Ekki tekur langan tíma að skella í þessa dásemd og gott að eiga vel umfram af sultunni í kælinum.
Chia-makkarónur með jarðarberjasultu – 10 stk.
Kökur
150 g kókosflögur t.d. frá Himneskri hollustu
100 g möndlumjöl
4 msk. erythritol frá Now
3 msk. kókosolía t.d. frá Himneskri hollustu eða Cocofina
1 tsk. vanilludropar t.d. frá Now
salt á hnífsoddi
Stilltu ofninn í 180°C. Settu kókosflögurnar í blandara í 10 sekúndur eða þar til þær verða aðeins fínni. Settu þær síðan í skál með möndlumjölinu og saltinu.
Bræddu kókosolíuna í örbylgjunni og bættu henni saman við kókosflögurnar og settu síðan restina af hráefnunum saman við.
Notaðu skeið og settu um 1 msk. á smurða bökunarplötu fyrir hverja makkarónu. Notaðu puttann og gerðu smá dæld í miðju hverrar köku. Settu sultu í dældina og bakaðu í um 30 mínútur eða þar til þær hafa fengið á sig fallegan gylltan lit.
Sulta
200 g frosin jarðarber
4 msk. erythritol
2 msk. chia-fræ
1 tsk. vanilludropar frá Now
Settu öll hráefnin í pott. Stilltu á vægan hita og eldaðu í um 10 mínútur eða þar til berin eru orðin maukuð og chia-fræin farin að þykkja blönduna. Settu blönduna í blandara í 10 sekúndur eða þar til hún verður slétt.
Frekari upplýsingar um sykurlausan lífstíl og námskeið má finna á heimasíðu Hættu að borða sykur.

