Sýna stuttmynd í San Francisco Freyr Bjarnason skrifar 9. febrúar 2015 10:00 Systkinin Ragnhildur Magnúsdóttir og Pétur Gautur Magnússon mynda listahópinn Icelandic Poniez. Stuttmyndin Poster Boy verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni SF Indiefest í San Francisco laugardaginn 14. febrúar. Myndin er framleiðsluverkefni Icelandic Poniez sem Ragnhildur Magnúsdóttir Thordarson stofnaði ásamt bróður sínum, Pétri Gaut Magnússyni. „Myndin er í þessum stíl sem við höfum verið að vinna með, sem er svört kómedía. „Hún fjallar um fordóma gegn samkynhneigðum sem er auðvitað ekkert fyndið mál en sagan fjallar um hinn þrælskeggjaða Buck Baker sem þykist framleiða áróðursplaköt fyrir fordómafullan sértrúarsöfnuð í skini þess að hjálpa þeim fjárhagslega. Hann er með önnur plön í gangi,“ segir Ragnhildur. Hún og Pétur Gautur ólust upp í Norður- og Suður-Kaliforníu og búa bæði og starfa í Los Angeles. Pétur starfar sem leikstjóri, tökumaður og handritshöfundur og Ragnhildur hefur unnið við framleiðslu, m.a. fyrir kvikmyndaverið 20th Century Fox og handritssmíði. „Það verður gaman að fara í heimaborgina til að frumsýna hana. Það er ágætt að hún kláraðist. Mér var mikið flökurt í tökunum og var auðvitað með hugann annars staðar, en okkur tókst þetta að lokum,“ segir Ragnhildur, sem eignaðist dóttur í maí í fyrra. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Stuttmyndin Poster Boy verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni SF Indiefest í San Francisco laugardaginn 14. febrúar. Myndin er framleiðsluverkefni Icelandic Poniez sem Ragnhildur Magnúsdóttir Thordarson stofnaði ásamt bróður sínum, Pétri Gaut Magnússyni. „Myndin er í þessum stíl sem við höfum verið að vinna með, sem er svört kómedía. „Hún fjallar um fordóma gegn samkynhneigðum sem er auðvitað ekkert fyndið mál en sagan fjallar um hinn þrælskeggjaða Buck Baker sem þykist framleiða áróðursplaköt fyrir fordómafullan sértrúarsöfnuð í skini þess að hjálpa þeim fjárhagslega. Hann er með önnur plön í gangi,“ segir Ragnhildur. Hún og Pétur Gautur ólust upp í Norður- og Suður-Kaliforníu og búa bæði og starfa í Los Angeles. Pétur starfar sem leikstjóri, tökumaður og handritshöfundur og Ragnhildur hefur unnið við framleiðslu, m.a. fyrir kvikmyndaverið 20th Century Fox og handritssmíði. „Það verður gaman að fara í heimaborgina til að frumsýna hana. Það er ágætt að hún kláraðist. Mér var mikið flökurt í tökunum og var auðvitað með hugann annars staðar, en okkur tókst þetta að lokum,“ segir Ragnhildur, sem eignaðist dóttur í maí í fyrra.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein