Flexaði vöðvana í Talent og fékk fimmtíu vinabeiðnir Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. febrúar 2015 08:30 Dagbjartur kemur úr mikilli íþróttafjölskyldu og spjótkast á hug hans allan. vísir/valli Dagbjartur Daði Jónsson kom fram í þriðja þætti Ísland Got Talent en þar hermdi hann á frumlegan hátt eftir útgáfu Andy Serkis af Gollri úr Hringadróttinssögu. Vinabeiðnum hefur rignt yfir drenginn á Facebook síðan þátturinn var sýndur á sunnudaginn. „Facebook sprakk eiginlega hjá mér. Ég er kominn með einhverjar fimmtíu vinabeiðnir,“ segir hinn sautján ára gamli Dagbjartur. Nær allar vinabeiðnirnar komu frá stelpum. Eftir að dómarar höfðu gert upp hug sinn bauð Jón Jónsson honum upp á að nýta síðustu sekúndurnar á sviðinu til að hnykla vöðvana. Eftir þáttinn tísti Dagbjartur á Twitter að Jón Jónsson væri sennilega besti vængmaður sögunnar og hann ætti erfitt með svefn sökum truflana frá Facebook. „Jón á einhver verðlaun skilið fyrir þetta,“ segir Dagbjartur.@jonjonssonmusic Takk fyrir að vera mjög líklega besti wingman ever get varla sofið yfir facebook! #IGT2 — Dagbjartur Jónsson (@DagbjarturJnsso) February 8, 2015 Aðspurður segist hann hafi lengi getað hermt eftir Gollri. Hann hafi uppgötvað það í sjöunda bekk en stutt er síðan hann áttaði sig á því að það væru fáir sem byggju yfir þessum hæfileika. „Ég ákvað sjálfur að taka þátt. Það var engin utanaðkomandi pressa.“ Hann fékk þrjú nei frá dómurunum en Selma Björnsdóttir spurði hann hvort hann ætti til fleiri eftirhermur í pokahorninu. Dagbjartur neitaði því en sagði að hann væri búinn að undirbúa atriði ef hann kæmist áfram. „Ég hafði hugsað mér að láta Gollri og Smjagal taka „rappbattl“. Ég var byrjaður að undirbúa textann og ætlaði að hafa frumsaminn takt undir.“ Hann ætlaði ekki að láta þar við sitja heldur vera í fullum skrúða, aðeins íklæddur lendaskýlu og málaður sem Gollrir. Niðurstaða dómaranna þýðir að það atriði mun líklega ekki rata á skjái landsmanna. Dagbjartur stundar nám við Menntaskólann í Kópavogi þegar hann er ekki upptekinn við að herma eftir persónu Tolkiens. Hann stundar einnig spjótkast af kappi en Dagbjartur kemur úr mikilli frjálsíþróttafjölskyldu. Móðir hans er hlaupadrottningin Martha Ernstsdóttir og hann og Aníta Hinriksdóttir eru systkinabörn. „Spjótkastið er það skemmtilegasta sem ég geri,“ segir Dagbjartur. Í fyrra varð hann í fjórða sæti á Meistaramóti Íslands í spjótkasti fullorðinna auk þess að bera höfuð og herðar yfir keppendur í unglingaflokki. Hann keppti einnig í undankeppni Ólympíuleika æskunnar í Bakú í Aserbaídsjan. „Ég veit ekki hvort þetta „flex“ mun skila einhverju en það væri gaman,“ segir hann. Ísland Got Talent Tengdar fréttir „Syngur á grænlensku og talar ensku með dönskum hreim“ Enn stelur Grænlendingur senunni í Ísland Got Talent 8. febrúar 2015 21:40 Sló í gegn hjá salnum en heillaði ekki dómarana Frumleg Gollris eftirherma dugði ekki til. 8. febrúar 2015 20:52 Ung móðir frá Akranesi söng Selmu upp úr skónum Þriðji keppandinn sem fer áfram með gullhnappinum. 8. febrúar 2015 20:33 Veldu besta augnablikið: Kem aftur, rappararnir og flexarinn Taktu þátt og þú gætir unnið glæsilega vinninga. 8. febrúar 2015 21:16 Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira
Dagbjartur Daði Jónsson kom fram í þriðja þætti Ísland Got Talent en þar hermdi hann á frumlegan hátt eftir útgáfu Andy Serkis af Gollri úr Hringadróttinssögu. Vinabeiðnum hefur rignt yfir drenginn á Facebook síðan þátturinn var sýndur á sunnudaginn. „Facebook sprakk eiginlega hjá mér. Ég er kominn með einhverjar fimmtíu vinabeiðnir,“ segir hinn sautján ára gamli Dagbjartur. Nær allar vinabeiðnirnar komu frá stelpum. Eftir að dómarar höfðu gert upp hug sinn bauð Jón Jónsson honum upp á að nýta síðustu sekúndurnar á sviðinu til að hnykla vöðvana. Eftir þáttinn tísti Dagbjartur á Twitter að Jón Jónsson væri sennilega besti vængmaður sögunnar og hann ætti erfitt með svefn sökum truflana frá Facebook. „Jón á einhver verðlaun skilið fyrir þetta,“ segir Dagbjartur.@jonjonssonmusic Takk fyrir að vera mjög líklega besti wingman ever get varla sofið yfir facebook! #IGT2 — Dagbjartur Jónsson (@DagbjarturJnsso) February 8, 2015 Aðspurður segist hann hafi lengi getað hermt eftir Gollri. Hann hafi uppgötvað það í sjöunda bekk en stutt er síðan hann áttaði sig á því að það væru fáir sem byggju yfir þessum hæfileika. „Ég ákvað sjálfur að taka þátt. Það var engin utanaðkomandi pressa.“ Hann fékk þrjú nei frá dómurunum en Selma Björnsdóttir spurði hann hvort hann ætti til fleiri eftirhermur í pokahorninu. Dagbjartur neitaði því en sagði að hann væri búinn að undirbúa atriði ef hann kæmist áfram. „Ég hafði hugsað mér að láta Gollri og Smjagal taka „rappbattl“. Ég var byrjaður að undirbúa textann og ætlaði að hafa frumsaminn takt undir.“ Hann ætlaði ekki að láta þar við sitja heldur vera í fullum skrúða, aðeins íklæddur lendaskýlu og málaður sem Gollrir. Niðurstaða dómaranna þýðir að það atriði mun líklega ekki rata á skjái landsmanna. Dagbjartur stundar nám við Menntaskólann í Kópavogi þegar hann er ekki upptekinn við að herma eftir persónu Tolkiens. Hann stundar einnig spjótkast af kappi en Dagbjartur kemur úr mikilli frjálsíþróttafjölskyldu. Móðir hans er hlaupadrottningin Martha Ernstsdóttir og hann og Aníta Hinriksdóttir eru systkinabörn. „Spjótkastið er það skemmtilegasta sem ég geri,“ segir Dagbjartur. Í fyrra varð hann í fjórða sæti á Meistaramóti Íslands í spjótkasti fullorðinna auk þess að bera höfuð og herðar yfir keppendur í unglingaflokki. Hann keppti einnig í undankeppni Ólympíuleika æskunnar í Bakú í Aserbaídsjan. „Ég veit ekki hvort þetta „flex“ mun skila einhverju en það væri gaman,“ segir hann.
Ísland Got Talent Tengdar fréttir „Syngur á grænlensku og talar ensku með dönskum hreim“ Enn stelur Grænlendingur senunni í Ísland Got Talent 8. febrúar 2015 21:40 Sló í gegn hjá salnum en heillaði ekki dómarana Frumleg Gollris eftirherma dugði ekki til. 8. febrúar 2015 20:52 Ung móðir frá Akranesi söng Selmu upp úr skónum Þriðji keppandinn sem fer áfram með gullhnappinum. 8. febrúar 2015 20:33 Veldu besta augnablikið: Kem aftur, rappararnir og flexarinn Taktu þátt og þú gætir unnið glæsilega vinninga. 8. febrúar 2015 21:16 Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira
„Syngur á grænlensku og talar ensku með dönskum hreim“ Enn stelur Grænlendingur senunni í Ísland Got Talent 8. febrúar 2015 21:40
Sló í gegn hjá salnum en heillaði ekki dómarana Frumleg Gollris eftirherma dugði ekki til. 8. febrúar 2015 20:52
Ung móðir frá Akranesi söng Selmu upp úr skónum Þriðji keppandinn sem fer áfram með gullhnappinum. 8. febrúar 2015 20:33
Veldu besta augnablikið: Kem aftur, rappararnir og flexarinn Taktu þátt og þú gætir unnið glæsilega vinninga. 8. febrúar 2015 21:16