Leoncie með lífverði í Vestmannaeyjum Gunnar Leó Pálsson skrifar 29. janúar 2015 08:00 „Við erum búnir að uppfylla allar hennar helstu kröfur. Hún fer til dæmis ekki með Herjólfi heldur flýgur hún og verður sótt á glæsilegum jeppa. Við erum líka með tvo lífverði sem verða með henni meðan á dvöl hennar stendur,“ segir Birgir. Nielsen, vert á tónleikastaðnum Háaloftinu þar sem Leoncie kemur fram í Vestmannaeyjum á morgun. Birgir segir hina þaulreyndu söngkonu vera með kröfur þegar kemur að tónleikahaldi. „Hún mun gista á fjögurra stjörnu hóteli og þeir hjá Einsa kalda verða klárir með steikina þegar hún mætir,“ bætir hann við. Leoncie sjálf er full tilhlökkunar: „Þetta er að mig minnir í fyrsta sinn sem ég kem fram á tónleikum í Vestmannaeyjum. Þetta verður geggjað, ég ætla halda frábært sjó og hlakka mikið til,“ segir tónlistarkonan Leoncie. Hún átti fullt í fangi með að velja sér kjóla til þess að fara með til Eyja þegar blaðamaður náði tali af henni. Birgir segir mikla tilhlökkun vera í Eyjamönnum fyrir komu tónlistarkonunnar. Birgir Nielsen ætlar að hugsa vel um Leoncie á meðan hún dvelur í Eyjum.Vísir/VilhelmEyjaferðin er þó eingöngu upphafið að ævintýrum Leoncie á nýju ári því hún er á leið til Bandaríkjanna í tónleikaferð í fyrsta sinn. „Ég fer út eftir um það bil tvo mánuði og kem fram á fimm tónleikum. Upphaflega átti ég að koma fram á tíu tónleikum en ég vildi frekar taka færri tónleika og halda frábært sjó en að taka fleiri og leggja minna í þá,“ segir Leoncie. Hún kemur fram í New York, Las Vegas, Fíladelfíu, Boston og Washington. „Ég er líka að fara taka upp tónlist í Bandaríkjunum fyrir mína næstu plötu.“ Bandarískur gítarleikari mun aðstoða hana í upptökunum á nýju plötunni.Hún útilokar ekki að frumflytja Eurovision-lagið sitt, sem hún sendi án árangurs inn í undankeppni Eurovision, á tónleikunum í Eyjum. „Ég ætla svo að taka upp myndband í Bandaríkjunum við lagið.“ Leoncie vill þó ekki tjá sig um titil lagsins að svo stöddu. Hún stígur á svið á Háaloftinu um klukkan 22.30 annað kvöld. Tónlist Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Við erum búnir að uppfylla allar hennar helstu kröfur. Hún fer til dæmis ekki með Herjólfi heldur flýgur hún og verður sótt á glæsilegum jeppa. Við erum líka með tvo lífverði sem verða með henni meðan á dvöl hennar stendur,“ segir Birgir. Nielsen, vert á tónleikastaðnum Háaloftinu þar sem Leoncie kemur fram í Vestmannaeyjum á morgun. Birgir segir hina þaulreyndu söngkonu vera með kröfur þegar kemur að tónleikahaldi. „Hún mun gista á fjögurra stjörnu hóteli og þeir hjá Einsa kalda verða klárir með steikina þegar hún mætir,“ bætir hann við. Leoncie sjálf er full tilhlökkunar: „Þetta er að mig minnir í fyrsta sinn sem ég kem fram á tónleikum í Vestmannaeyjum. Þetta verður geggjað, ég ætla halda frábært sjó og hlakka mikið til,“ segir tónlistarkonan Leoncie. Hún átti fullt í fangi með að velja sér kjóla til þess að fara með til Eyja þegar blaðamaður náði tali af henni. Birgir segir mikla tilhlökkun vera í Eyjamönnum fyrir komu tónlistarkonunnar. Birgir Nielsen ætlar að hugsa vel um Leoncie á meðan hún dvelur í Eyjum.Vísir/VilhelmEyjaferðin er þó eingöngu upphafið að ævintýrum Leoncie á nýju ári því hún er á leið til Bandaríkjanna í tónleikaferð í fyrsta sinn. „Ég fer út eftir um það bil tvo mánuði og kem fram á fimm tónleikum. Upphaflega átti ég að koma fram á tíu tónleikum en ég vildi frekar taka færri tónleika og halda frábært sjó en að taka fleiri og leggja minna í þá,“ segir Leoncie. Hún kemur fram í New York, Las Vegas, Fíladelfíu, Boston og Washington. „Ég er líka að fara taka upp tónlist í Bandaríkjunum fyrir mína næstu plötu.“ Bandarískur gítarleikari mun aðstoða hana í upptökunum á nýju plötunni.Hún útilokar ekki að frumflytja Eurovision-lagið sitt, sem hún sendi án árangurs inn í undankeppni Eurovision, á tónleikunum í Eyjum. „Ég ætla svo að taka upp myndband í Bandaríkjunum við lagið.“ Leoncie vill þó ekki tjá sig um titil lagsins að svo stöddu. Hún stígur á svið á Háaloftinu um klukkan 22.30 annað kvöld.
Tónlist Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira