„Þetta er eins og að lenda á bleiku skýi“ Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 18. febrúar 2015 14:15 Svona mun púðinn á Akureyri líta út. Hann verður staðsettur í Hlíðarfjalli á Akureyri til að byrja með. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur púði kemur til landsins. Þrír Akureyringar hafa tekið sig saman og keypt stökkpúða sem staðsettur verður í Hlíðarfjalli á Akureyri til að byrja með. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur púði kemur til landsins. „Þetta er fyrst og fremst til að hafa gaman af þessu. Svona púðar eru komnir á öll helstu skíðasvæði í Evrópu og í Bandaríkjunum. Þetta er svona það sem er að taka við af svampgryfjunum,“ segir Kristófer Finnsson, sem flytur púðann inn ásamt föður sínum, Finni Aðalbjörnssyni, og Guðlaugi Má Halldórssyni. Sjálfur er Kristófer mikið í mótorkross og þekkir því vel inn á jarðarsportheiminn.Kristófer Finnsson flytur púðann inn ásamt föður sínummynd/axel darriPúðinn kemur frá Austurríki, er 15 sinnum 15 metrar og þrír og hálfur metri á hæð, sem gefur um 225 fermetra mjúkan lendingarpall. „Það er engin hætta á því að þú skoppir af honum, þar sem hann dælir út lofti um leið og þú lendir og fyllir sig svo aftur. Svo eru brúnirnar það háar að þú rennur heldur ekki út af honum. Þetta er bara eins og að lenda á bleiku skýi,“ segir Kristófer og hlær. Púðann má ekki bara nota í snjó og fyrir skíði og snjóbretti, heldur geta þeir sem stunda mótorkross, parkour eða hjóla á BMX-hjólum notað hann. Auðvelt er að pakka púðanum saman og fara með hann hvert á land sem er. „Þetta færir menn alveg upp á næsta stig. Snjóbrettastrákarnir voru kannski hættir að þora í sum stökk og gátu ekki þróað þau af hættu við að slasa sig. Þarna ertu kominn með mjúka lendingu sem nánast ómögulegt er að slasa sig á,“ segir hann. Formleg opnun verður þann 14. mars á Iceland Winter Games sem hefjast á Akureyri í byrjun mars og þar verður hægt að sjá og prófa púðann. „Við reiknum með því að fólk geti keypt sér passa eða staka ferð á púðann, en það á bara eftir að útfæra það betur,“ segir Kristófer. Snjóbrettaíþróttir Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Fleiri fréttir Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Sjá meira
Þrír Akureyringar hafa tekið sig saman og keypt stökkpúða sem staðsettur verður í Hlíðarfjalli á Akureyri til að byrja með. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur púði kemur til landsins. „Þetta er fyrst og fremst til að hafa gaman af þessu. Svona púðar eru komnir á öll helstu skíðasvæði í Evrópu og í Bandaríkjunum. Þetta er svona það sem er að taka við af svampgryfjunum,“ segir Kristófer Finnsson, sem flytur púðann inn ásamt föður sínum, Finni Aðalbjörnssyni, og Guðlaugi Má Halldórssyni. Sjálfur er Kristófer mikið í mótorkross og þekkir því vel inn á jarðarsportheiminn.Kristófer Finnsson flytur púðann inn ásamt föður sínummynd/axel darriPúðinn kemur frá Austurríki, er 15 sinnum 15 metrar og þrír og hálfur metri á hæð, sem gefur um 225 fermetra mjúkan lendingarpall. „Það er engin hætta á því að þú skoppir af honum, þar sem hann dælir út lofti um leið og þú lendir og fyllir sig svo aftur. Svo eru brúnirnar það háar að þú rennur heldur ekki út af honum. Þetta er bara eins og að lenda á bleiku skýi,“ segir Kristófer og hlær. Púðann má ekki bara nota í snjó og fyrir skíði og snjóbretti, heldur geta þeir sem stunda mótorkross, parkour eða hjóla á BMX-hjólum notað hann. Auðvelt er að pakka púðanum saman og fara með hann hvert á land sem er. „Þetta færir menn alveg upp á næsta stig. Snjóbrettastrákarnir voru kannski hættir að þora í sum stökk og gátu ekki þróað þau af hættu við að slasa sig. Þarna ertu kominn með mjúka lendingu sem nánast ómögulegt er að slasa sig á,“ segir hann. Formleg opnun verður þann 14. mars á Iceland Winter Games sem hefjast á Akureyri í byrjun mars og þar verður hægt að sjá og prófa púðann. „Við reiknum með því að fólk geti keypt sér passa eða staka ferð á púðann, en það á bara eftir að útfæra það betur,“ segir Kristófer.
Snjóbrettaíþróttir Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Fleiri fréttir Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Sjá meira