Sálarkempa á Solstice-hátíð Freyr Bjarnason skrifar 11. febrúar 2015 00:01 Sálarsöngvarinn á tónleikum í París. Hann er á leiðinni til Íslands og spilar á Secret Solstice í sumar. Vísir/Getty Bandaríski sálarsöngvarinn Charles Bradley er einn þeirra listamanna sem koma fram á tónlistarhátíðinni Secret Solstice, sem verður haldin í annað sinn í Laugardalnum í sumar. Á meðal annarra sem koma fram á hátíðinni eru The Wailers Band, Foreign Beggars, Mö og Nightmare on Vax, sem bættust í hópinn á mánudaginn. Bradley átti erfiða æsku og eftir að hann strauk að heiman bjó hann á götunni. Hann gerðist kokkur og starfaði sem slíkur í ríkinu Maine í tíu ár. Eftir það settist hann að í Kaliforníu og fyrir tæpum tuttugu árum byrjaði hann að koma fram opinberlega sem eftirherma goðsagnarinnar James Brown.Hér má sjá stiklu úr heimildarmynd um Bradley, en þar fyrir neðan heldur umfjöllun Vísis áfram. Árið 2011 kom svo út fyrsta sólóplatan hans, No Time for Dreaming, en það var ekki fyrr en leikstjórinn Poull Brien ákvað að gera heimildarmynd um ævi Bradley, Soul Of America, að ferill hans náði flugi. Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni SXSW í Texas og vakti mikla athygli. Önnur sólóplata Bradleys, Victim of Love, kom út 2013 og hlaut hún mjög góða dóma víðast hvar. Síðan þá hefur söngvarinn verið duglegur að spila víða um heim og nú er sem sagt röðin komin að Íslandi. Fyrst spilar kappinn þó m.a. á Coachella-hátíðinni í Bandaríkjunum í apríl. Hér að neðan má sjá lög með Bradley, sem er þekktur fyrir frábæra sviðsframkomu. Tónlist Mest lesið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Bandaríski sálarsöngvarinn Charles Bradley er einn þeirra listamanna sem koma fram á tónlistarhátíðinni Secret Solstice, sem verður haldin í annað sinn í Laugardalnum í sumar. Á meðal annarra sem koma fram á hátíðinni eru The Wailers Band, Foreign Beggars, Mö og Nightmare on Vax, sem bættust í hópinn á mánudaginn. Bradley átti erfiða æsku og eftir að hann strauk að heiman bjó hann á götunni. Hann gerðist kokkur og starfaði sem slíkur í ríkinu Maine í tíu ár. Eftir það settist hann að í Kaliforníu og fyrir tæpum tuttugu árum byrjaði hann að koma fram opinberlega sem eftirherma goðsagnarinnar James Brown.Hér má sjá stiklu úr heimildarmynd um Bradley, en þar fyrir neðan heldur umfjöllun Vísis áfram. Árið 2011 kom svo út fyrsta sólóplatan hans, No Time for Dreaming, en það var ekki fyrr en leikstjórinn Poull Brien ákvað að gera heimildarmynd um ævi Bradley, Soul Of America, að ferill hans náði flugi. Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni SXSW í Texas og vakti mikla athygli. Önnur sólóplata Bradleys, Victim of Love, kom út 2013 og hlaut hún mjög góða dóma víðast hvar. Síðan þá hefur söngvarinn verið duglegur að spila víða um heim og nú er sem sagt röðin komin að Íslandi. Fyrst spilar kappinn þó m.a. á Coachella-hátíðinni í Bandaríkjunum í apríl. Hér að neðan má sjá lög með Bradley, sem er þekktur fyrir frábæra sviðsframkomu.
Tónlist Mest lesið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira