Ég á líf læknaði þunglyndan Þjóðverja Gunnar Leó Pálsson skrifar 18. febrúar 2015 08:00 Mikið var um tilfinningar þegar Þjóðverjarnir Bernd og Oliver hittu þá Eyþór Inga, Pétur Örn og Örlyg Smára. Lagið Ég á líf skiptir Þjóðverjana miklu máli og var því mikið um tilfinningar á fundinum. mynd/pétur örn Guðmundsson Mikið tilfinningaflóð átti sér stað þegar Þjóðverjarnir Bernd Korpasch og eiginmaður hans Oliver hittu þá Eyþór Inga Gunnlaugsson, Pétur Örn Guðmundsson og Örlyg Smára yfir kaffibolla í fyrradag. Bernd ber miklar tilfinningar til íslensku listamannanna og hefur húðflúrað titil lagsins Ég á líf á handlegg sinn. „Það var mjög tilfinningaþrungið að hitta þá. Ég er mikill Eurovision-aðdáandi og finnst ég mjög tengdur Íslandi,“ segir Bernd. Eyþór Ingi flutti lagið Ég á líf í Eurovision árið 2013 og tengir Bernd vægast sagt mjög vel við texta lagsins. Bernd lenti inni á spítala eftir að hafa glímt við þunglyndi og lá þar inni í tvo mánuði hætt kominn. „Mig langaði í tattú og hafði hugsað um að fá mér tattú í sex ár en fann aldrei neitt sem mig langaði virkilega í. Ég lenti svo inni á spítala í tvo mánuði og þegar ég var að jafna mig heyrði ég þetta lag,“ segir Bernd um sín fyrstu kynni við lagið. Hann fékk skömmu síðar texta lagsins þýddan og tengdi strax við hann. „Mér fannst lagið alveg frábært og ég tengdi svo við textann að mér fannst það rétt að fá mér titil lagsins sem húðflúr,“ segir Bernd um hugmyndina á bak við flúrið. „Hann er rosalega almennilegur og viðkunnanlegur maður. Hann var heiðarlegur í sinni framkomu og það er gaman að vita til þess að honum þyki svo vænt um lagið og textann, að hann hafi flúrað á sig titil lagsins,“ segir Pétur Örn Guðmundsson. „Að lagið og textinn skyldi hreyfa svona við honum veitir manni gleði og það að geta haft svona jákvæð áhrif með einhverju sem maður hefur skapað. Er það ekki draumur hvers listamanns að geta hreyft við fólki á jákvæðan hátt,“ bætir Pétur Örn við. Bernd hefur hann einungis tvisvar sinnum misst af Eurovision á síðustu tíu árum og var hann viðstaddur úrslitakvöldið í Söngvakeppninni í Háskólabíói síðastliðinn laugardag. „Þetta var algjörlega frábær ferð til Íslands. Ég var mjög hrifinn af laginu sem vann og söngkonunni. Hún hefur allt til þess að vinna Eurovision,“ segir Bernd. Hann fer á Eurovision í Austurríki og styður Ísland í keppninni. Á meðan hann dvaldi hér á landi hitti hann ekki bara mennina á bak við lagið Ég á líf, heldur hitti hann fleiri Eurovision-fara, þau Helgu Möller og Pál Óskar Hjálmtýsson. Eurovision Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Sjá meira
Mikið tilfinningaflóð átti sér stað þegar Þjóðverjarnir Bernd Korpasch og eiginmaður hans Oliver hittu þá Eyþór Inga Gunnlaugsson, Pétur Örn Guðmundsson og Örlyg Smára yfir kaffibolla í fyrradag. Bernd ber miklar tilfinningar til íslensku listamannanna og hefur húðflúrað titil lagsins Ég á líf á handlegg sinn. „Það var mjög tilfinningaþrungið að hitta þá. Ég er mikill Eurovision-aðdáandi og finnst ég mjög tengdur Íslandi,“ segir Bernd. Eyþór Ingi flutti lagið Ég á líf í Eurovision árið 2013 og tengir Bernd vægast sagt mjög vel við texta lagsins. Bernd lenti inni á spítala eftir að hafa glímt við þunglyndi og lá þar inni í tvo mánuði hætt kominn. „Mig langaði í tattú og hafði hugsað um að fá mér tattú í sex ár en fann aldrei neitt sem mig langaði virkilega í. Ég lenti svo inni á spítala í tvo mánuði og þegar ég var að jafna mig heyrði ég þetta lag,“ segir Bernd um sín fyrstu kynni við lagið. Hann fékk skömmu síðar texta lagsins þýddan og tengdi strax við hann. „Mér fannst lagið alveg frábært og ég tengdi svo við textann að mér fannst það rétt að fá mér titil lagsins sem húðflúr,“ segir Bernd um hugmyndina á bak við flúrið. „Hann er rosalega almennilegur og viðkunnanlegur maður. Hann var heiðarlegur í sinni framkomu og það er gaman að vita til þess að honum þyki svo vænt um lagið og textann, að hann hafi flúrað á sig titil lagsins,“ segir Pétur Örn Guðmundsson. „Að lagið og textinn skyldi hreyfa svona við honum veitir manni gleði og það að geta haft svona jákvæð áhrif með einhverju sem maður hefur skapað. Er það ekki draumur hvers listamanns að geta hreyft við fólki á jákvæðan hátt,“ bætir Pétur Örn við. Bernd hefur hann einungis tvisvar sinnum misst af Eurovision á síðustu tíu árum og var hann viðstaddur úrslitakvöldið í Söngvakeppninni í Háskólabíói síðastliðinn laugardag. „Þetta var algjörlega frábær ferð til Íslands. Ég var mjög hrifinn af laginu sem vann og söngkonunni. Hún hefur allt til þess að vinna Eurovision,“ segir Bernd. Hann fer á Eurovision í Austurríki og styður Ísland í keppninni. Á meðan hann dvaldi hér á landi hitti hann ekki bara mennina á bak við lagið Ég á líf, heldur hitti hann fleiri Eurovision-fara, þau Helgu Möller og Pál Óskar Hjálmtýsson.
Eurovision Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Sjá meira