Misheppnuð upprisa Grim Fandango Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2015 19:00 Þrátt fyrir að vera dánir sýna karakterar leiksins mikinn húmor og eru vel talsettir. Grim Fandango er vel skrifaður leikur og fyndinn. Persónurnar vel talsettar og eftirminnilegar. Leikurinn verður þó fljótt að hálfgerðri martröð þar sem spilarinn prófar sig áfram og áfram við lausn þrauta. Oft liggur ekki fyrir hver þrautin er og leitin að þrautinni endar oft með snöggu gúggli. Lucastarts gaf leikinn fyrst út 1998. Söguhetjan er Manny Calavera sem vinnur á eins konar ferðaskrifstofu sem selur látnum einstaklingum ferðir yfir í eilífðina. Manny kemst síðan að því að eitthvað misjafnt er í gangi í landi hinna dauðu og hefst þá ævintýrið.Samanburður á graffík Leikurinn hefur nú verið endurútgefinn fyrir PC, PS4 og PSVita. Grafíkin, hljóð og fleira endurbætt. En það þarf meira til. Myndskeið leiksins hafa ekki fengið mikla athygli við endurbæturnar og sömuleiðis bakgrunnurinn. Framleiðendurnir nýttu sér þar að auki ekki tækifærið til að bæta spilun og viðmót leiksins. Húmorinn og persónurnar vega ekki upp á móti þeirri miklu tilraunastarfsemi sem leikmenn ganga í gegnum til að spila leikinn. Margir eru eflaust ósammála en Grim Fandango hefði átt að vera áfram í landi hinna dauðu. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira
Grim Fandango er vel skrifaður leikur og fyndinn. Persónurnar vel talsettar og eftirminnilegar. Leikurinn verður þó fljótt að hálfgerðri martröð þar sem spilarinn prófar sig áfram og áfram við lausn þrauta. Oft liggur ekki fyrir hver þrautin er og leitin að þrautinni endar oft með snöggu gúggli. Lucastarts gaf leikinn fyrst út 1998. Söguhetjan er Manny Calavera sem vinnur á eins konar ferðaskrifstofu sem selur látnum einstaklingum ferðir yfir í eilífðina. Manny kemst síðan að því að eitthvað misjafnt er í gangi í landi hinna dauðu og hefst þá ævintýrið.Samanburður á graffík Leikurinn hefur nú verið endurútgefinn fyrir PC, PS4 og PSVita. Grafíkin, hljóð og fleira endurbætt. En það þarf meira til. Myndskeið leiksins hafa ekki fengið mikla athygli við endurbæturnar og sömuleiðis bakgrunnurinn. Framleiðendurnir nýttu sér þar að auki ekki tækifærið til að bæta spilun og viðmót leiksins. Húmorinn og persónurnar vega ekki upp á móti þeirri miklu tilraunastarfsemi sem leikmenn ganga í gegnum til að spila leikinn. Margir eru eflaust ósammála en Grim Fandango hefði átt að vera áfram í landi hinna dauðu.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira