Að kyssa eða ekki kyssa? Viktoría Hermannsdóttir skrifar 4. febrúar 2015 07:00 Í því góða og oftast vinalega landi sem við búum í, þar sem reglur og viðmið eru í hávegum höfð, hefur alveg gleymst að ræða eitt. Og það eru kossavenjur landans. Það hefur algjörlega farist fyrir að skapa almennt regluverk fyrir kossa. „Kossa?“ Kann einhver að spyrja og já, þá á ég ekki við eldheit ástaratlot para (sem fólk ætti bara að stunda heima hjá sér, það er ekkert meira óþolandi en fólk sem er alltaf í sleik á almannafæri, en þetta var útúrdúr), heldur það þegar fólk heilsar manni með koss á kinn. Ég held að þessi siður, það er að heilsa fólki með koss á kinn, sé tiltölulega ungur hér á landi og kann það að skýra að einhverju leyti ólíkar aðferðir fólks til iðkunar hans. Eftir því sem ég kemst næst þá eru engar tilteknar reglur um það hvernig þessi athöfn á að fara fram og þetta er oft uppspretta afar vandræðalegra augnablika. „Kyssa eða ekki kyssa?“ er nefnilega spurning sem fólk lendir í, í alltof mörgum aðstæðum. Hver kannast ekki við það að einhver kunningi kemur á móti þér og gerir sig líklegan til þess að kyssa þig á kinn. Jú, gott og vel. Þú kyssir á móti til að vera kurteis en alltof oft lendir maður í því að kyssa eyrað eða hárið á einhverjum í vandræðagangi af því að aðilinn kyssir ekki heldur leggur vanga við vanga. Og svo öfugt. Sumir kyssa líka báða vanga og stundum oftar en tvisvar. Það er algjörlega ómögulegt að vita hvenær fólk tekur upp á þessu því að aðferðirnar eru svo misjafnar. Í löndum eins og Frakklandi eru til óskráðar reglur um þessar kossavenjur sem geta verið misjafnar eftir landshlutum. Hér á landi er ekkert kerfi til og því engin leið að vita hvernig á að bera sig að. Hvernigværi nú að við myndum sameinast sem þjóð í að útrýma óþarfa vandræðalegum eyrnakossum og finnum á þessu lausn. Hvernig væri að gefa bara gott knús í staðinn? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viktoría Hermannsdóttir Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun
Í því góða og oftast vinalega landi sem við búum í, þar sem reglur og viðmið eru í hávegum höfð, hefur alveg gleymst að ræða eitt. Og það eru kossavenjur landans. Það hefur algjörlega farist fyrir að skapa almennt regluverk fyrir kossa. „Kossa?“ Kann einhver að spyrja og já, þá á ég ekki við eldheit ástaratlot para (sem fólk ætti bara að stunda heima hjá sér, það er ekkert meira óþolandi en fólk sem er alltaf í sleik á almannafæri, en þetta var útúrdúr), heldur það þegar fólk heilsar manni með koss á kinn. Ég held að þessi siður, það er að heilsa fólki með koss á kinn, sé tiltölulega ungur hér á landi og kann það að skýra að einhverju leyti ólíkar aðferðir fólks til iðkunar hans. Eftir því sem ég kemst næst þá eru engar tilteknar reglur um það hvernig þessi athöfn á að fara fram og þetta er oft uppspretta afar vandræðalegra augnablika. „Kyssa eða ekki kyssa?“ er nefnilega spurning sem fólk lendir í, í alltof mörgum aðstæðum. Hver kannast ekki við það að einhver kunningi kemur á móti þér og gerir sig líklegan til þess að kyssa þig á kinn. Jú, gott og vel. Þú kyssir á móti til að vera kurteis en alltof oft lendir maður í því að kyssa eyrað eða hárið á einhverjum í vandræðagangi af því að aðilinn kyssir ekki heldur leggur vanga við vanga. Og svo öfugt. Sumir kyssa líka báða vanga og stundum oftar en tvisvar. Það er algjörlega ómögulegt að vita hvenær fólk tekur upp á þessu því að aðferðirnar eru svo misjafnar. Í löndum eins og Frakklandi eru til óskráðar reglur um þessar kossavenjur sem geta verið misjafnar eftir landshlutum. Hér á landi er ekkert kerfi til og því engin leið að vita hvernig á að bera sig að. Hvernigværi nú að við myndum sameinast sem þjóð í að útrýma óþarfa vandræðalegum eyrnakossum og finnum á þessu lausn. Hvernig væri að gefa bara gott knús í staðinn?