Efni á borðum þekktra listamanna Gunnar Leó Pálsson skrifar 17. febrúar 2015 09:00 Ásgeir Orri og Pálmi Ragnar Ásgeirssynir og Sæþór Kristjánsson mynda upptökuteymið, StopWaitGo. mynd/birgir þór harðarson „Við erum strax búnir að fá mjög góð viðbrögð. Það er klárt mál að þetta mun án efa opna fleiri dyr,“ segir Ásgeir Orri Ásgeirsson, meðlimur í íslenska upptökuteyminu StopWaitGo. Teymið átti bæði lögin í úrslitakeppninni í Eurosvision um helgina, Once Again sem Friðrik Dór söng og lagið Unbroken sem María Ólafsdóttir söng, en hún sigraði í keppninni að lokum. Spurðir út í hvað þessi frábæri árangur hafi í för með sér segir Ásgeir Orri að teymið þurfi að endurskipuleggja sín verkefni. „Það er mikið af spennandi hlutum að gerast hjá okkur í þessum töluðu orðum. Við megum bara því miður ekki tjá okkur um það að svo stöddu en það verður gaman að sjá hvað gerist,“ segir Ásgeir Orri.Piltarnir í StopWaitGo hafa verið að vinna mikið úti í Bandaríkjunum og hafa þar kynnst góðu fólki í tónlistargeiranum. „Við höfum verið að vinna talsvert með öðrum lagahöfundum í Bandaríkjunum og náum því að afkasta mun meira. Við höfum kynnst frábærum höfundum og myndað sterk tengsl. Það er gaman að leiða saman hugmyndir við aðra.“ Samstarfsaðilar strákanna hafa samið tónlist fyrir nöfn á borð Rihönnu, Snoop Dogg, Avril Lavigne og Christinu Aguilera, svo nokkur séu nefnd. Félagar Ásgeirs Orra í StopWaitGo, þeir Pálmi Ragnar Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson, eru báðir búsettir í Bandaríkjunum og starfa þar. Pálmi er á leiðinni út á fimmtudaginn en hann kom heim sérstaklega til þess að vera á úrslitakvöldinu. „Ég verð hérna heima að sjá um starfsemina á Íslandi. Það hefur verið þannig undanfarið og verður áfram,“ segir Ásgeir Orri. Þeir félagar vonast einnig til þess að velgengnin í Eurovision komi til með að hjálpa bæði Friðriki Dór og Maríu til þess að kynna sig á heimsvísu. „Það væri gaman að sjá að þetta komi til með að hjálpa þeim báðum að koma einhverju af stað erlendis.“Sigurvegarar kvöldsins. María Ólafsdóttir, ásamt strákunum í StopWaitGo, bakröddunum þeim Írisi Hólm Jónsdóttur og Ölmu Rut og dönsurunum Ellen Margréti Bæhrenz og Þóreyju Birgisdóttur. Fréttablaðið/Andri Marinó Eurovision Mest lesið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Skammast sín ekki fyrir að vera blankir - myndband Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira
„Við erum strax búnir að fá mjög góð viðbrögð. Það er klárt mál að þetta mun án efa opna fleiri dyr,“ segir Ásgeir Orri Ásgeirsson, meðlimur í íslenska upptökuteyminu StopWaitGo. Teymið átti bæði lögin í úrslitakeppninni í Eurosvision um helgina, Once Again sem Friðrik Dór söng og lagið Unbroken sem María Ólafsdóttir söng, en hún sigraði í keppninni að lokum. Spurðir út í hvað þessi frábæri árangur hafi í för með sér segir Ásgeir Orri að teymið þurfi að endurskipuleggja sín verkefni. „Það er mikið af spennandi hlutum að gerast hjá okkur í þessum töluðu orðum. Við megum bara því miður ekki tjá okkur um það að svo stöddu en það verður gaman að sjá hvað gerist,“ segir Ásgeir Orri.Piltarnir í StopWaitGo hafa verið að vinna mikið úti í Bandaríkjunum og hafa þar kynnst góðu fólki í tónlistargeiranum. „Við höfum verið að vinna talsvert með öðrum lagahöfundum í Bandaríkjunum og náum því að afkasta mun meira. Við höfum kynnst frábærum höfundum og myndað sterk tengsl. Það er gaman að leiða saman hugmyndir við aðra.“ Samstarfsaðilar strákanna hafa samið tónlist fyrir nöfn á borð Rihönnu, Snoop Dogg, Avril Lavigne og Christinu Aguilera, svo nokkur séu nefnd. Félagar Ásgeirs Orra í StopWaitGo, þeir Pálmi Ragnar Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson, eru báðir búsettir í Bandaríkjunum og starfa þar. Pálmi er á leiðinni út á fimmtudaginn en hann kom heim sérstaklega til þess að vera á úrslitakvöldinu. „Ég verð hérna heima að sjá um starfsemina á Íslandi. Það hefur verið þannig undanfarið og verður áfram,“ segir Ásgeir Orri. Þeir félagar vonast einnig til þess að velgengnin í Eurovision komi til með að hjálpa bæði Friðriki Dór og Maríu til þess að kynna sig á heimsvísu. „Það væri gaman að sjá að þetta komi til með að hjálpa þeim báðum að koma einhverju af stað erlendis.“Sigurvegarar kvöldsins. María Ólafsdóttir, ásamt strákunum í StopWaitGo, bakröddunum þeim Írisi Hólm Jónsdóttur og Ölmu Rut og dönsurunum Ellen Margréti Bæhrenz og Þóreyju Birgisdóttur. Fréttablaðið/Andri Marinó
Eurovision Mest lesið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Skammast sín ekki fyrir að vera blankir - myndband Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira