á litla leiksviðinu og svo eru unglingar á Akureyri bara sveittir við að snúa þessu og standa sig með sóma.“ Lísa í Undralandi þykir stundum eiga erindi til barna fremur en fullorðinna en Vignir Rafn segir þessa sýningu höfða til ákaflega breiðs hóps. „Sýningin er góð skemmtun fyrir alla og á líka erindi til okkar allra. Í meðförum Möggu er Lísa ekkert fórnarlamb heldur gerandi og henni hefur tekist að skapa alvöru kvenhetju, stelpu sem stendur og segir: Það ræður enginn yfir mér! Thelma Marín Jónsdóttir, sem leikur Lísu, tekur við þessu kefli af prýði og tekst að skapa fyrirmynd stelpna með fjörugt ímyndunarafl. Skemmtilega og lifandi stelpu sem berst fyrir því að fá að vera hún sjálf og lendir í allskyns skemmtilegum ævintýrum á leiðinni.“ Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Ævintýrið um Lísu í Undralandi er 150 ára en hún gengur í endurnýjun lífdaga hjá Leikfélagi Akureyrar um þessar mundir. Fyrir dyrum er frumsýning á nýrri leikgerð eftir Margréti Örnólfsdóttur með tónlist eftir dr. Gunna í leikstjórn Vignis Rafns Valþórssonar sem hefur verið vakandi og sofandi yfir Lísu og Undralandinu hennar síðustu vikurnar. „Magga skilaði inn alveg frábærri leikgerð og svo lenti hún auðvitað í hakkavélinni hjá okkur,“ segir Vignir Rafn og hlær við tilhugsunina. „Það er bara þannig með svona verk að það er ekki hægt að komast nema ákveðið langt á blaði, svo þarf leiksviðið og hópurinn að taka við. Magga hefur tekið þátt í því ferli og gert það gríðarlega vel. Svo erum við með hrikalega skemmtileg lög í þessu eftir doktorinn, þar er hver smellurinn öðrum betri og við erum búin að gefa þessa tónlist alla út frítt á netinu, það er hægt að nálgast hana inni á undralandla.bandcamp.com.“Leikstjórinn Vignir Rafn Valþórsson, leikstjóri Lísu í Undralandi, skellti sér hálfa leið í búning fyrir myndatöku í tilefni af frumsýningunni í kvöld.Vignir Rafn þekkti ekki söguna um Lísu í Undralandi neitt sérstaklega vel þegar hann tók að sér þetta spennandi verkefni. „Ég hafði aldrei lesið bókina svo ég bara vatt mér í það verkefni. Satt best að segja var ég ekkert sérstaklega hrifinn. Fannst þetta fyrst svona nett leiðinleg og undarleg saga sem fer úr einu dæminu í annað án þess að tengja neitt sérstaklega þar á milli. Það er alveg það versta sem maður lendir í innan leikhússins að saga sé alltaf að enda. Þannig að í okkar útgáfu er þetta allt mikið breytt og við leggjum áherslu á að láta þetta allt saman flæða. Það var mikil áskorun í þessu litla leikhúsi að tengja alla þessa heima saman en Sigríður Sunna, sem er með leikmynd og búninga, leysir það snilldarlega. Það var útbúið hringsvið á litla leiksviðinu og svo eru unglingar á Akureyri bara sveittir við að snúa þessu og standa sig með sóma.“ Lísa í Undralandi þykir stundum eiga erindi til barna fremur en fullorðinna en Vignir Rafn segir þessa sýningu höfða til ákaflega breiðs hóps. „Sýningin er góð skemmtun fyrir alla og á líka erindi til okkar allra. Í meðförum Möggu er Lísa ekkert fórnarlamb heldur gerandi og henni hefur tekist að skapa alvöru kvenhetju, stelpu sem stendur og segir: Það ræður enginn yfir mér! Thelma Marín Jónsdóttir, sem leikur Lísu, tekur við þessu kefli af prýði og tekst að skapa fyrirmynd stelpna með fjörugt ímyndunarafl. Skemmtilega og lifandi stelpu sem berst fyrir því að fá að vera hún sjálf og lendir í allskyns skemmtilegum ævintýrum á leiðinni.“
Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira