Bræða saman norsk og íslensk þjóðlög Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. febrúar 2015 13:00 Kórinn fær að spreyta sig á norskum þjóðlögum um leið og hann kynnir þau íslensku fyrir frændum okkar í Noregi. „Yfirskrift tónleikanna verður „I flaggets farger“ því fánar Íslands og Noregs eru í sömu litum þótt samsetningin sé önnur,“ segir Eyþór Ingi Jónsson, stjórnandi kammerkórsins Hymnodiu, um væntanlegan söng kórsins í Noregi. Þar mun hann troða upp á þrennum tónleikum með norsku tónlistarmönnunum Steinar Strøm harðangursfiðluleikara og Harald Skullerud slagverksleikara. Eyþór segir verða um norsk-íslenskan þjóðlagabræðing að ræða. „Ísland og Noregur eiga sér sameiginlegan menningararf sem birtist í tungumálinu og ýmsum þjóðareinkennum. Langur aðskilnaður gerði þó að verkum að þjóðlögin þróuðust í ólíkar áttir og áhugavert er að tefla þeim saman. Það er meginmarkmið samstarfs Hymnodiu og Norðmannanna tveggja,“ segir Eyþór Ingi. Steinar og Harald komu til Akureyrar í haust og héldu tónleika með Hymnodiu þar og í Ólafsfirði. Hymnodia fékk meðal annars að spreyta sig á norskum þjóðlögum og þeir Steinar og Harald á íslenskum. Svo komu Norðmennirnir fram einir saman, Hymnodia ein og síðan allur hópurinn. Svipaður háttur verður hafður á í Noregsferðinni þótt efnisskráin verði ekki nákvæmlega sú sama. Hugmyndina að samstarfinu átti Akureyringurinn og tónskáldið Gísli Jóhann Grétarsson sem býr í Noregi og stýrir þjóðlagasetrinu í Buskerud. Tónleikarnir úti verða í Gamle Akerkirke í Ósló 27. febrúar, í Eggedalkirke daginn eftir og Kongsbergkirke 1. mars. Menning Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Yfirskrift tónleikanna verður „I flaggets farger“ því fánar Íslands og Noregs eru í sömu litum þótt samsetningin sé önnur,“ segir Eyþór Ingi Jónsson, stjórnandi kammerkórsins Hymnodiu, um væntanlegan söng kórsins í Noregi. Þar mun hann troða upp á þrennum tónleikum með norsku tónlistarmönnunum Steinar Strøm harðangursfiðluleikara og Harald Skullerud slagverksleikara. Eyþór segir verða um norsk-íslenskan þjóðlagabræðing að ræða. „Ísland og Noregur eiga sér sameiginlegan menningararf sem birtist í tungumálinu og ýmsum þjóðareinkennum. Langur aðskilnaður gerði þó að verkum að þjóðlögin þróuðust í ólíkar áttir og áhugavert er að tefla þeim saman. Það er meginmarkmið samstarfs Hymnodiu og Norðmannanna tveggja,“ segir Eyþór Ingi. Steinar og Harald komu til Akureyrar í haust og héldu tónleika með Hymnodiu þar og í Ólafsfirði. Hymnodia fékk meðal annars að spreyta sig á norskum þjóðlögum og þeir Steinar og Harald á íslenskum. Svo komu Norðmennirnir fram einir saman, Hymnodia ein og síðan allur hópurinn. Svipaður háttur verður hafður á í Noregsferðinni þótt efnisskráin verði ekki nákvæmlega sú sama. Hugmyndina að samstarfinu átti Akureyringurinn og tónskáldið Gísli Jóhann Grétarsson sem býr í Noregi og stýrir þjóðlagasetrinu í Buskerud. Tónleikarnir úti verða í Gamle Akerkirke í Ósló 27. febrúar, í Eggedalkirke daginn eftir og Kongsbergkirke 1. mars.
Menning Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira