Sannar og ósannar minningar í sögum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. febrúar 2015 12:00 „Við höfum verið svo heppnar að fólkið sem við höfum leitað til hefur fagnað því að koma til okkar og fundist það heiður,“ segir Gréta. Vísir/Stefán „Gestirnir sem halda erindi í ár eru Hallgrímur Helgason, Kristín Steinsdóttir og Elísabet Jökulsdóttir og fyrirlestrarnir heita athyglisverðum nöfnum, Handsprengja á náttborðinu, Nokkrar konur og ein í dyragættinni og Hvað veit ég um mömmu?“ Þannig byrjar Gréta Sigurðardóttir að lýsa Júlíönu – hátíð sögu og bóka sem hefst í kvöld í Stykkishólmi og stendur fram á sunnudag. Viðfangsefnið í ár er minningar, sannar og ósannar, í sögum og bókum. Auk þeirra þátttakenda sem upp eru taldir má nefna Helgu Guðrúnu Johnson sem les úr bókinni Saga þeirra sagan mín í Bókaverzlun Breiðafjarðar, Önnu Margréti Ólafsdóttur sem verður með sögustund fyrir börn á Hótel Egilsen og grunnskólabörn sem eru með sýningu á verkefnum í Amtsbókasafninu. Hátíðin hefst í kvöld klukkan átta í Vatnasafninu með tónum frá Söngsveitinni Blæ og úthlutun viðurkenninga í myndbandasamkeppni grunnskólans. „Við vinnum með skólanum og erum líka með sögustundir í heimahúsum á föstudagskvöld, Stykkishólmur er ríkur af gömlum húsum, þau eru okkar menningararfur að hluta og þar verða fluttar sögur sem sumar tengjast húsunum,“ lýsir Gréta. Júlíönuhátíðin er sú þriðja í röðinni á jafnmörgum árum. „Ég fékk til liðs við mig þrjár góðar og vitrar konur í Hólminum, þær Þórunni Sigþórsdóttur landvörð, Dagbjörtu Höskuldsdóttur, fyrrverandi bóksala, og Sigríði Erlu Guðmundsdóttur, kennda við Leir 7,“ rifjar Gréta upp. „Þá var ég búin að ákveða hvað hátíðin ætti að heita. Júlíana Jónsdóttir var bæði í Akureyjum á Breiðafirði og Stykkishólmi og gaf út bók fyrst kvenna á Íslandi, ljóðabókina Stúlka sem kom út 1876. Ekki nóg með það heldur skrifaði Júlíana líka fyrsta leikverk sem flutt var opinberlega eftir íslenska konu, það hét Víg Kjartans Ólafssonar. Alexía Björk Jóhannesdóttir leikkona flutti það á bókahátíðinni í fyrra.“ Gréta stjórnar Hótel Egilsen sem er sögu- og bókahótel og hún segir fyrri bókahátíðir þar hafa verið afar vel heppnaðar. „Við vorum blautar bak við eyrun þegar við byrjuðum en höfum verið svo heppnar að fólkið sem við höfum leitað til hefur fagnað því að koma til okkar og fundist það heiður, svo það hefur sagt já eins og skot.“ Menning Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Gestirnir sem halda erindi í ár eru Hallgrímur Helgason, Kristín Steinsdóttir og Elísabet Jökulsdóttir og fyrirlestrarnir heita athyglisverðum nöfnum, Handsprengja á náttborðinu, Nokkrar konur og ein í dyragættinni og Hvað veit ég um mömmu?“ Þannig byrjar Gréta Sigurðardóttir að lýsa Júlíönu – hátíð sögu og bóka sem hefst í kvöld í Stykkishólmi og stendur fram á sunnudag. Viðfangsefnið í ár er minningar, sannar og ósannar, í sögum og bókum. Auk þeirra þátttakenda sem upp eru taldir má nefna Helgu Guðrúnu Johnson sem les úr bókinni Saga þeirra sagan mín í Bókaverzlun Breiðafjarðar, Önnu Margréti Ólafsdóttur sem verður með sögustund fyrir börn á Hótel Egilsen og grunnskólabörn sem eru með sýningu á verkefnum í Amtsbókasafninu. Hátíðin hefst í kvöld klukkan átta í Vatnasafninu með tónum frá Söngsveitinni Blæ og úthlutun viðurkenninga í myndbandasamkeppni grunnskólans. „Við vinnum með skólanum og erum líka með sögustundir í heimahúsum á föstudagskvöld, Stykkishólmur er ríkur af gömlum húsum, þau eru okkar menningararfur að hluta og þar verða fluttar sögur sem sumar tengjast húsunum,“ lýsir Gréta. Júlíönuhátíðin er sú þriðja í röðinni á jafnmörgum árum. „Ég fékk til liðs við mig þrjár góðar og vitrar konur í Hólminum, þær Þórunni Sigþórsdóttur landvörð, Dagbjörtu Höskuldsdóttur, fyrrverandi bóksala, og Sigríði Erlu Guðmundsdóttur, kennda við Leir 7,“ rifjar Gréta upp. „Þá var ég búin að ákveða hvað hátíðin ætti að heita. Júlíana Jónsdóttir var bæði í Akureyjum á Breiðafirði og Stykkishólmi og gaf út bók fyrst kvenna á Íslandi, ljóðabókina Stúlka sem kom út 1876. Ekki nóg með það heldur skrifaði Júlíana líka fyrsta leikverk sem flutt var opinberlega eftir íslenska konu, það hét Víg Kjartans Ólafssonar. Alexía Björk Jóhannesdóttir leikkona flutti það á bókahátíðinni í fyrra.“ Gréta stjórnar Hótel Egilsen sem er sögu- og bókahótel og hún segir fyrri bókahátíðir þar hafa verið afar vel heppnaðar. „Við vorum blautar bak við eyrun þegar við byrjuðum en höfum verið svo heppnar að fólkið sem við höfum leitað til hefur fagnað því að koma til okkar og fundist það heiður, svo það hefur sagt já eins og skot.“
Menning Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira