Kominn tími á sætara þema Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 28. janúar 2015 08:00 Úlfhildur skipuleggur Ljóðaslamm á vegum Borgarbókasafns Reykjavíkur. Vísir/Anton „Það er magnað að sjá hvað ungt fólk er opið og tilbúið til þess að hella sér út í að gera skemmtilega og skrítna hluti. Ekki var ég svona lífleg á þessum aldri,“ segir Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur. Hún er einn skipuleggjenda áttunda Ljóðaslamms Borgarbókasafns Reykjavíkur sem fer fram sjötta febrúar. Á Ljóðaslammi flytur fólk frumsamin ljóð þar sem áherslan er ekki síður lögð á flutninginn en á ljóðið sjálft. „Fyrsta slammið var hið fræga ár 2008 þegar stúlkan sem sigraði söng um verðbréfadrenginn sem var að fara á hausinn. Það var í febrúar, svona skemmtileg forspá, eða kannski ekki skemmtileg en sniðugt hvernig hittist á,“ segir Úlfhildur. Nýtt þema er valið á hverju ári og þemu undanfarinna ára hafa til dæmis verið spenna, hrollur, væmni og bilun. Þemað í ár er sykur. „Ég er myrkraverkamanneskja og hrollvekjuaðdáandi þannig að þemun hafa oft verið svolítið dimm. Fólki fannst nóg um og kominn tími á að prófa eitthvað nýtt, eitthvað aðeins sætara,“ segir Úlfhildur hlæjandi. Skráning er hafin í gegnum netfangið ljodaslamm@borgarbókasafn.is. Sigurvegarar ljóðaslammsins árið 2014 og 2013: Menning Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Það er magnað að sjá hvað ungt fólk er opið og tilbúið til þess að hella sér út í að gera skemmtilega og skrítna hluti. Ekki var ég svona lífleg á þessum aldri,“ segir Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur. Hún er einn skipuleggjenda áttunda Ljóðaslamms Borgarbókasafns Reykjavíkur sem fer fram sjötta febrúar. Á Ljóðaslammi flytur fólk frumsamin ljóð þar sem áherslan er ekki síður lögð á flutninginn en á ljóðið sjálft. „Fyrsta slammið var hið fræga ár 2008 þegar stúlkan sem sigraði söng um verðbréfadrenginn sem var að fara á hausinn. Það var í febrúar, svona skemmtileg forspá, eða kannski ekki skemmtileg en sniðugt hvernig hittist á,“ segir Úlfhildur. Nýtt þema er valið á hverju ári og þemu undanfarinna ára hafa til dæmis verið spenna, hrollur, væmni og bilun. Þemað í ár er sykur. „Ég er myrkraverkamanneskja og hrollvekjuaðdáandi þannig að þemun hafa oft verið svolítið dimm. Fólki fannst nóg um og kominn tími á að prófa eitthvað nýtt, eitthvað aðeins sætara,“ segir Úlfhildur hlæjandi. Skráning er hafin í gegnum netfangið ljodaslamm@borgarbókasafn.is. Sigurvegarar ljóðaslammsins árið 2014 og 2013:
Menning Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira