Strindberg sem spjallþáttur í útvarpi Magnús Guðmundsson skrifar 29. janúar 2015 14:00 „Strindberg leitaði að nýjum sannleika í samskiptum kynjanna og það á erindi til okkar í dag,“ segir Bjarni Jónsson, höfundur og leikstjóri. Vísir/Stefán Bjarni hefur verið ákaflega ötull við að skrifa fyrir leikhús á liðnum árum og er stór hluti þeirra verka bæði leikrit og leikgerðir fyrir útvarp. „Mér hefur alltaf þótt útvarpið heillandi miðill. Það er svo heillandi að vinna aðeins með hljóðheiminn; texta, tónlist og hljóð. Það er gaman að blanda þessu saman og ég hef alltaf verið sérstakur áhugamaður um tónlistina í textanum. Það felur líka í sér ákveðna áskorun að ná til áheyrandans með þessum hætti. Útvarpið er svo mikið maður á mann miðill þannig að upplifunin af því að hlusta á útvarpsleikhús er að mínu mati ákaflega persónuleg. Að vinna sem höfundur og leikstjóri í útvarpsleikhúsi er ákaflega ólíkt því að vinna í leikhúsi. Í útvarpsleikhúsinu gefst tækifæri til þess að vera alvaldur á meðan leikhúsið er miklu meiri samvinna allra aðila.“ Umgjörð Strindberg – stundin okkar er spjallþáttur þar sem þáttarstjórnandi (Hjálmar Hjálmarsson) tekur á móti tveimur gestum (Sveini Ólafi Gunnarssyni og Sólveigu Guðmundsdóttur) í skemmtilegt spjall um Föðurinn eftir Strindberg. Þessi umgjörð er því með sönnu sérsniðin að útvarpinu sem miðli. „Málið er að útvarp hefur verið að þróast mikið á liðnum árum. Tækifærum til þess að framleiða efni frá grunni hefur fækkað á meðan það er aukin áhersla á almennt spjall. Þáttastjórnendur fá til sín skemmtilega viðmælendur og spjalla um tiltekin málefni frekar en að framleiða efni um málefnið. Þetta er ekkert séríslenskt fyrirbæri heldur virðist þessi þróun eiga sér stað víðast hvar í heiminum. Mig langaði til þess að sjá hvernig það kæmi út að setja Föðurinn í þennan spjallþáttabúning. Ég nota það verk sem ákveðinn grunn en endurvinn texta Strindbergs. Það er margt í þessu verki sem á mikið erindi til nútímans en annað er vissulega skrítið. Ég valdi Strindberg vegna þess að honum hefur verið skellt í yfirdramatísku skúffuna. En það er mikill húmor í Strindberg sem hefur oft verið verið horft fram hjá. Hann fjallar mikið um samskipti kynjanna og hefur lúmskan húmor fyrir eigin lífi. Þetta málefni er líka tímalaust og með því að færa hann með róttækum hætti til samtímans kemur berlega í ljós hvað þetta á mikið erindi.“ Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Bjarni hefur verið ákaflega ötull við að skrifa fyrir leikhús á liðnum árum og er stór hluti þeirra verka bæði leikrit og leikgerðir fyrir útvarp. „Mér hefur alltaf þótt útvarpið heillandi miðill. Það er svo heillandi að vinna aðeins með hljóðheiminn; texta, tónlist og hljóð. Það er gaman að blanda þessu saman og ég hef alltaf verið sérstakur áhugamaður um tónlistina í textanum. Það felur líka í sér ákveðna áskorun að ná til áheyrandans með þessum hætti. Útvarpið er svo mikið maður á mann miðill þannig að upplifunin af því að hlusta á útvarpsleikhús er að mínu mati ákaflega persónuleg. Að vinna sem höfundur og leikstjóri í útvarpsleikhúsi er ákaflega ólíkt því að vinna í leikhúsi. Í útvarpsleikhúsinu gefst tækifæri til þess að vera alvaldur á meðan leikhúsið er miklu meiri samvinna allra aðila.“ Umgjörð Strindberg – stundin okkar er spjallþáttur þar sem þáttarstjórnandi (Hjálmar Hjálmarsson) tekur á móti tveimur gestum (Sveini Ólafi Gunnarssyni og Sólveigu Guðmundsdóttur) í skemmtilegt spjall um Föðurinn eftir Strindberg. Þessi umgjörð er því með sönnu sérsniðin að útvarpinu sem miðli. „Málið er að útvarp hefur verið að þróast mikið á liðnum árum. Tækifærum til þess að framleiða efni frá grunni hefur fækkað á meðan það er aukin áhersla á almennt spjall. Þáttastjórnendur fá til sín skemmtilega viðmælendur og spjalla um tiltekin málefni frekar en að framleiða efni um málefnið. Þetta er ekkert séríslenskt fyrirbæri heldur virðist þessi þróun eiga sér stað víðast hvar í heiminum. Mig langaði til þess að sjá hvernig það kæmi út að setja Föðurinn í þennan spjallþáttabúning. Ég nota það verk sem ákveðinn grunn en endurvinn texta Strindbergs. Það er margt í þessu verki sem á mikið erindi til nútímans en annað er vissulega skrítið. Ég valdi Strindberg vegna þess að honum hefur verið skellt í yfirdramatísku skúffuna. En það er mikill húmor í Strindberg sem hefur oft verið verið horft fram hjá. Hann fjallar mikið um samskipti kynjanna og hefur lúmskan húmor fyrir eigin lífi. Þetta málefni er líka tímalaust og með því að færa hann með róttækum hætti til samtímans kemur berlega í ljós hvað þetta á mikið erindi.“
Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira